Körfubolti

Sigurður Gunnar snýr heim á Ísafjörð

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Sigurður Gunnar Þorsteinsson er genginn í raðir Vestra.
Sigurður Gunnar Þorsteinsson er genginn í raðir Vestra. Vísir/Bára

Körfuknattleiksdeild Vestra hefur samið við Sigurð Gunnar Þorstainsson um að leika með liðinu á komandi tímabili í 2. deild karla í körbolta.

Félagið greinir frá tíðindunum á samfélagsmiðlum sínum, en þar kemur fram að Sigurður og fjölskylda hans séu að flytja búferlum vestur á land og hafi hug á því að setjast að á Ísafirði um óákveðin tíma.

Sigurður gengur í raðir Vestra frá Tindastóli þar sem hann varð Íslandsmeistari með Stólunum í vor. Það er þó ekki eini Íslandsmeistaratitill Sigurðar því hann varð einnig meistari með Keflavík og Grindvíkingum í tvígang, ásamt því að fagna bikarmeistaratitli með Grindavík á sínum tíma.

Sigurður er 35 ára gamall og hokinn af reynslu. Á ferli sínum hefur Sigurður leikið sem atvinnumaður í Grikklandi og Svíþjóð, ásamt því að eiga að baki leiki með íslenska landsliðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×