Körfubolti

Fjórir nýliðar og Birna aftur valin í landsliðið

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Birna Valgerður Benónýsdóttir átti mjög gott tímabil í fyrra og er nú aftur komin í íslenska landsliðið.
Birna Valgerður Benónýsdóttir átti mjög gott tímabil í fyrra og er nú aftur komin í íslenska landsliðið. Vísir/Hulda Margrét

Benedikt Guðmundsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í körfubolta, gerði miklar breytingar á landsliðshópi sínum fyrir tvo æfingaleiki við Svíþjóð sem fara fram á föstudag og laugardag.

Íslenska kvennalandsliðið lagði af stað til Södertalje í Svíþjóð í morgun en þessir leikir er liður í undirbúningi fyrir undankeppni EM 2025 sem byrjar í nóvember.

Benedikt valdi aftur keflvíska miðherjann Birnu Valgerði Benónýsdóttur í hópinn og það er ánægjulegt að sjá hana gefa aftur kost á sér í landsliðið.

Benedikt tók einnig fjóra nýliða með í ferðina en það eru Haukakonan Sólrún Inga Gísladóttir, Valskonan Sara Líf Boama, ÍR-ingurinn Hanna Þráinsdóttir og Þórsarinn Eva Wium Elíasdóttir.

Þóra Kristin Jónsdóttir er reyndasti leikmaður hópsins með 29 leiki en hún er nýkomin heim til Hauka.

Fjórir leikmenn liðsins eru leikmenn Keflavíkur auk þess að Keflvíkingurinn Þóranna Hodge-Carr, sem spilar í bandaríska háskólaboltanum, er einnig með.

 • Íslenska liðið er þannig skipað í vináttulandsleikjunum:
 • Þóra Kristin Jónsdóttir · AKS Falcon, Danmörku · 29
 • Emelía Ósk Gunnarsdóttir · Keflavík · 11
 • Anna Ingunn Svansdóttir · Keflavík · 6
 • Birna Valgerður Benónýsdóttir · Keflavík · 7
 • Thelma Dís Ágústsdóttir · Keflavík · 16
 • Sólrún Inga Gísladóttir · Haukar · Nýliði
 • Dagbjört Dögg Karlsdóttir · Valur · 16
 • Ásta Júlía Grímsdóttir · Valur · 10
 • Hanna Þráinsdóttir · ÍR · Nýliði
 • Þóranna Hodge-Carr · Iona Collage, USA · 5
 • Sara Líf Boama · Valur · Nýliði
 • Eva Wium Elíasdóttir · Þór Akureyri · NýliðiFleiri fréttir

Sjá meira


×