Rafmagnaður hræðsluáróður Tómas Guðbjartsson skrifar 14. ágúst 2023 16:01 Það er býsna fróðlegt að fylgjast með stigvaxandi bumbuslætti virkjunarsinna, áróðri sem dynur á okkur nánast daglega og er aðallega stýrt af forkólfum stóriðju- og virkjanafyrirtækja við undirleik ráðherra málaflokksins. Sannkölluð dómsdagsspá þar sem orkan er sögð uppseld og rafmagn til heimila í hættu. Heimsmet í raforkuframleiðslu - í gósenlandi gagnslausra gagnavera Þetta stenst ekki skoðun, enda erum við að selja gríðarlegt magn "umframorku" til gagnavera, eða 10% af því sem við framleiðum - erlendra fyrirtækja sem nota orkuna aðallega til að grafa eftir glópagulli (Bitcoin). Mörg ríki hafa bannað slíkan "námuiðnað", enda fáránlega orkufrekur (eða á pari við árlega notkun Írland). Höfum í huga að við Íslendingar framleiðum langmest af rafmagni per haus í heiminum, eða tvöfalt meira en Norðmenn, sem koma næstir. Við erum að selja 85% af þessari orku til mengandi stóriðju, aðallega álvera og kísiliðjuvera. Virkjunarveislunni fer að ljúka Græn orka er orð sem kemur títt fyrir í umræðunni, en spyrja má sig hversu græn orka er í raun sem fæst með því að rústa náttúruperlum. Annað orð sem ber hljómhimnur okkar eru orkuskipti, og við sögð vera að missa af lestinni. Er það svo? Með því að rafvæða allan bílaflota okkar myndi aðeins þurfa 3% af þeirri orku sem við framleiðum í dag, og ekkert í hendi enn með rafvæðingu skipa eða flugvéla. Brýnt er að ákveða í hvað notum orkuna okkar þannig að hún geti með sönnu talist náttúruvæn. Auðlindir eru ekki óþrjótandi - og „virkja meira partýið“ hreinlega að verða búið. Ágætt að átta sig á því og hafa hemil á græðginni - sem er hættulegur húsbóndi. Enda orkufrekur iðnaður engin forsenda þess að hér geti verið gott að búa og lífskjör góð. Forgangsraða þarf orkusölu til heimila Brýnt er að forgangsraða og láta orku til heimila og smáiðnaðar ganga fyrir, líkt og sprækur orkumálastjóri hefur lagt til. Þar með er tryggt að heimilin séu í forgangi en ekki erlend stóriðjufyrirtæki og gagnaver. Það stenst ekki skoðun að framleiða "græna orku" og nota hana síðan til mengandi stóriðju – í landi þar sem túrismi er orðinn einn af helstu máttarstólpum efnahags þjóðarinnar. Erlendir ferðamenn koma jú ekki til að skoða virkjanir, heldur vilja upplifa óspillta náttúru sem þeir finna ekki heima hjá sér. Þar eigum við Íslendingar gullsjóð í hálendinu okkar, en það geymir 42% ósnortinna víðerna Evrópu. Engar hjáleiðir – fylgjum lögum Virkjanasinnar kvarta gjarnan yfir regluverkinu, t.d. þegar kemur að leyfum og mati á umhverfisáhrifum, og vilja "hjáleiðir" frá Rammaáætlun- sem er furðulegt og bitnar auðvitað helst á náttúru sem ekki getur varið sig. Þannig virðast sumir reiðubúnir að rífa upp friðlýsingar á heilögum svæðum eins og í Vatnsfirði - og það til að sækja orku í heimabyggð sem m.a. á að nota til frekari uppbyggingar á mengandi kalkþörungavinnslu. Sem er fáránleg hugmynd, og fengi fyrrum ábúenda stórkostlegs Vatnsfjarðar, Hrafna-Flóka, til að snúa sér við í gröfinni. Spilað á ótta almenning Það er ekki falleg taktík að leika á ótta fólks til að ná markmiðum sínum. Hræðsluáróður einkennir oft að hljóð og mynd fara ekki saman - sem er augljóst í þessu tilviki. Það er enginn orkuskortur á Íslandi, og við enn ótvíræðir heimsmeistarar í raforkuframleiðslu. Við þurfum hins vegar að fara vel með rafmagnið okkar og hætta að fórna náttúruperlum fyrir stóriðju og glópagull. Það yrði þjóðfélaginu öllu til góða og náttúrunni sömuleiðis - sem er sennilega okkar dýrmætasta auðlind. Höfundur er læknir og náttúruverndarsinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tómas Guðbjartsson Umhverfismál Landsvirkjun Orkumál Mest lesið Skattfé nýtt í áróður Tómar Þór Þórðarson Skoðun Er þetta í þínu boði, kæri forsætisráðherra? Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Barnaskattur Kristrúnar Frostadóttur Vilhjálmur Árnason Skoðun Réttmæti virðingar á skólaskyldu? Edda Sigrún Svavarsdóttir Skoðun Að vera treggáfaður: Er píkan greindari en pungurinn? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir Skoðun Ofbeldi í nánum samböndum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Kjölfestan í mannlífinu Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Íslenska sem brú að betra samfélagi Vanessa Monika Isenmann skrifar Skoðun Ofbeldi í nánum samböndum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Skattfé nýtt í áróður Tómar Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Réttmæti virðingar á skólaskyldu? Edda Sigrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Er þetta í þínu boði, kæri forsætisráðherra? Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld sinna ekki málefnum barna af fagmennsku Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Kjölfestan í mannlífinu Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Barnaskattur Kristrúnar Frostadóttur Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Sjá meira
Það er býsna fróðlegt að fylgjast með stigvaxandi bumbuslætti virkjunarsinna, áróðri sem dynur á okkur nánast daglega og er aðallega stýrt af forkólfum stóriðju- og virkjanafyrirtækja við undirleik ráðherra málaflokksins. Sannkölluð dómsdagsspá þar sem orkan er sögð uppseld og rafmagn til heimila í hættu. Heimsmet í raforkuframleiðslu - í gósenlandi gagnslausra gagnavera Þetta stenst ekki skoðun, enda erum við að selja gríðarlegt magn "umframorku" til gagnavera, eða 10% af því sem við framleiðum - erlendra fyrirtækja sem nota orkuna aðallega til að grafa eftir glópagulli (Bitcoin). Mörg ríki hafa bannað slíkan "námuiðnað", enda fáránlega orkufrekur (eða á pari við árlega notkun Írland). Höfum í huga að við Íslendingar framleiðum langmest af rafmagni per haus í heiminum, eða tvöfalt meira en Norðmenn, sem koma næstir. Við erum að selja 85% af þessari orku til mengandi stóriðju, aðallega álvera og kísiliðjuvera. Virkjunarveislunni fer að ljúka Græn orka er orð sem kemur títt fyrir í umræðunni, en spyrja má sig hversu græn orka er í raun sem fæst með því að rústa náttúruperlum. Annað orð sem ber hljómhimnur okkar eru orkuskipti, og við sögð vera að missa af lestinni. Er það svo? Með því að rafvæða allan bílaflota okkar myndi aðeins þurfa 3% af þeirri orku sem við framleiðum í dag, og ekkert í hendi enn með rafvæðingu skipa eða flugvéla. Brýnt er að ákveða í hvað notum orkuna okkar þannig að hún geti með sönnu talist náttúruvæn. Auðlindir eru ekki óþrjótandi - og „virkja meira partýið“ hreinlega að verða búið. Ágætt að átta sig á því og hafa hemil á græðginni - sem er hættulegur húsbóndi. Enda orkufrekur iðnaður engin forsenda þess að hér geti verið gott að búa og lífskjör góð. Forgangsraða þarf orkusölu til heimila Brýnt er að forgangsraða og láta orku til heimila og smáiðnaðar ganga fyrir, líkt og sprækur orkumálastjóri hefur lagt til. Þar með er tryggt að heimilin séu í forgangi en ekki erlend stóriðjufyrirtæki og gagnaver. Það stenst ekki skoðun að framleiða "græna orku" og nota hana síðan til mengandi stóriðju – í landi þar sem túrismi er orðinn einn af helstu máttarstólpum efnahags þjóðarinnar. Erlendir ferðamenn koma jú ekki til að skoða virkjanir, heldur vilja upplifa óspillta náttúru sem þeir finna ekki heima hjá sér. Þar eigum við Íslendingar gullsjóð í hálendinu okkar, en það geymir 42% ósnortinna víðerna Evrópu. Engar hjáleiðir – fylgjum lögum Virkjanasinnar kvarta gjarnan yfir regluverkinu, t.d. þegar kemur að leyfum og mati á umhverfisáhrifum, og vilja "hjáleiðir" frá Rammaáætlun- sem er furðulegt og bitnar auðvitað helst á náttúru sem ekki getur varið sig. Þannig virðast sumir reiðubúnir að rífa upp friðlýsingar á heilögum svæðum eins og í Vatnsfirði - og það til að sækja orku í heimabyggð sem m.a. á að nota til frekari uppbyggingar á mengandi kalkþörungavinnslu. Sem er fáránleg hugmynd, og fengi fyrrum ábúenda stórkostlegs Vatnsfjarðar, Hrafna-Flóka, til að snúa sér við í gröfinni. Spilað á ótta almenning Það er ekki falleg taktík að leika á ótta fólks til að ná markmiðum sínum. Hræðsluáróður einkennir oft að hljóð og mynd fara ekki saman - sem er augljóst í þessu tilviki. Það er enginn orkuskortur á Íslandi, og við enn ótvíræðir heimsmeistarar í raforkuframleiðslu. Við þurfum hins vegar að fara vel með rafmagnið okkar og hætta að fórna náttúruperlum fyrir stóriðju og glópagull. Það yrði þjóðfélaginu öllu til góða og náttúrunni sömuleiðis - sem er sennilega okkar dýrmætasta auðlind. Höfundur er læknir og náttúruverndarsinni.
Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir Skoðun