Farsímabann í skólum. Siðfár eða raunverulegur vandi Óttar Birgisson skrifar 14. ágúst 2023 08:30 Nýlega gaf Menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNESCO) út skýrslu þar sem farið var yfir stöðu snjalltækja í kennslu. Meginniðurstaða skýrslunnar er sú ályktun að snjalltæki eins og farsímar og spjaldtölvur eigi ekki að nota innan veggja skóla nema ef notkun þeirra sé að bæta kennslu með ótvíræðum hætti. Auðvelt er að blöskrast yfir þessari umræðu og telja hana óþarfa úlfaþytur eins og sagan hefur oft sýnt þegar fólk hræðist nýja tækni. Slík viðbrögð eru skiljanleg ef við skoðum söguna. Um 370 fyrir Krist sagði Sókrates að ritmálið myndi fá ungdóminn til að hætta að muna hluti utanbókar. Stóuspekingurinn Seneca hafði svipaðar áhyggjur síðar um að það væri óhollt að eiga of margar bækur því að ungdómurinn myndi stöðugt skipta um bækur í stað þess að lesa eina í einu frá upphafi til enda. Á 16. öld sagði svissneski fjölfræðingurinn Conrad Gessner að prenttæknin myndi leiða til upplýsingaóreiðu og var með svipaðar áhyggjur og Seneca. Á 19. öld voru margir sannfærðir um að síminn myndi gera okkur löt. Á 8. og 9. áratug síðustu aldar voru áhyggjur um að sjónvarp væri að hægja á þroska barna og gera þau árásargjarnari. Allt þetta reyndist síðan vera óþarfa áhyggjur sem færðust á næstu tækniframfarir. Því er eðlilegt að vera tortrygginn þegar fólk heyrir að banna eigi snjallsíma í skólum. En ef málið er skoðað með yfirveguðum og hlutlausum hætti eru sannfærandi rannsóknir sem styðja báðar hliðar. Hins vegar eru nýrri rannsóknir sífellt að sýna neikvæð áhrif skjánotkunar og eru þær rannsóknir að verða fleiri og vandaðari. Hér er skjánotkun notuð sem samheiti yfir ýmsa þætti sem tengjast skjám og mikilvægt er að benda á að ekki er öll skjánotkun slæm. En hvað er slæmt og hefur neikvæð áhrif á börn og ungmenni? Mest sannfærandi niðurstöðurnar eru neikvæð áhrif samfélagsmiðla á geðheilsu ungmenna og er það enn meira áberandi fyrir stúlkur en drengi. Niðurstöður íslenskra rannsókna sem framkvæmdar hafa verið við Háskóla Íslands sýna að tengsl eru á milli samfélagsmiðla og þunglyndis, kvíða, lágs sjálfsmats, slæmrar líkamsímyndar, svefnvanda og almennrar vanlíðanar. Sambærilegar niðurstöður hafa verið sýndar í erlendum rannsóknum. Því eldri sem börn eru því minni líkur eru á neikvæðum áhrifum og hafa vísindamenn m. a. í Bandaríkjunum mælt með að banna samfélagsmiðla fyrir börn og ungmenni undir 18 ára. Nánast allir samfélagsmiðlar í dag miða við 13 ára aldur en rannsóknir sýna að ungmenni í kringum 14 ára aldur eru viðkvæmust fyrir neikvæðum áhrifum og líklegust til að þróa með sér geðvandamál. Gögn hafa þó sýnt að notkun undir klukkustund á dag virðist ekki hafa neikvæð áhrif fyrir þennan aldurshóp. Íslenskar tölur sýna þó að um 80% íslenskra barna á aldrinum 13-17 ára nota samfélagsmiðla og verja þar að meðaltali um 3 klukkustundir á dag. Þá er eftir að bæta við allri annarri skjántokun. Með þessar upplýsingar í farteskinu ættum við ekki að taka áhættu með börnin okkar. Það er ekkert mál að banna tóbak í skólum og það ætti því ekki að vera vandamál að banna snjalltæki í skólum. Snjalltæki sem eru notuð sem hluti af kennslu ætti aðeins að nota í samræmi við rannsóknir úr menntavísindum ásamt því að nota þau skynsamlega og sparlega. Einnig eru foreldrar hvattir til að kynna sér vel hvað fer fram á þessum samfélagsmiðlum og eiga umræðu um það við börnin sín ásamt því að reyna að seinka skráningu barna á samfélagsmiðla eins lengi og unnt er. Önnur ráð eru að láta ekki snjalltækin taka yfir og hafa jafnvægi milli skjátnotkunar og hreyfingar, samskipta í raunheimum og útiveru. Þá er ekki ofsögum sagt að foreldrar ættu að vera góðar fyrirmyndir þegar kemur að snjalltækjum. Tæknin er ekki að fara úr lífi okkar. En það er okkar hlutverk að láta hana ekki taka yfir lífið. Höfundur er sálfræðingur og doktorsnemi á Menntavísindasviði, Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Grunnskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Halldór 27.12.2025 Halldór Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Nýlega gaf Menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNESCO) út skýrslu þar sem farið var yfir stöðu snjalltækja í kennslu. Meginniðurstaða skýrslunnar er sú ályktun að snjalltæki eins og farsímar og spjaldtölvur eigi ekki að nota innan veggja skóla nema ef notkun þeirra sé að bæta kennslu með ótvíræðum hætti. Auðvelt er að blöskrast yfir þessari umræðu og telja hana óþarfa úlfaþytur eins og sagan hefur oft sýnt þegar fólk hræðist nýja tækni. Slík viðbrögð eru skiljanleg ef við skoðum söguna. Um 370 fyrir Krist sagði Sókrates að ritmálið myndi fá ungdóminn til að hætta að muna hluti utanbókar. Stóuspekingurinn Seneca hafði svipaðar áhyggjur síðar um að það væri óhollt að eiga of margar bækur því að ungdómurinn myndi stöðugt skipta um bækur í stað þess að lesa eina í einu frá upphafi til enda. Á 16. öld sagði svissneski fjölfræðingurinn Conrad Gessner að prenttæknin myndi leiða til upplýsingaóreiðu og var með svipaðar áhyggjur og Seneca. Á 19. öld voru margir sannfærðir um að síminn myndi gera okkur löt. Á 8. og 9. áratug síðustu aldar voru áhyggjur um að sjónvarp væri að hægja á þroska barna og gera þau árásargjarnari. Allt þetta reyndist síðan vera óþarfa áhyggjur sem færðust á næstu tækniframfarir. Því er eðlilegt að vera tortrygginn þegar fólk heyrir að banna eigi snjallsíma í skólum. En ef málið er skoðað með yfirveguðum og hlutlausum hætti eru sannfærandi rannsóknir sem styðja báðar hliðar. Hins vegar eru nýrri rannsóknir sífellt að sýna neikvæð áhrif skjánotkunar og eru þær rannsóknir að verða fleiri og vandaðari. Hér er skjánotkun notuð sem samheiti yfir ýmsa þætti sem tengjast skjám og mikilvægt er að benda á að ekki er öll skjánotkun slæm. En hvað er slæmt og hefur neikvæð áhrif á börn og ungmenni? Mest sannfærandi niðurstöðurnar eru neikvæð áhrif samfélagsmiðla á geðheilsu ungmenna og er það enn meira áberandi fyrir stúlkur en drengi. Niðurstöður íslenskra rannsókna sem framkvæmdar hafa verið við Háskóla Íslands sýna að tengsl eru á milli samfélagsmiðla og þunglyndis, kvíða, lágs sjálfsmats, slæmrar líkamsímyndar, svefnvanda og almennrar vanlíðanar. Sambærilegar niðurstöður hafa verið sýndar í erlendum rannsóknum. Því eldri sem börn eru því minni líkur eru á neikvæðum áhrifum og hafa vísindamenn m. a. í Bandaríkjunum mælt með að banna samfélagsmiðla fyrir börn og ungmenni undir 18 ára. Nánast allir samfélagsmiðlar í dag miða við 13 ára aldur en rannsóknir sýna að ungmenni í kringum 14 ára aldur eru viðkvæmust fyrir neikvæðum áhrifum og líklegust til að þróa með sér geðvandamál. Gögn hafa þó sýnt að notkun undir klukkustund á dag virðist ekki hafa neikvæð áhrif fyrir þennan aldurshóp. Íslenskar tölur sýna þó að um 80% íslenskra barna á aldrinum 13-17 ára nota samfélagsmiðla og verja þar að meðaltali um 3 klukkustundir á dag. Þá er eftir að bæta við allri annarri skjántokun. Með þessar upplýsingar í farteskinu ættum við ekki að taka áhættu með börnin okkar. Það er ekkert mál að banna tóbak í skólum og það ætti því ekki að vera vandamál að banna snjalltæki í skólum. Snjalltæki sem eru notuð sem hluti af kennslu ætti aðeins að nota í samræmi við rannsóknir úr menntavísindum ásamt því að nota þau skynsamlega og sparlega. Einnig eru foreldrar hvattir til að kynna sér vel hvað fer fram á þessum samfélagsmiðlum og eiga umræðu um það við börnin sín ásamt því að reyna að seinka skráningu barna á samfélagsmiðla eins lengi og unnt er. Önnur ráð eru að láta ekki snjalltækin taka yfir og hafa jafnvægi milli skjátnotkunar og hreyfingar, samskipta í raunheimum og útiveru. Þá er ekki ofsögum sagt að foreldrar ættu að vera góðar fyrirmyndir þegar kemur að snjalltækjum. Tæknin er ekki að fara úr lífi okkar. En það er okkar hlutverk að láta hana ekki taka yfir lífið. Höfundur er sálfræðingur og doktorsnemi á Menntavísindasviði, Háskóla Íslands.
Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson Skoðun