Orkuskipti og óvinsælar aðgerðir Lenya Rún Taha Karim skrifar 11. ágúst 2023 09:35 „Við munum setja okkur sjálfstætt landsmarkmið um 55% samdrátt á losun á beinni ábyrgð Íslands fyrir 2030 miðað við árið 2005. Lögð verður áhersla á markvissar og metnaðarfullar aðgerðir til að draga úr losun vegna landnotkunar og hraða orkuskiptum á öllum sviðum. Markmiðið er að Ísland nái kolefnishlutleysi og fullum orkuskiptum eigi síðar en árið 2040 og verði þá óháð jarðefnaeldsneyti fyrst ríkja. “ Þessi texti var skrifaður í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar árið 2021, nú árið 2023 erum við að horfa fram á að þessi markmið séu nánast ómöguleg vegna stöðnunar í þessum málaflokki. Áður en lengra er haldið þá er mikilvægt að taka fram að aðgerðir til þess að sporna við loftslagsvánni eru ekki takmarkaðar við orkuskiptin, það þarf mun meira til og er það alveg augljóst. Þessi grein snýst hins vegar bara um orkumál, hreinlega vegna þess að það er orðið erfitt að láta eins og núverandi framboð af orku muni duga til þess að ná markmiðum okkar um full orkuskipti á sama tíma og hún á líka að duga til þess að anna eftirspurnina eftir raforku. Orkuskiptin framundan eru meðal stærstu verkefna í forgangi allra ríkja í Evrópu en hafa setið á hakanum á Íslandi í alltof langan tíma. Orkuskipti snúast ekki einungis um samþykkt rammaáætlunar, heldur einnig um t.d. meiri orkusparnað og betri orkunýtni, nýja og sjálfbæra orkukosti svo sem vindorku og hvernig skuli tryggja raforkuöryggi fyrir almenning og aðra viðkvæma neytendur á sama tíma og við róum í átt að kolefnishlutleysi. Flest öll lönd í kringum okkur eru komin með heildstæða stefnu, skilvirka löggjöf og framtíðarsýn hvað varðar ofangreind atriði. Ísland stendur enn í stað þegar við gætum hreinlega verið leiðandi í aðgerðum og framförum gegn loftslagsvánni með aukinni áherslu á skynsamlegri nýtingu grænnar orku. Óvinsælar aðgerðir Það er nokkuð ljóst að ef eitthvað ríki getur náð þessum metnaðarfullum markmiðum sem koma fram í stjórnarsáttmála þá ætti það að sjálfsögðu að vera Ísland. Hins vegar þurfa kjörnir fulltrúar að rífa sig í gang og grípa til aðgerða sem eru ekki vinsælar meðal allra kjósenda. Það eru þrír flokkar í ríkisstjórn og allir þrír flokkar reyna að höfða til mismunandi markhópa sem leiðir til stöðnunar í ákvarðanatöku stórra og umdeildra málaflokka. Grípa þarf til aðgerða sem munu vera óvinsælar meðal allra þriggja markhópa. Markmiðum Íslands um kolefnishlutleysi og fullum orkuskiptum verða ekki náð með því að einungis reisa fleiri orkumannvirki. Markmiðunum verður heldur ekki náð með því að einungis einblína á orkuskipti hjá eigendum einkabifreiða. Markmiðunum verður svo sannarlega ekki náð með því að einblína bara á eina aðgerð í einu og síðan leyfa skoðanakönnunum um fylgi flokka ráða förinni. Ferlið sjálft í átt að fullum orkuskiptum má líta á sem tannhjól sem er knúið af samspili margra mismunandi og fjölbreyttra aðgerða. Ef það er lögð áhersla á eina aðgerð (t.d. bara samþykkt rammaáætlunar) þá er hætta á að allt ferlið standi eða falli með þessari einni aðgerð. Ef þessi metnaðarfullu markmið eiga að nást, þá er nauðsynlegt að benda á raunhæfa (og stundum óvinsæla) staðreynd um að það er augljóslega þörf á frekari orku hérlendis og munum við ólíklega komast hjá því að reisa fleiri virkjanir. Hins vegar þýðir það ekki að orkan sem er nú þegar framleidd sé vel nýtt - það þarf samspil frekari orkuframleiðslu og betri orkunýtingar til þess að þetta virki. Það er þörf á orkuskiptum í samgöngum en það þýðir þó ekki að ríkið eigi að niðurgreiða rafmagnsbíla og halda að málið sé dautt - það þarf að leggja áherslu á að Borgarlínan og frekari uppbygging sjálfbærra almenningssamgangna klárist sem fyrst. Það þarf að einfalda leyfisveitingaferlið er kemur að orkumannvirkjum en það þýðir ekki að hægt sé að reisa virkjanir hvar sem er og án samþykkis hlutaðeigandi stofnana - tilvalið væri að líta til nýsamþykktra laga Evrópusambandsins þar sem endurnýjanleg orka er viðurkennd sem brýnir almannahagsmunir og afmarkað er svæði með mikla möguleika á endurnýjanlegri orkuframleiðslu á sama tíma og umhverfisáhrifin ráða förinni, þessi svæði eru síðan skilgreind sem „hröðunarsvæði” þar sem leyfisveitingaferlið er styttra og einfaldara en á öðrum svæðum. Að lokum, þá er mikilvægt að tryggja raforkuöryggi viðkvæmra neytenda í ljósi aðgerðarleysis stjórnvalda þegar kemur að forgangsröðun raforku. Það eru tvö ár eftir af kjörtímabilinu og því er enn tími til að bregðast við orkukreppunni sem blasir við ef ekki er gripið til aðgerða. Þetta er bara upptalning á aðgerðum sem eru umdeildar og stjórnvöld eru hikandi, ef ekki treg, við að grípa til. Staðreyndin er hins vegar sú að við stöndum frammi fyrir tímamótum þar sem aðgerðarleysi í umhverfis- og loftslagsmálum mun óhjákvæmilega leiða til loftslagshamfara sem komandi kynslóðir munu ekki geta snúið við og heldur ekki lifað við. Það er orðið vandræðalegt hvað við erum með stór markmið og loforð sem líta vel út á alþjóðavísu og í ársskýrslum erlendra eftirlitsstofnana á sama tíma og við erum gjörsamlega vonlaus í að framkvæma þau. Gerum betur og nýtum sérstöðu okkar í orkumálum til að raunverulega vera fyrst allra ríkja til að ná fullum orkuskiptum. Höfundur er varaþingmaður Pírata Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lenya Rún Taha Karim Orkuskipti Orkumál Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Sjá meira
„Við munum setja okkur sjálfstætt landsmarkmið um 55% samdrátt á losun á beinni ábyrgð Íslands fyrir 2030 miðað við árið 2005. Lögð verður áhersla á markvissar og metnaðarfullar aðgerðir til að draga úr losun vegna landnotkunar og hraða orkuskiptum á öllum sviðum. Markmiðið er að Ísland nái kolefnishlutleysi og fullum orkuskiptum eigi síðar en árið 2040 og verði þá óháð jarðefnaeldsneyti fyrst ríkja. “ Þessi texti var skrifaður í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar árið 2021, nú árið 2023 erum við að horfa fram á að þessi markmið séu nánast ómöguleg vegna stöðnunar í þessum málaflokki. Áður en lengra er haldið þá er mikilvægt að taka fram að aðgerðir til þess að sporna við loftslagsvánni eru ekki takmarkaðar við orkuskiptin, það þarf mun meira til og er það alveg augljóst. Þessi grein snýst hins vegar bara um orkumál, hreinlega vegna þess að það er orðið erfitt að láta eins og núverandi framboð af orku muni duga til þess að ná markmiðum okkar um full orkuskipti á sama tíma og hún á líka að duga til þess að anna eftirspurnina eftir raforku. Orkuskiptin framundan eru meðal stærstu verkefna í forgangi allra ríkja í Evrópu en hafa setið á hakanum á Íslandi í alltof langan tíma. Orkuskipti snúast ekki einungis um samþykkt rammaáætlunar, heldur einnig um t.d. meiri orkusparnað og betri orkunýtni, nýja og sjálfbæra orkukosti svo sem vindorku og hvernig skuli tryggja raforkuöryggi fyrir almenning og aðra viðkvæma neytendur á sama tíma og við róum í átt að kolefnishlutleysi. Flest öll lönd í kringum okkur eru komin með heildstæða stefnu, skilvirka löggjöf og framtíðarsýn hvað varðar ofangreind atriði. Ísland stendur enn í stað þegar við gætum hreinlega verið leiðandi í aðgerðum og framförum gegn loftslagsvánni með aukinni áherslu á skynsamlegri nýtingu grænnar orku. Óvinsælar aðgerðir Það er nokkuð ljóst að ef eitthvað ríki getur náð þessum metnaðarfullum markmiðum sem koma fram í stjórnarsáttmála þá ætti það að sjálfsögðu að vera Ísland. Hins vegar þurfa kjörnir fulltrúar að rífa sig í gang og grípa til aðgerða sem eru ekki vinsælar meðal allra kjósenda. Það eru þrír flokkar í ríkisstjórn og allir þrír flokkar reyna að höfða til mismunandi markhópa sem leiðir til stöðnunar í ákvarðanatöku stórra og umdeildra málaflokka. Grípa þarf til aðgerða sem munu vera óvinsælar meðal allra þriggja markhópa. Markmiðum Íslands um kolefnishlutleysi og fullum orkuskiptum verða ekki náð með því að einungis reisa fleiri orkumannvirki. Markmiðunum verður heldur ekki náð með því að einungis einblína á orkuskipti hjá eigendum einkabifreiða. Markmiðunum verður svo sannarlega ekki náð með því að einblína bara á eina aðgerð í einu og síðan leyfa skoðanakönnunum um fylgi flokka ráða förinni. Ferlið sjálft í átt að fullum orkuskiptum má líta á sem tannhjól sem er knúið af samspili margra mismunandi og fjölbreyttra aðgerða. Ef það er lögð áhersla á eina aðgerð (t.d. bara samþykkt rammaáætlunar) þá er hætta á að allt ferlið standi eða falli með þessari einni aðgerð. Ef þessi metnaðarfullu markmið eiga að nást, þá er nauðsynlegt að benda á raunhæfa (og stundum óvinsæla) staðreynd um að það er augljóslega þörf á frekari orku hérlendis og munum við ólíklega komast hjá því að reisa fleiri virkjanir. Hins vegar þýðir það ekki að orkan sem er nú þegar framleidd sé vel nýtt - það þarf samspil frekari orkuframleiðslu og betri orkunýtingar til þess að þetta virki. Það er þörf á orkuskiptum í samgöngum en það þýðir þó ekki að ríkið eigi að niðurgreiða rafmagnsbíla og halda að málið sé dautt - það þarf að leggja áherslu á að Borgarlínan og frekari uppbygging sjálfbærra almenningssamgangna klárist sem fyrst. Það þarf að einfalda leyfisveitingaferlið er kemur að orkumannvirkjum en það þýðir ekki að hægt sé að reisa virkjanir hvar sem er og án samþykkis hlutaðeigandi stofnana - tilvalið væri að líta til nýsamþykktra laga Evrópusambandsins þar sem endurnýjanleg orka er viðurkennd sem brýnir almannahagsmunir og afmarkað er svæði með mikla möguleika á endurnýjanlegri orkuframleiðslu á sama tíma og umhverfisáhrifin ráða förinni, þessi svæði eru síðan skilgreind sem „hröðunarsvæði” þar sem leyfisveitingaferlið er styttra og einfaldara en á öðrum svæðum. Að lokum, þá er mikilvægt að tryggja raforkuöryggi viðkvæmra neytenda í ljósi aðgerðarleysis stjórnvalda þegar kemur að forgangsröðun raforku. Það eru tvö ár eftir af kjörtímabilinu og því er enn tími til að bregðast við orkukreppunni sem blasir við ef ekki er gripið til aðgerða. Þetta er bara upptalning á aðgerðum sem eru umdeildar og stjórnvöld eru hikandi, ef ekki treg, við að grípa til. Staðreyndin er hins vegar sú að við stöndum frammi fyrir tímamótum þar sem aðgerðarleysi í umhverfis- og loftslagsmálum mun óhjákvæmilega leiða til loftslagshamfara sem komandi kynslóðir munu ekki geta snúið við og heldur ekki lifað við. Það er orðið vandræðalegt hvað við erum með stór markmið og loforð sem líta vel út á alþjóðavísu og í ársskýrslum erlendra eftirlitsstofnana á sama tíma og við erum gjörsamlega vonlaus í að framkvæma þau. Gerum betur og nýtum sérstöðu okkar í orkumálum til að raunverulega vera fyrst allra ríkja til að ná fullum orkuskiptum. Höfundur er varaþingmaður Pírata
Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson Skoðun
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson Skoðun
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun