Orkuskipti og óvinsælar aðgerðir Lenya Rún Taha Karim skrifar 11. ágúst 2023 09:35 „Við munum setja okkur sjálfstætt landsmarkmið um 55% samdrátt á losun á beinni ábyrgð Íslands fyrir 2030 miðað við árið 2005. Lögð verður áhersla á markvissar og metnaðarfullar aðgerðir til að draga úr losun vegna landnotkunar og hraða orkuskiptum á öllum sviðum. Markmiðið er að Ísland nái kolefnishlutleysi og fullum orkuskiptum eigi síðar en árið 2040 og verði þá óháð jarðefnaeldsneyti fyrst ríkja. “ Þessi texti var skrifaður í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar árið 2021, nú árið 2023 erum við að horfa fram á að þessi markmið séu nánast ómöguleg vegna stöðnunar í þessum málaflokki. Áður en lengra er haldið þá er mikilvægt að taka fram að aðgerðir til þess að sporna við loftslagsvánni eru ekki takmarkaðar við orkuskiptin, það þarf mun meira til og er það alveg augljóst. Þessi grein snýst hins vegar bara um orkumál, hreinlega vegna þess að það er orðið erfitt að láta eins og núverandi framboð af orku muni duga til þess að ná markmiðum okkar um full orkuskipti á sama tíma og hún á líka að duga til þess að anna eftirspurnina eftir raforku. Orkuskiptin framundan eru meðal stærstu verkefna í forgangi allra ríkja í Evrópu en hafa setið á hakanum á Íslandi í alltof langan tíma. Orkuskipti snúast ekki einungis um samþykkt rammaáætlunar, heldur einnig um t.d. meiri orkusparnað og betri orkunýtni, nýja og sjálfbæra orkukosti svo sem vindorku og hvernig skuli tryggja raforkuöryggi fyrir almenning og aðra viðkvæma neytendur á sama tíma og við róum í átt að kolefnishlutleysi. Flest öll lönd í kringum okkur eru komin með heildstæða stefnu, skilvirka löggjöf og framtíðarsýn hvað varðar ofangreind atriði. Ísland stendur enn í stað þegar við gætum hreinlega verið leiðandi í aðgerðum og framförum gegn loftslagsvánni með aukinni áherslu á skynsamlegri nýtingu grænnar orku. Óvinsælar aðgerðir Það er nokkuð ljóst að ef eitthvað ríki getur náð þessum metnaðarfullum markmiðum sem koma fram í stjórnarsáttmála þá ætti það að sjálfsögðu að vera Ísland. Hins vegar þurfa kjörnir fulltrúar að rífa sig í gang og grípa til aðgerða sem eru ekki vinsælar meðal allra kjósenda. Það eru þrír flokkar í ríkisstjórn og allir þrír flokkar reyna að höfða til mismunandi markhópa sem leiðir til stöðnunar í ákvarðanatöku stórra og umdeildra málaflokka. Grípa þarf til aðgerða sem munu vera óvinsælar meðal allra þriggja markhópa. Markmiðum Íslands um kolefnishlutleysi og fullum orkuskiptum verða ekki náð með því að einungis reisa fleiri orkumannvirki. Markmiðunum verður heldur ekki náð með því að einungis einblína á orkuskipti hjá eigendum einkabifreiða. Markmiðunum verður svo sannarlega ekki náð með því að einblína bara á eina aðgerð í einu og síðan leyfa skoðanakönnunum um fylgi flokka ráða förinni. Ferlið sjálft í átt að fullum orkuskiptum má líta á sem tannhjól sem er knúið af samspili margra mismunandi og fjölbreyttra aðgerða. Ef það er lögð áhersla á eina aðgerð (t.d. bara samþykkt rammaáætlunar) þá er hætta á að allt ferlið standi eða falli með þessari einni aðgerð. Ef þessi metnaðarfullu markmið eiga að nást, þá er nauðsynlegt að benda á raunhæfa (og stundum óvinsæla) staðreynd um að það er augljóslega þörf á frekari orku hérlendis og munum við ólíklega komast hjá því að reisa fleiri virkjanir. Hins vegar þýðir það ekki að orkan sem er nú þegar framleidd sé vel nýtt - það þarf samspil frekari orkuframleiðslu og betri orkunýtingar til þess að þetta virki. Það er þörf á orkuskiptum í samgöngum en það þýðir þó ekki að ríkið eigi að niðurgreiða rafmagnsbíla og halda að málið sé dautt - það þarf að leggja áherslu á að Borgarlínan og frekari uppbygging sjálfbærra almenningssamgangna klárist sem fyrst. Það þarf að einfalda leyfisveitingaferlið er kemur að orkumannvirkjum en það þýðir ekki að hægt sé að reisa virkjanir hvar sem er og án samþykkis hlutaðeigandi stofnana - tilvalið væri að líta til nýsamþykktra laga Evrópusambandsins þar sem endurnýjanleg orka er viðurkennd sem brýnir almannahagsmunir og afmarkað er svæði með mikla möguleika á endurnýjanlegri orkuframleiðslu á sama tíma og umhverfisáhrifin ráða förinni, þessi svæði eru síðan skilgreind sem „hröðunarsvæði” þar sem leyfisveitingaferlið er styttra og einfaldara en á öðrum svæðum. Að lokum, þá er mikilvægt að tryggja raforkuöryggi viðkvæmra neytenda í ljósi aðgerðarleysis stjórnvalda þegar kemur að forgangsröðun raforku. Það eru tvö ár eftir af kjörtímabilinu og því er enn tími til að bregðast við orkukreppunni sem blasir við ef ekki er gripið til aðgerða. Þetta er bara upptalning á aðgerðum sem eru umdeildar og stjórnvöld eru hikandi, ef ekki treg, við að grípa til. Staðreyndin er hins vegar sú að við stöndum frammi fyrir tímamótum þar sem aðgerðarleysi í umhverfis- og loftslagsmálum mun óhjákvæmilega leiða til loftslagshamfara sem komandi kynslóðir munu ekki geta snúið við og heldur ekki lifað við. Það er orðið vandræðalegt hvað við erum með stór markmið og loforð sem líta vel út á alþjóðavísu og í ársskýrslum erlendra eftirlitsstofnana á sama tíma og við erum gjörsamlega vonlaus í að framkvæma þau. Gerum betur og nýtum sérstöðu okkar í orkumálum til að raunverulega vera fyrst allra ríkja til að ná fullum orkuskiptum. Höfundur er varaþingmaður Pírata Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lenya Rún Taha Karim Orkuskipti Orkumál Mest lesið Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
„Við munum setja okkur sjálfstætt landsmarkmið um 55% samdrátt á losun á beinni ábyrgð Íslands fyrir 2030 miðað við árið 2005. Lögð verður áhersla á markvissar og metnaðarfullar aðgerðir til að draga úr losun vegna landnotkunar og hraða orkuskiptum á öllum sviðum. Markmiðið er að Ísland nái kolefnishlutleysi og fullum orkuskiptum eigi síðar en árið 2040 og verði þá óháð jarðefnaeldsneyti fyrst ríkja. “ Þessi texti var skrifaður í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar árið 2021, nú árið 2023 erum við að horfa fram á að þessi markmið séu nánast ómöguleg vegna stöðnunar í þessum málaflokki. Áður en lengra er haldið þá er mikilvægt að taka fram að aðgerðir til þess að sporna við loftslagsvánni eru ekki takmarkaðar við orkuskiptin, það þarf mun meira til og er það alveg augljóst. Þessi grein snýst hins vegar bara um orkumál, hreinlega vegna þess að það er orðið erfitt að láta eins og núverandi framboð af orku muni duga til þess að ná markmiðum okkar um full orkuskipti á sama tíma og hún á líka að duga til þess að anna eftirspurnina eftir raforku. Orkuskiptin framundan eru meðal stærstu verkefna í forgangi allra ríkja í Evrópu en hafa setið á hakanum á Íslandi í alltof langan tíma. Orkuskipti snúast ekki einungis um samþykkt rammaáætlunar, heldur einnig um t.d. meiri orkusparnað og betri orkunýtni, nýja og sjálfbæra orkukosti svo sem vindorku og hvernig skuli tryggja raforkuöryggi fyrir almenning og aðra viðkvæma neytendur á sama tíma og við róum í átt að kolefnishlutleysi. Flest öll lönd í kringum okkur eru komin með heildstæða stefnu, skilvirka löggjöf og framtíðarsýn hvað varðar ofangreind atriði. Ísland stendur enn í stað þegar við gætum hreinlega verið leiðandi í aðgerðum og framförum gegn loftslagsvánni með aukinni áherslu á skynsamlegri nýtingu grænnar orku. Óvinsælar aðgerðir Það er nokkuð ljóst að ef eitthvað ríki getur náð þessum metnaðarfullum markmiðum sem koma fram í stjórnarsáttmála þá ætti það að sjálfsögðu að vera Ísland. Hins vegar þurfa kjörnir fulltrúar að rífa sig í gang og grípa til aðgerða sem eru ekki vinsælar meðal allra kjósenda. Það eru þrír flokkar í ríkisstjórn og allir þrír flokkar reyna að höfða til mismunandi markhópa sem leiðir til stöðnunar í ákvarðanatöku stórra og umdeildra málaflokka. Grípa þarf til aðgerða sem munu vera óvinsælar meðal allra þriggja markhópa. Markmiðum Íslands um kolefnishlutleysi og fullum orkuskiptum verða ekki náð með því að einungis reisa fleiri orkumannvirki. Markmiðunum verður heldur ekki náð með því að einungis einblína á orkuskipti hjá eigendum einkabifreiða. Markmiðunum verður svo sannarlega ekki náð með því að einblína bara á eina aðgerð í einu og síðan leyfa skoðanakönnunum um fylgi flokka ráða förinni. Ferlið sjálft í átt að fullum orkuskiptum má líta á sem tannhjól sem er knúið af samspili margra mismunandi og fjölbreyttra aðgerða. Ef það er lögð áhersla á eina aðgerð (t.d. bara samþykkt rammaáætlunar) þá er hætta á að allt ferlið standi eða falli með þessari einni aðgerð. Ef þessi metnaðarfullu markmið eiga að nást, þá er nauðsynlegt að benda á raunhæfa (og stundum óvinsæla) staðreynd um að það er augljóslega þörf á frekari orku hérlendis og munum við ólíklega komast hjá því að reisa fleiri virkjanir. Hins vegar þýðir það ekki að orkan sem er nú þegar framleidd sé vel nýtt - það þarf samspil frekari orkuframleiðslu og betri orkunýtingar til þess að þetta virki. Það er þörf á orkuskiptum í samgöngum en það þýðir þó ekki að ríkið eigi að niðurgreiða rafmagnsbíla og halda að málið sé dautt - það þarf að leggja áherslu á að Borgarlínan og frekari uppbygging sjálfbærra almenningssamgangna klárist sem fyrst. Það þarf að einfalda leyfisveitingaferlið er kemur að orkumannvirkjum en það þýðir ekki að hægt sé að reisa virkjanir hvar sem er og án samþykkis hlutaðeigandi stofnana - tilvalið væri að líta til nýsamþykktra laga Evrópusambandsins þar sem endurnýjanleg orka er viðurkennd sem brýnir almannahagsmunir og afmarkað er svæði með mikla möguleika á endurnýjanlegri orkuframleiðslu á sama tíma og umhverfisáhrifin ráða förinni, þessi svæði eru síðan skilgreind sem „hröðunarsvæði” þar sem leyfisveitingaferlið er styttra og einfaldara en á öðrum svæðum. Að lokum, þá er mikilvægt að tryggja raforkuöryggi viðkvæmra neytenda í ljósi aðgerðarleysis stjórnvalda þegar kemur að forgangsröðun raforku. Það eru tvö ár eftir af kjörtímabilinu og því er enn tími til að bregðast við orkukreppunni sem blasir við ef ekki er gripið til aðgerða. Þetta er bara upptalning á aðgerðum sem eru umdeildar og stjórnvöld eru hikandi, ef ekki treg, við að grípa til. Staðreyndin er hins vegar sú að við stöndum frammi fyrir tímamótum þar sem aðgerðarleysi í umhverfis- og loftslagsmálum mun óhjákvæmilega leiða til loftslagshamfara sem komandi kynslóðir munu ekki geta snúið við og heldur ekki lifað við. Það er orðið vandræðalegt hvað við erum með stór markmið og loforð sem líta vel út á alþjóðavísu og í ársskýrslum erlendra eftirlitsstofnana á sama tíma og við erum gjörsamlega vonlaus í að framkvæma þau. Gerum betur og nýtum sérstöðu okkar í orkumálum til að raunverulega vera fyrst allra ríkja til að ná fullum orkuskiptum. Höfundur er varaþingmaður Pírata
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun