Sport

Dagskráin í dag - Bestu deildirnar í eldlínunni

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Blikakonur geta tyllt sér í toppsætið í dag.
Blikakonur geta tyllt sér í toppsætið í dag. P.Cieslikiewicz

Tveir leikir fara fram í efstu deildum íslenska fótboltans í dag, á frídegi verslunarmanna.

Báðir verða þeir sýndir beint á sportstöðvum Stöðvar 2.

Annars vegar er um að ræða stórleik í Bestu deild kvenna þegar Þór/KA heimsækir Breiðablik en liðin sitja um þessar mundir í öðru og fjórða sæti deildarinnar. 

Leikurinn hefst klukkan 16:00 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

Á sama tíma verða KA-menn í heimsókn hjá Val í Bestu deild karla. Valsarar í 2.sæti deildarinnar en KA í því sjöunda.

Verður leikur Vals og KA á Stöð 2 Sport 5.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×