Biskupabrölt Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar 28. júlí 2023 17:00 Það var árið 2000 og við fögnuðum þúsund ára kristnitöku á Íslandi. Haldin var mikil hátíð. Ég fékk að flytja bæn í útimessu á Laugardalsvelli sem fulltrúi Fríkirkjunnar í Reykjavík og mikið var kalt en ég var stolt af því að fá að taka þátt í þessum viðburði. Bænir mínar voru um heilbrigði þjóðar og heilbrigðis starfsmenn. Þá var mér hugsað til fyrrum biskupa kirkjunnar eins og Brynjólfs biskups í Skálholti og Sigurbjörns Einarssonar sem var eins og árlegur gestur heima í stofu í minni bernsku og ekki mátti anda þegar hann talaði til okkar í gegnum viðtækin à aðfangadagskvöld. Síðan eru liðin mörg ár og biskupar hafa gerst brotlegir. Þjóðkirkjan hefur síðan fengið meira frelsi frá ríkisvaldinu og ræður nú yfir fjármálum og starfsmannahaldi sínu. Eða er það svo? Prestar eru ekki lengur embættismenn. Aðhaldsaðgerðir stofnunarinnar hafa verið töluverðar þar sem sóknir eru sameinaðar og eignir seldar. Biskupsstofa hefur flutt starfsemi sína all nokkrum sinnum à undanförnum árum. Upp er komið einkennilegt mál um framlengingu á ráðningu biskups. Hver bendir á annan og gömlum og nýjum lögum er kennt um. Nú er það vandi þjóðkirkjunnar að vilja bæði vera óháð ríkisvaldinu og sjálfstæð stofnun á sama tíma, en kenna samt löggjöf ríkisins um embættisstöðu biskups. Fjölmiðlar reyna að fá svör og til svara eru löglærðir menn og konur og aðrir sem kenna ríkis löggjöf um. Kirkjuþing hefur eitthvert hlutverk en það er líka óljóst. Allir óþarfa forystumenn kirkjunnar þegja þunnu hljóði, biskup og vígslubiskupar. Almenningur skynjar að eitthvað er óhreint í þessu pokahorni. Nú þegar eldar brenna hér à Íslandi og jörðin stikknar um allan heim vegna loftslags vandamála. Stríð geisar í Evrópu þurfum við að treysta Guði og iðka okkar trú sem aldrei fyrr. Mikið er èg glöð að tilheyra Fríkirkjunni í Reykjavík, trúfélagi sem þarf enga biskupa. Höfundur er læknir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þjóðkirkjan Trúmál Mest lesið Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Sjá meira
Það var árið 2000 og við fögnuðum þúsund ára kristnitöku á Íslandi. Haldin var mikil hátíð. Ég fékk að flytja bæn í útimessu á Laugardalsvelli sem fulltrúi Fríkirkjunnar í Reykjavík og mikið var kalt en ég var stolt af því að fá að taka þátt í þessum viðburði. Bænir mínar voru um heilbrigði þjóðar og heilbrigðis starfsmenn. Þá var mér hugsað til fyrrum biskupa kirkjunnar eins og Brynjólfs biskups í Skálholti og Sigurbjörns Einarssonar sem var eins og árlegur gestur heima í stofu í minni bernsku og ekki mátti anda þegar hann talaði til okkar í gegnum viðtækin à aðfangadagskvöld. Síðan eru liðin mörg ár og biskupar hafa gerst brotlegir. Þjóðkirkjan hefur síðan fengið meira frelsi frá ríkisvaldinu og ræður nú yfir fjármálum og starfsmannahaldi sínu. Eða er það svo? Prestar eru ekki lengur embættismenn. Aðhaldsaðgerðir stofnunarinnar hafa verið töluverðar þar sem sóknir eru sameinaðar og eignir seldar. Biskupsstofa hefur flutt starfsemi sína all nokkrum sinnum à undanförnum árum. Upp er komið einkennilegt mál um framlengingu á ráðningu biskups. Hver bendir á annan og gömlum og nýjum lögum er kennt um. Nú er það vandi þjóðkirkjunnar að vilja bæði vera óháð ríkisvaldinu og sjálfstæð stofnun á sama tíma, en kenna samt löggjöf ríkisins um embættisstöðu biskups. Fjölmiðlar reyna að fá svör og til svara eru löglærðir menn og konur og aðrir sem kenna ríkis löggjöf um. Kirkjuþing hefur eitthvert hlutverk en það er líka óljóst. Allir óþarfa forystumenn kirkjunnar þegja þunnu hljóði, biskup og vígslubiskupar. Almenningur skynjar að eitthvað er óhreint í þessu pokahorni. Nú þegar eldar brenna hér à Íslandi og jörðin stikknar um allan heim vegna loftslags vandamála. Stríð geisar í Evrópu þurfum við að treysta Guði og iðka okkar trú sem aldrei fyrr. Mikið er èg glöð að tilheyra Fríkirkjunni í Reykjavík, trúfélagi sem þarf enga biskupa. Höfundur er læknir.
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun