Vill aflýsa keppni helgarinnar ef ekki verði hægt að tryggja öryggi ökumanna Siggeir Ævarsson skrifar 27. júlí 2023 19:08 Árekstrar eru tíðir í formúlu 1, en tvö banaslys hafa orðið á Spa-Francorchamps á síðustu fjórum árum GETTY IMAGES George Russell, ökumaður Mercedes, segir að stjórn FIA verði að setja öryggi ökumanna í forgang og aflýsa keppninni á Spa-Francorchamps í Belgíu ef aðstæður verði ekki öruggar um helgina. Tvö banaslys hafa orðið á brautinni á síðustu fjórum árum. Russell segir málið fyrst og fremst snúast um skyggni á þessari erfiðu braut. Hann segir akstur við þessar aðstæður helst líkjast því að keyra á þjóðvegi í úrhellisrigningu með slökkt á rúðuþurrkunum. Þrátt fyrir tvö banaslys á brautinni segir Russell brautina sjálfa örugga, en þegar skyggnið sé slæmt sé voðinn vís. Fyrr í þessum mánuði lést hinn ungi Dilano van 't Hoff í Formúlu 3 keppni á brautinni, en mikil rigning var þann dag. Árið 2019 lést Anthoine Hubert einnig í slysi á þessari sömu braut, þá í Formúlu 2 keppni. Árið 2021 var Formúlu 1 keppnishelginni í Belgíu á Spa-Francorchamps aflýst eftir aðeins tvo hringi, sem báðir fóru fram með öryggisbílinn á brautinni. Stjórn FIA var gagnrýnd töluvert fyrir þá ákvörðun en Russell, sem einnig er formaður félags ökumanna í Formúlu 1, segir að það hafi verið rétt ákvörðun. Það sé skylda sambandsins að tryggja öryggi ökumanna og kallar hann eftir að stjórnin sýni hugrekki og hiki ekki við að stöðva kappaksturinn nú ef aðstæður verði ófullnægjandi. George Russell er ökumaður Mercedes og formaður samtaka ökumanna í Formúlu 1.Getty Akstursíþróttir Tengdar fréttir Banaslys í keppni á undirmótaröð Formúlu 1 18 ára gamall ökumaður lést í keppni á einni af undirmótaröðum Formúlu 1 í morgun. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem banaslys verður á Spa Francorchamps brautinn í Belgíu. 1. júlí 2023 12:16 Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Metár hjá David Beckham Fótbolti Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Enski boltinn „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Fótbolti Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Russell segir málið fyrst og fremst snúast um skyggni á þessari erfiðu braut. Hann segir akstur við þessar aðstæður helst líkjast því að keyra á þjóðvegi í úrhellisrigningu með slökkt á rúðuþurrkunum. Þrátt fyrir tvö banaslys á brautinni segir Russell brautina sjálfa örugga, en þegar skyggnið sé slæmt sé voðinn vís. Fyrr í þessum mánuði lést hinn ungi Dilano van 't Hoff í Formúlu 3 keppni á brautinni, en mikil rigning var þann dag. Árið 2019 lést Anthoine Hubert einnig í slysi á þessari sömu braut, þá í Formúlu 2 keppni. Árið 2021 var Formúlu 1 keppnishelginni í Belgíu á Spa-Francorchamps aflýst eftir aðeins tvo hringi, sem báðir fóru fram með öryggisbílinn á brautinni. Stjórn FIA var gagnrýnd töluvert fyrir þá ákvörðun en Russell, sem einnig er formaður félags ökumanna í Formúlu 1, segir að það hafi verið rétt ákvörðun. Það sé skylda sambandsins að tryggja öryggi ökumanna og kallar hann eftir að stjórnin sýni hugrekki og hiki ekki við að stöðva kappaksturinn nú ef aðstæður verði ófullnægjandi. George Russell er ökumaður Mercedes og formaður samtaka ökumanna í Formúlu 1.Getty
Akstursíþróttir Tengdar fréttir Banaslys í keppni á undirmótaröð Formúlu 1 18 ára gamall ökumaður lést í keppni á einni af undirmótaröðum Formúlu 1 í morgun. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem banaslys verður á Spa Francorchamps brautinn í Belgíu. 1. júlí 2023 12:16 Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Metár hjá David Beckham Fótbolti Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Enski boltinn „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Fótbolti Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Banaslys í keppni á undirmótaröð Formúlu 1 18 ára gamall ökumaður lést í keppni á einni af undirmótaröðum Formúlu 1 í morgun. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem banaslys verður á Spa Francorchamps brautinn í Belgíu. 1. júlí 2023 12:16