Banaslys í keppni á undirmótaröð Formúlu 1 Smári Jökull Jónsson skrifar 1. júlí 2023 12:16 Mínútuþögn var fyrir Formúlu 2 keppnina í Austurríki sem hófst nú skömmu fyrir hádegi. Vísir/Getty 18 ára gamall ökumaður lést í keppni á einni af undirmótaröðum Formúlu 1 í morgun. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem banaslys verður á Spa Francorchamps brautinn í Belgíu. Mótið fór fram á Spa Francorchamps brautinni í Belgíu í morgun en mótaröðin er á vegum Alpine vélaframleiðandans sem er með lið í Formúlu 1. Aðstæður voru erfiðar og brautin blaut en kappaksturinn var stöðvaður á það sem átti að vera síðasti hringur keppninnar. Hollenski ökumaðurinn Dilano van´t Hoff lenti í árekstri við annan bíl og byrjaði bíllinn í kjölfarið að snúast. Annar bíll kom þá á mikilli ferð og keyrði inn í hliðina á bíl Van´t Hoff en skyggni á brautinni var lélegt. Tveimur og hálfum tíma eftir óhappið greindu forráðamenn mótaraðarinnar (FRECA) frá því í yfirlýsingu að Van´t Hoff hefði látist í slysinu. We are so sad to learn of the passing of Dilano van 't Hoff today at Spa-Francorchamps.Dilano died in pursuit of his dream to reach the pinnacle of motorsport.Along with the entire motorsport community, our thoughts are with his family and loved ones. Stefano Domenicali pic.twitter.com/Kn0gklf9RN— Formula 1 (@F1) July 1, 2023 Van´t Hoff var á sínu öðru tímabili í FRECA en hann náði verðlaunasæti í eitt skipti á sínu fyrsta tímabili í fyrra. Áður en hann hóf að keppa á FRECA mótaröðinni keppti hann í Formúlu 4. Þetta er ekki fyrsta banaslysið sem verður á Spa Francorchamps brautinni en árið 2019 lést Formúlu 2 ökuþórinn Anthoine Hubert í keppni á brautinni eftir að annar bíll ók í hlið bíls hans þar sem hann var stopp á brautinni. Akstursíþróttir Mest lesið Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Fótbolti Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Fótbolti Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Fótbolti Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Fótbolti „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Fótbolti Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Fótbolti Ingibjörg: Þetta er ömurlegt Fótbolti „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Fótbolti Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Fótbolti Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira
Mótið fór fram á Spa Francorchamps brautinni í Belgíu í morgun en mótaröðin er á vegum Alpine vélaframleiðandans sem er með lið í Formúlu 1. Aðstæður voru erfiðar og brautin blaut en kappaksturinn var stöðvaður á það sem átti að vera síðasti hringur keppninnar. Hollenski ökumaðurinn Dilano van´t Hoff lenti í árekstri við annan bíl og byrjaði bíllinn í kjölfarið að snúast. Annar bíll kom þá á mikilli ferð og keyrði inn í hliðina á bíl Van´t Hoff en skyggni á brautinni var lélegt. Tveimur og hálfum tíma eftir óhappið greindu forráðamenn mótaraðarinnar (FRECA) frá því í yfirlýsingu að Van´t Hoff hefði látist í slysinu. We are so sad to learn of the passing of Dilano van 't Hoff today at Spa-Francorchamps.Dilano died in pursuit of his dream to reach the pinnacle of motorsport.Along with the entire motorsport community, our thoughts are with his family and loved ones. Stefano Domenicali pic.twitter.com/Kn0gklf9RN— Formula 1 (@F1) July 1, 2023 Van´t Hoff var á sínu öðru tímabili í FRECA en hann náði verðlaunasæti í eitt skipti á sínu fyrsta tímabili í fyrra. Áður en hann hóf að keppa á FRECA mótaröðinni keppti hann í Formúlu 4. Þetta er ekki fyrsta banaslysið sem verður á Spa Francorchamps brautinni en árið 2019 lést Formúlu 2 ökuþórinn Anthoine Hubert í keppni á brautinni eftir að annar bíll ók í hlið bíls hans þar sem hann var stopp á brautinni.
Akstursíþróttir Mest lesið Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Fótbolti Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Fótbolti Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Fótbolti Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Fótbolti „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Fótbolti Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Fótbolti Ingibjörg: Þetta er ömurlegt Fótbolti „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Fótbolti Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Fótbolti Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira