Verð húsnæðis lækkaði á höfuðborgarsvæðinu Eiður Þór Árnason og Máni Snær Þorláksson skrifa 18. júlí 2023 16:31 Þetta er í fyrsta sinn sem vísitalan lækkar í hálft ár. vísir/vilhelm Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu lækkaði um 1,1 prósent milli maí og júní. Vísitalan hækkaði um 0,7 prósent í mánuðinum á undan og hafði þá farið upp fjóra mánuði í röð. Tölfræðingur hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) segir að heilt yfir sé íbúðaverð tiltölulega stöðugt. Síðastliðna sex mánuði hefur vísitalan hækkað um 1,6 prósent og 2,7 prósent síðastliðið ár. Dregið hefur úr umsvifum á fasteignamarkaði samhliða vaxtahækkunum. Vísitalan er reiknuð af Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) og sýnir breytingar á vegnu meðaltali íbúðaverðs. Byggir útreikningurinn á kaupsamningum síðustu þriggja mánaða. Í nóvember, desember og janúar síðastliðnum, mældist lengsta samfellda lækkun íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu síðan undir lok árs 2009 en í maí hafði sú lækkun gengið til baka og gott betur. Þróun vísitölu íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu frá árinu 1994. Fjölbýli lækkaði meira Sérbýlishluti vísitölunnar er 1003,3 í júní 2023 (miðað við verð í janúar 1994) og lækkaði um 0,9 prósent milli maí og júní. Þá er fjölbýlishluti vísitölunnar 958,1 í júní 2023 (miðað við verð í janúar 1994) og lækkaði milli mánaða um 1,1 prósent. Þetta kemur fram á vef HMS en birtingu vísitölunnar er ætlað að varpa ljósi á þróun fasteignaverðs. Stofnunin skiptir íbúðarhúsnæði í flokka eftir stærð og hvort það telst fjölbýli eða sérbýli. Reiknað er meðalfermetraverð fyrir níu flokka íbúðarhúsnæðis eftir að útgildi hafa verið hreinsuð út. Niðurstaðan er vegin með hlutdeild viðkomandi flokks í heildarverðmæti á markaði miðað við undangengna 24 mánuði. Verð tiltölulega stöðugt Þorsteinn Arnalds, tölfræðingur hjá HMS, segir í samtali við fréttastofu að varast beri að taka of mikið mark á einstaka gildum. Vísitalan hafi hækkað og lækkað síðustu mánuði en heilt yfir sé það merki um tiltölulega stöðugt verð. „Það eru oft miklar sveiflur í þessu og maður tekur ekkert kannski mikið mark á einstökum gildum sem slíkum, horfir frekar á þróunina til lengri tíma. Skilaboðin þar eru fyrst og fremst þau að nafnverðið hefur verið nokkurn veginn óbreytt undanfarið en þar með hefur, af því það er verðbólga, raunverðið heldur gefið eftir.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Fasteignamarkaður Húsnæðismál Reykjavík Kópavogur Garðabær Hafnarfjörður Mosfellsbær Seltjarnarnes Tengdar fréttir „Íbúðamarkaður ekki kólnað eins og ætla hefði mátt“ Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 0,7% milli apríl og maí og hefur vísitalan nú hækkað fjóra mánuði í röð. 21. júní 2023 09:52 Snarhækkun íbúðaverðs kom hagfræðingum á óvart Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu snarhækkaði óvænt í mars, samkvæmt nýbirtum tölum Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Vísitala íbúðaverðs hafði farið lækkandi mánuðina á undan, fyrir utan örlitla hækkun í febrúar. Hagfræðingur hjá Íslandsbanka segir sérbýli eiga stóran þátt í hækkuninni. 19. apríl 2023 20:12 Mest lesið Fermingarmyndin ekki til útflutnings Atvinnulíf Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Viðskipti innlent Landsbankinn lækkar vexti Viðskipti innlent Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Viðskipti innlent Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Sjá meira
Síðastliðna sex mánuði hefur vísitalan hækkað um 1,6 prósent og 2,7 prósent síðastliðið ár. Dregið hefur úr umsvifum á fasteignamarkaði samhliða vaxtahækkunum. Vísitalan er reiknuð af Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) og sýnir breytingar á vegnu meðaltali íbúðaverðs. Byggir útreikningurinn á kaupsamningum síðustu þriggja mánaða. Í nóvember, desember og janúar síðastliðnum, mældist lengsta samfellda lækkun íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu síðan undir lok árs 2009 en í maí hafði sú lækkun gengið til baka og gott betur. Þróun vísitölu íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu frá árinu 1994. Fjölbýli lækkaði meira Sérbýlishluti vísitölunnar er 1003,3 í júní 2023 (miðað við verð í janúar 1994) og lækkaði um 0,9 prósent milli maí og júní. Þá er fjölbýlishluti vísitölunnar 958,1 í júní 2023 (miðað við verð í janúar 1994) og lækkaði milli mánaða um 1,1 prósent. Þetta kemur fram á vef HMS en birtingu vísitölunnar er ætlað að varpa ljósi á þróun fasteignaverðs. Stofnunin skiptir íbúðarhúsnæði í flokka eftir stærð og hvort það telst fjölbýli eða sérbýli. Reiknað er meðalfermetraverð fyrir níu flokka íbúðarhúsnæðis eftir að útgildi hafa verið hreinsuð út. Niðurstaðan er vegin með hlutdeild viðkomandi flokks í heildarverðmæti á markaði miðað við undangengna 24 mánuði. Verð tiltölulega stöðugt Þorsteinn Arnalds, tölfræðingur hjá HMS, segir í samtali við fréttastofu að varast beri að taka of mikið mark á einstaka gildum. Vísitalan hafi hækkað og lækkað síðustu mánuði en heilt yfir sé það merki um tiltölulega stöðugt verð. „Það eru oft miklar sveiflur í þessu og maður tekur ekkert kannski mikið mark á einstökum gildum sem slíkum, horfir frekar á þróunina til lengri tíma. Skilaboðin þar eru fyrst og fremst þau að nafnverðið hefur verið nokkurn veginn óbreytt undanfarið en þar með hefur, af því það er verðbólga, raunverðið heldur gefið eftir.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Fasteignamarkaður Húsnæðismál Reykjavík Kópavogur Garðabær Hafnarfjörður Mosfellsbær Seltjarnarnes Tengdar fréttir „Íbúðamarkaður ekki kólnað eins og ætla hefði mátt“ Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 0,7% milli apríl og maí og hefur vísitalan nú hækkað fjóra mánuði í röð. 21. júní 2023 09:52 Snarhækkun íbúðaverðs kom hagfræðingum á óvart Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu snarhækkaði óvænt í mars, samkvæmt nýbirtum tölum Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Vísitala íbúðaverðs hafði farið lækkandi mánuðina á undan, fyrir utan örlitla hækkun í febrúar. Hagfræðingur hjá Íslandsbanka segir sérbýli eiga stóran þátt í hækkuninni. 19. apríl 2023 20:12 Mest lesið Fermingarmyndin ekki til útflutnings Atvinnulíf Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Viðskipti innlent Landsbankinn lækkar vexti Viðskipti innlent Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Viðskipti innlent Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Sjá meira
„Íbúðamarkaður ekki kólnað eins og ætla hefði mátt“ Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 0,7% milli apríl og maí og hefur vísitalan nú hækkað fjóra mánuði í röð. 21. júní 2023 09:52
Snarhækkun íbúðaverðs kom hagfræðingum á óvart Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu snarhækkaði óvænt í mars, samkvæmt nýbirtum tölum Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Vísitala íbúðaverðs hafði farið lækkandi mánuðina á undan, fyrir utan örlitla hækkun í febrúar. Hagfræðingur hjá Íslandsbanka segir sérbýli eiga stóran þátt í hækkuninni. 19. apríl 2023 20:12