Sport

Dagskráin í dag: Eyjamenn fá tækifæri til að lyfta sér í efri hlutann

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Hermann Hreiðarsson og lærisveinar hans þurfa sigur.
Hermann Hreiðarsson og lærisveinar hans þurfa sigur. Vísir/Hulda Margrét

Sportrásir Stöðvar 2 bjóða upp á sex beinar útsendingar á þessum fína sunnudegi þar sem hæst ber að nefna leik ÍBV og Keflavíkur í Bestu-deild karla í knattspyrnu.

Við hefjum þó leik úti á golfvelli þar sem lokadagur Aramco Team Series - London á LET-mótaröðinni hefst klukkan 12:00 á Stöð 2 Sport 4. DANA Open á LPGA-mótaröðinni tekur svo við keflinu á sömu rás klukkan 18:00.

Þá fer fjórði dagur BLAST Premier-mótaraðarinnar í CS:GO einnig fram í dag og efst upphitun klukkan 12:30 áður en fyrri leikur dagsins hefst hálftíma síðar. Síðari leikurinn hefst svo klukkan 16:30 og verður þetta allt sýnt í beinni útsendingu á Stöð 2 eSport.

Að lokum er einn leikur á dagskrá í Bestu-deild karla í knattspyrnu þar sen ÍBV tekur á móti botnliði Keflavíkur. Eyjamenn sitja í áttunda sæti deildarinnar og geta með sigri stokkið upp í það fimmta, en Keflvíkingar geta spyrnt sér frá botninum með sigri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×