Lofaði að hjálpa dómara ef hann hagræddi úrslitum leiks Smári Jökull Jónsson skrifar 14. júlí 2023 08:01 Fyrrum formaður dómaranefndar EHF, Dragan Nachevski, er í vandræðum þessa dagana vegna ásakana um spillingu. Vísir/Getty Fyrrum dómari í handbolta segir að þáverandi formaður dómaranefndar EHF hafi beðið sig að hagræða úrslitum í leik sem hann dæmdi. Þetta kemur fram í heimildamynd dönsku sjónvarpsstöðvarinnar TV2. Spilling í handknattleiksheiminum hefur verið mikið í umræðunni síðustu daga, vikur og mánuði. Danska sjónvarpsstöðin TV2 sýndi heimildamynd í tveimur hlutum á dögunum þar sem meðal annars tálbeita var notuð til að blekkja fyrrum formann dómaranefndar EHF, Dragan Nachevski. Þá var einnig fjallað um hagræðingu úrslita í stórum leikjum, meðal annars í Íslendingaslag GOG og Kadetten Schaffhausen árið 2020. Viktor Gísli Hallgrímsson lék með GOG á þessum tíma og Aðalsteinn Eyjólfsson var þjálfari Kadetten Schaffhausen. Í þættinum í fyrrakvöld var fjallað enn frekar um hagræðingu úrslita. Þar var meðal annars rætt við fyrrverandi toppdómara í handbolta sem segir að Dragan Nachevski hafi haft samband við sig og beðið sig um að hafa áhrif á úrslit leiks sem hann átti að dæma. „Fyrir mikilvægan leik hafði Dragan Nachevski samband við mig. Ef rétt lið myndi vinna þá hefði það góð áhrif á minn feril. Það myndi setja mig í stöðu að ég fengi betri möguleika að komast lengra í starfinu,“ sagði dómarinn sem kom ekki fram undir nafni. Dómarinn sagði nei við tilboðinu en fór ekki með upplýsingarnar áfram til EHF. „Mín reynsla frá þessum árum er að svona tilkynningar eru ekki teknar alvarlega. Þær enda bara neðst í einhverri skúffu.“ Sonur formanns dómaranefndarinnar, Giorgji Nachevski, er einn af þeim dómurum sem dæmt hefur í leikjum þar sem grunur leikur á að úrslitum hafi verið hagrætt. Hann mun þar að auki veria tengdur samtökum á Balkanskaganum sem þekktur er í þeim bransa. Dragan Nachevski hefur sjálfur neitað öllum ásökunum. Handbolti Mest lesið Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn Fékk sleggju í höfuðið og var ljónheppinn að lifa af Sport Lést á leiðinni á æfingu Sport Geta unnið glænýjan bíl í Öskjuhlíðinni Sport Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Fótbolti Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Íslenski boltinn Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Íslenski boltinn Fleiri fréttir Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Sjá meira
Spilling í handknattleiksheiminum hefur verið mikið í umræðunni síðustu daga, vikur og mánuði. Danska sjónvarpsstöðin TV2 sýndi heimildamynd í tveimur hlutum á dögunum þar sem meðal annars tálbeita var notuð til að blekkja fyrrum formann dómaranefndar EHF, Dragan Nachevski. Þá var einnig fjallað um hagræðingu úrslita í stórum leikjum, meðal annars í Íslendingaslag GOG og Kadetten Schaffhausen árið 2020. Viktor Gísli Hallgrímsson lék með GOG á þessum tíma og Aðalsteinn Eyjólfsson var þjálfari Kadetten Schaffhausen. Í þættinum í fyrrakvöld var fjallað enn frekar um hagræðingu úrslita. Þar var meðal annars rætt við fyrrverandi toppdómara í handbolta sem segir að Dragan Nachevski hafi haft samband við sig og beðið sig um að hafa áhrif á úrslit leiks sem hann átti að dæma. „Fyrir mikilvægan leik hafði Dragan Nachevski samband við mig. Ef rétt lið myndi vinna þá hefði það góð áhrif á minn feril. Það myndi setja mig í stöðu að ég fengi betri möguleika að komast lengra í starfinu,“ sagði dómarinn sem kom ekki fram undir nafni. Dómarinn sagði nei við tilboðinu en fór ekki með upplýsingarnar áfram til EHF. „Mín reynsla frá þessum árum er að svona tilkynningar eru ekki teknar alvarlega. Þær enda bara neðst í einhverri skúffu.“ Sonur formanns dómaranefndarinnar, Giorgji Nachevski, er einn af þeim dómurum sem dæmt hefur í leikjum þar sem grunur leikur á að úrslitum hafi verið hagrætt. Hann mun þar að auki veria tengdur samtökum á Balkanskaganum sem þekktur er í þeim bransa. Dragan Nachevski hefur sjálfur neitað öllum ásökunum.
Handbolti Mest lesið Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn Fékk sleggju í höfuðið og var ljónheppinn að lifa af Sport Lést á leiðinni á æfingu Sport Geta unnið glænýjan bíl í Öskjuhlíðinni Sport Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Fótbolti Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Íslenski boltinn Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Íslenski boltinn Fleiri fréttir Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita