Lofaði að hjálpa dómara ef hann hagræddi úrslitum leiks Smári Jökull Jónsson skrifar 14. júlí 2023 08:01 Fyrrum formaður dómaranefndar EHF, Dragan Nachevski, er í vandræðum þessa dagana vegna ásakana um spillingu. Vísir/Getty Fyrrum dómari í handbolta segir að þáverandi formaður dómaranefndar EHF hafi beðið sig að hagræða úrslitum í leik sem hann dæmdi. Þetta kemur fram í heimildamynd dönsku sjónvarpsstöðvarinnar TV2. Spilling í handknattleiksheiminum hefur verið mikið í umræðunni síðustu daga, vikur og mánuði. Danska sjónvarpsstöðin TV2 sýndi heimildamynd í tveimur hlutum á dögunum þar sem meðal annars tálbeita var notuð til að blekkja fyrrum formann dómaranefndar EHF, Dragan Nachevski. Þá var einnig fjallað um hagræðingu úrslita í stórum leikjum, meðal annars í Íslendingaslag GOG og Kadetten Schaffhausen árið 2020. Viktor Gísli Hallgrímsson lék með GOG á þessum tíma og Aðalsteinn Eyjólfsson var þjálfari Kadetten Schaffhausen. Í þættinum í fyrrakvöld var fjallað enn frekar um hagræðingu úrslita. Þar var meðal annars rætt við fyrrverandi toppdómara í handbolta sem segir að Dragan Nachevski hafi haft samband við sig og beðið sig um að hafa áhrif á úrslit leiks sem hann átti að dæma. „Fyrir mikilvægan leik hafði Dragan Nachevski samband við mig. Ef rétt lið myndi vinna þá hefði það góð áhrif á minn feril. Það myndi setja mig í stöðu að ég fengi betri möguleika að komast lengra í starfinu,“ sagði dómarinn sem kom ekki fram undir nafni. Dómarinn sagði nei við tilboðinu en fór ekki með upplýsingarnar áfram til EHF. „Mín reynsla frá þessum árum er að svona tilkynningar eru ekki teknar alvarlega. Þær enda bara neðst í einhverri skúffu.“ Sonur formanns dómaranefndarinnar, Giorgji Nachevski, er einn af þeim dómurum sem dæmt hefur í leikjum þar sem grunur leikur á að úrslitum hafi verið hagrætt. Hann mun þar að auki veria tengdur samtökum á Balkanskaganum sem þekktur er í þeim bransa. Dragan Nachevski hefur sjálfur neitað öllum ásökunum. Handbolti Mest lesið Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Fleiri fréttir Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Sjá meira
Spilling í handknattleiksheiminum hefur verið mikið í umræðunni síðustu daga, vikur og mánuði. Danska sjónvarpsstöðin TV2 sýndi heimildamynd í tveimur hlutum á dögunum þar sem meðal annars tálbeita var notuð til að blekkja fyrrum formann dómaranefndar EHF, Dragan Nachevski. Þá var einnig fjallað um hagræðingu úrslita í stórum leikjum, meðal annars í Íslendingaslag GOG og Kadetten Schaffhausen árið 2020. Viktor Gísli Hallgrímsson lék með GOG á þessum tíma og Aðalsteinn Eyjólfsson var þjálfari Kadetten Schaffhausen. Í þættinum í fyrrakvöld var fjallað enn frekar um hagræðingu úrslita. Þar var meðal annars rætt við fyrrverandi toppdómara í handbolta sem segir að Dragan Nachevski hafi haft samband við sig og beðið sig um að hafa áhrif á úrslit leiks sem hann átti að dæma. „Fyrir mikilvægan leik hafði Dragan Nachevski samband við mig. Ef rétt lið myndi vinna þá hefði það góð áhrif á minn feril. Það myndi setja mig í stöðu að ég fengi betri möguleika að komast lengra í starfinu,“ sagði dómarinn sem kom ekki fram undir nafni. Dómarinn sagði nei við tilboðinu en fór ekki með upplýsingarnar áfram til EHF. „Mín reynsla frá þessum árum er að svona tilkynningar eru ekki teknar alvarlega. Þær enda bara neðst í einhverri skúffu.“ Sonur formanns dómaranefndarinnar, Giorgji Nachevski, er einn af þeim dómurum sem dæmt hefur í leikjum þar sem grunur leikur á að úrslitum hafi verið hagrætt. Hann mun þar að auki veria tengdur samtökum á Balkanskaganum sem þekktur er í þeim bransa. Dragan Nachevski hefur sjálfur neitað öllum ásökunum.
Handbolti Mest lesið Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Fleiri fréttir Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni