Öngstræti matvælaráðherra Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar 11. júlí 2023 14:31 „Allar mínar ráðstafanir eru í samræmi við ráðgjöf ráðuneytisins,“ sagði matvælaráðherra í kvöldfréttum Stöðvar tvö fyrir helgi. Það má vel staldra við þá yfirlýsingu ráðherrans í ljósi þess að fyrir liggur hvaða ráðleggingar hún fékk frá ráðuneyti sínu, hvað hún svo gerði og hverjar afleiðingarnar eru af þeirri ákvörðun. Þessi fullyrðing stenst einfaldlega ekki skoðun. Kjarni málsins er þessi. 1. Sérfræðingar matvælaráðuneytisins sendu matvælaráðherra nokkur minnisblöð og erindi í aðdraganda ákvörðunar hennar að stöðva veiðar á langreyðum við Ísland. Í þeim var ráðherrann hvattur til að gæta meðalhófs, tryggja andmælarétt þess sem yrði fyrir íþyngjandi ákvörðun, gæta að samspili ákvörðunarinnar við stjórnarskrárvarin réttindi, gæta að málefnalegum sjónarmiðum og að ákvörðunin yrði reist á fullnægjandi upplýsingum. Þá var ráðherrann einnig vöruð við mögulegri bótaskyldu sem gæti hlotist af þeirri ákvörðun hennar að banna veiðarnar tímabundið og henni ráðlagt að leita utanaðkomandi lögfræðilegrar ráðgjafar. Orðrétt má lesa ráðleggingar sérfræðinganna hér. Matvælaráðherrann gerði ekkert af þessu. Hún tók ákvörðun um að stöðva veiðar á langreyðum, degi fyrir vertíð, án þess að gæta meðalhófs, án þess að fara að stjórnsýslulögum, án þess að veita viðunandi fyrirvara, án þess að gæta að vægari úrræðum fyrst og án þess að horfa til stjórnarskrárvarinna réttinda þeirra sem höfðu réttmætar væntingar til þess að geta hafið störf daginn eftir. 2. Ráðherra er tíðrætt um álit fagráðs um velferð dýra sem grundvöll ákvörðunar sinnar og það eitt og sér hafi vegið svo þungt að það skáki öllum ráðleggingum allra sérfræðinga, skáki stjórnarskránni og öðrum lögum í landinu. En raunveruleikinn er annar - álit fagráðs taldi eina blaðsíðu, innihélt enga lagalega greiningu á grundvelli ákvörðunarinnar, ekkert hagsmunamat við stjórnarskrárvarin réttindi og eini lögfræðingurinn í ráðinu galt varhug við niðurstöðunni í sér bókun. Aukinheldur liggur fyrir að fagráðið fór ekki að stjórnsýslulögum við málsmeðferð sína. Þá verður ekki hjá því litið að fagráðið er ráðgefandi við Matvælastofnun og hefur ekkert slíkt gildi að lögum að á því sé byggjandi með þeim hætti sem ráðherra hefur haldið fram. 3. Matvælaráðherra telur, m.a. á grundvelli títtnefnds álits fagráðs, að veiðar á langreyðum samrýmist ekki markmiðum laga um dýravelferð. Á sama tíma hefur MAST komist að þeirri niðurstöðu „að við veiðarnar hafi verið beitt bestu þekktu aðferðum miðað við þær aðstæður sem þessar veiðar eru stundaðar við og því hafi ákvæði um veiðar í lögum um velferð dýra ekki verið brotin“. Eðli máls samkvæmt, getur lagatextinn ekki tekið breytingum, eftir því hvernig pólitískir og aðrir vindar blása hverju sinni um hver séu æskileg markmið dýralöggjafar. Ef ráðherra vill ná fram pólitískum markmiðum sínum þá verður hann einfaldlega að hlutast til um að lögunum verði breytt. Það verður hins vegar ekki gert nema með aðkomu löggjafans, þ.e. Alþingis, sem er hinn rétti og eðlilegi farvegur málsins. 4. Það hefur aðeins eitt utanaðkomandi lögfræðilegt álit verið unnið um lögmæti ákvörðunar matvælaráðherrans, af hálfu LEX lögmannsstofu að beiðni SFS. Þar er komist með rökstuddum hætti að því að sú ákvörðun matvælaráðherra að banna tímabundið veiðar á langreyðum hafi farið í bága við lög og ekki verið reist á nægjanlega traustum lagagrundvelli. Hér má lesa álitið í heild. Það á ekki að vera valkvætt fyrir ráðherra að fylgja stjórnarskrá, lögum eða ráðleggingum sérfræðinga. Einstaklingar og fyrirtæki eiga að geta treyst því að ráðamenn láti ekki pólitíska skammtímahagsmuni sína ráða för þegar kemur að stórum ákvörðunum og verulegum hagsmunum. Mál þetta snýst ekki um það hvort fólk sé fylgjandi eða á móti hvalveiðum. Það er prófsteinn á þau grunngildi sem aldrei má hvika frá í lýðræðissamfélagi. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjávarútvegur Mest lesið Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Sjá meira
„Allar mínar ráðstafanir eru í samræmi við ráðgjöf ráðuneytisins,“ sagði matvælaráðherra í kvöldfréttum Stöðvar tvö fyrir helgi. Það má vel staldra við þá yfirlýsingu ráðherrans í ljósi þess að fyrir liggur hvaða ráðleggingar hún fékk frá ráðuneyti sínu, hvað hún svo gerði og hverjar afleiðingarnar eru af þeirri ákvörðun. Þessi fullyrðing stenst einfaldlega ekki skoðun. Kjarni málsins er þessi. 1. Sérfræðingar matvælaráðuneytisins sendu matvælaráðherra nokkur minnisblöð og erindi í aðdraganda ákvörðunar hennar að stöðva veiðar á langreyðum við Ísland. Í þeim var ráðherrann hvattur til að gæta meðalhófs, tryggja andmælarétt þess sem yrði fyrir íþyngjandi ákvörðun, gæta að samspili ákvörðunarinnar við stjórnarskrárvarin réttindi, gæta að málefnalegum sjónarmiðum og að ákvörðunin yrði reist á fullnægjandi upplýsingum. Þá var ráðherrann einnig vöruð við mögulegri bótaskyldu sem gæti hlotist af þeirri ákvörðun hennar að banna veiðarnar tímabundið og henni ráðlagt að leita utanaðkomandi lögfræðilegrar ráðgjafar. Orðrétt má lesa ráðleggingar sérfræðinganna hér. Matvælaráðherrann gerði ekkert af þessu. Hún tók ákvörðun um að stöðva veiðar á langreyðum, degi fyrir vertíð, án þess að gæta meðalhófs, án þess að fara að stjórnsýslulögum, án þess að veita viðunandi fyrirvara, án þess að gæta að vægari úrræðum fyrst og án þess að horfa til stjórnarskrárvarinna réttinda þeirra sem höfðu réttmætar væntingar til þess að geta hafið störf daginn eftir. 2. Ráðherra er tíðrætt um álit fagráðs um velferð dýra sem grundvöll ákvörðunar sinnar og það eitt og sér hafi vegið svo þungt að það skáki öllum ráðleggingum allra sérfræðinga, skáki stjórnarskránni og öðrum lögum í landinu. En raunveruleikinn er annar - álit fagráðs taldi eina blaðsíðu, innihélt enga lagalega greiningu á grundvelli ákvörðunarinnar, ekkert hagsmunamat við stjórnarskrárvarin réttindi og eini lögfræðingurinn í ráðinu galt varhug við niðurstöðunni í sér bókun. Aukinheldur liggur fyrir að fagráðið fór ekki að stjórnsýslulögum við málsmeðferð sína. Þá verður ekki hjá því litið að fagráðið er ráðgefandi við Matvælastofnun og hefur ekkert slíkt gildi að lögum að á því sé byggjandi með þeim hætti sem ráðherra hefur haldið fram. 3. Matvælaráðherra telur, m.a. á grundvelli títtnefnds álits fagráðs, að veiðar á langreyðum samrýmist ekki markmiðum laga um dýravelferð. Á sama tíma hefur MAST komist að þeirri niðurstöðu „að við veiðarnar hafi verið beitt bestu þekktu aðferðum miðað við þær aðstæður sem þessar veiðar eru stundaðar við og því hafi ákvæði um veiðar í lögum um velferð dýra ekki verið brotin“. Eðli máls samkvæmt, getur lagatextinn ekki tekið breytingum, eftir því hvernig pólitískir og aðrir vindar blása hverju sinni um hver séu æskileg markmið dýralöggjafar. Ef ráðherra vill ná fram pólitískum markmiðum sínum þá verður hann einfaldlega að hlutast til um að lögunum verði breytt. Það verður hins vegar ekki gert nema með aðkomu löggjafans, þ.e. Alþingis, sem er hinn rétti og eðlilegi farvegur málsins. 4. Það hefur aðeins eitt utanaðkomandi lögfræðilegt álit verið unnið um lögmæti ákvörðunar matvælaráðherrans, af hálfu LEX lögmannsstofu að beiðni SFS. Þar er komist með rökstuddum hætti að því að sú ákvörðun matvælaráðherra að banna tímabundið veiðar á langreyðum hafi farið í bága við lög og ekki verið reist á nægjanlega traustum lagagrundvelli. Hér má lesa álitið í heild. Það á ekki að vera valkvætt fyrir ráðherra að fylgja stjórnarskrá, lögum eða ráðleggingum sérfræðinga. Einstaklingar og fyrirtæki eiga að geta treyst því að ráðamenn láti ekki pólitíska skammtímahagsmuni sína ráða för þegar kemur að stórum ákvörðunum og verulegum hagsmunum. Mál þetta snýst ekki um það hvort fólk sé fylgjandi eða á móti hvalveiðum. Það er prófsteinn á þau grunngildi sem aldrei má hvika frá í lýðræðissamfélagi. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi.
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun