Innviðir eru ekki að springa vegna flóttafólks Marín Þórsdóttir skrifar 3. júlí 2023 10:01 Síðustu misseri hefur ítrekað komið fram í fjölmiðlum að innviðir íslensks samfélags séu sprungnir og því sé erfitt að þjónusta fólk sem fengið hefur alþjóðlega vernd hér á landi. Ísland hefur aldrei veitt jafn mörgum vernd og árið 2022 og má það einkum rekja til ákvörðunar stjórnvalda um að veita fólki frá Venesúela og Úkraínu vernd. Verndarveitingar til fólks af öðrum þjóðernum hafa nokkurn veginn staðið í stað síðustu ár og því mikilvægt að hafa í huga þegar þessi mál eru rædd. Umræðan síðustu vikur ýtir undir hræðslu og tortryggni um að íslenskt samfélag ráði ekki við að taka á móti þeim einstaklingum sem hafa þurft að flýja heimaríki sín og leita hér verndar. Horft er til þess kostnaðar sem hlýst af því að veita fólki lögboðna þjónustu fyrst eftir að það kemur til landsins, en ekki til þess ávinnings sem samfélagið hlýtur ef vel er staðið að móttöku flóttafólks og inngildingu þeirra í samfélaginu. Vissulega er kostnaður sem fylgir því að vanda vel til verka. En þegar vel tekst til er ávinningurinn mikill og allir græða, flóttafólk sem og íslenskt samfélag. Innviðir landsins og þolmörk þeirra eru mannanna verk. Ákvörðun um að fjárfesta í móttöku fólks á flótta og styrkja þannig innviði samfélagsins er því langtímafjárfesting sem lítið og vel efnað land hefur alþjóðlega skyldu til taka og þarf að sinna vel. Það er líka mikilvægt að gera sér grein fyrir því að þau sem fengu vernd á síðasta ári voru 3.455 talsins, en á sama tíma fluttu hingað til lands alls u.þ.b. 17 þúsund erlendir ríkisborgarar og 1,7 milljón ferðamenn heimsóttu landið. Það er því einföldun á málinu að halda því fram að minnsti hópurinn sé sá hópur sem ber alfarið ábyrgð á því að innviði landsins hafi sprungið. Höfundur er deildarstjóri höfuðborgardeildar Rauða krossins á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Mest lesið „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Sjá meira
Síðustu misseri hefur ítrekað komið fram í fjölmiðlum að innviðir íslensks samfélags séu sprungnir og því sé erfitt að þjónusta fólk sem fengið hefur alþjóðlega vernd hér á landi. Ísland hefur aldrei veitt jafn mörgum vernd og árið 2022 og má það einkum rekja til ákvörðunar stjórnvalda um að veita fólki frá Venesúela og Úkraínu vernd. Verndarveitingar til fólks af öðrum þjóðernum hafa nokkurn veginn staðið í stað síðustu ár og því mikilvægt að hafa í huga þegar þessi mál eru rædd. Umræðan síðustu vikur ýtir undir hræðslu og tortryggni um að íslenskt samfélag ráði ekki við að taka á móti þeim einstaklingum sem hafa þurft að flýja heimaríki sín og leita hér verndar. Horft er til þess kostnaðar sem hlýst af því að veita fólki lögboðna þjónustu fyrst eftir að það kemur til landsins, en ekki til þess ávinnings sem samfélagið hlýtur ef vel er staðið að móttöku flóttafólks og inngildingu þeirra í samfélaginu. Vissulega er kostnaður sem fylgir því að vanda vel til verka. En þegar vel tekst til er ávinningurinn mikill og allir græða, flóttafólk sem og íslenskt samfélag. Innviðir landsins og þolmörk þeirra eru mannanna verk. Ákvörðun um að fjárfesta í móttöku fólks á flótta og styrkja þannig innviði samfélagsins er því langtímafjárfesting sem lítið og vel efnað land hefur alþjóðlega skyldu til taka og þarf að sinna vel. Það er líka mikilvægt að gera sér grein fyrir því að þau sem fengu vernd á síðasta ári voru 3.455 talsins, en á sama tíma fluttu hingað til lands alls u.þ.b. 17 þúsund erlendir ríkisborgarar og 1,7 milljón ferðamenn heimsóttu landið. Það er því einföldun á málinu að halda því fram að minnsti hópurinn sé sá hópur sem ber alfarið ábyrgð á því að innviði landsins hafi sprungið. Höfundur er deildarstjóri höfuðborgardeildar Rauða krossins á Íslandi.
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun