Ekki ég, ekki ég Helgi Áss Grétarsson skrifar 30. júní 2023 07:01 Eitt sinn var lítil gul hæna. Hún vann hörðum höndum að því að baka brauð. Í hverju skrefi sem hún tók til að klára baksturinn spurði hún vini sína, hin dýrin, hvort þau vildu leggja hönd á plóg. Öll svöruðu þau, ekki ég. Framhald dæmisögunnar um litlu gulu hænuna er flestum kunn en lexían af henni er að það þarf að hafa fyrir hlutunum í lífinu. Það þarf að skapa verðmæti til að geta eytt. Tilætlunarsemi er hins vegar slæm. Hver er sinnar gæfu smiður. Orðið ábyrgð Orðið ábyrgð er mikið notað í landsmálapólitíkinni þessa dagana. Sitt sýnist hverjum í þeim efnum. Í borgarmálunum virðist mér oft sem að ábyrgð sé ansi sveigjanlegt hugtak. Þannig hef ég ansi oft gapað af undrun við að hlusta á ræður borgarstjóra og annarra fulltrúa Samfylkingarinnar um fjármálastjórn Reykjavíkurborgar. Til einföldunar byggir sú orðræða á að staða fjármála borgarinnar sé öðrum um að kenna og að í samanburði við hina og þessa standi borgin ekki illa. Með öðrum orðum, ekki ég, ekki ég. Ábyrgðarleysið í þessum efnum er með nokkrum ólíkindum og það ætti að vera augljóst þeim sem þekkja til fjármála sveitarfélaga. Bærilega metnaðargjarnir fjölmiðlar, svo sem eins og ríkismiðillinn, ætti að hafa burði til að greina hver sé raunveruleg fjárhagsstaða Reykjavíkurborgar og koma þeim upplýsingum á framfæri. Í stað slíkrar upplýstrar umræðu um málefnið komast stjórnendur borgarinnar hvað eftir annað upp með að þyrla ryki í augu almennings, t.d. er ruglanda umræðunnar viðhaldið með því að blanda saman tölum um A-hluta Reykjavíkurborgar (starfsemi sem að mestu er fjármögnuð með skatttekjum) og svokallaðra B-hluta fyrirtækja borgarinnar. Nýjasta rekstraruppgjör Reykjavíkurborgar Samkvæmt nýbirtu rekstraruppgjöri fyrir fyrstu þrjá mánuði ársins var hallarekstur borgarsjóðs (A-hluti) tæpir fjórir milljarðar króna. Fjármagnsgjöld þessa fyrstu þrjá mánuði ársins námu um 23 milljónum króna á hverja þúsund íbúa (voru samtals yfir 3,2 milljarðar króna). Veltufé frá rekstri var neikvætt á þessu tímabili, sem telst afar óheppilegt fyrir rekstur sveitarfélags. Þess fyrir utan heldur skuldahlutfallið áfram að hækka en langtímaskuldir sem hlutfall af eigið fé var 54% í árslok 2015, fyrsta heila árið sem núverandi borgarstjóri gegndi því embætti, en er núna komið upp í 147%. Þessi hækkun langtímaskulda borgarssjóðs er að nálgast alvarleg hættumörk. Svona mætti lengi telja. Dökku skýin yfir rekstri Reykjavíkurborgar ættu að vera öllum sýnileg. Meirihlutinn verður að hætta að kenna öðrum um fjármálaóstjórn borgarinnar Það þarf að láta hendur standa fram úr ermum í rekstri höfuðborgar Íslands. Ágætis byrjun væri að meirihluti borgarstjórnar hætti orðræðu sem byggir á ekki ég, ekki ég – það er allt öðrum um að kenna hversu slæm fjárhagsstaða borgarinnar sé. Höfundur er varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Helgi Áss Grétarsson Borgarstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Sjá meira
Eitt sinn var lítil gul hæna. Hún vann hörðum höndum að því að baka brauð. Í hverju skrefi sem hún tók til að klára baksturinn spurði hún vini sína, hin dýrin, hvort þau vildu leggja hönd á plóg. Öll svöruðu þau, ekki ég. Framhald dæmisögunnar um litlu gulu hænuna er flestum kunn en lexían af henni er að það þarf að hafa fyrir hlutunum í lífinu. Það þarf að skapa verðmæti til að geta eytt. Tilætlunarsemi er hins vegar slæm. Hver er sinnar gæfu smiður. Orðið ábyrgð Orðið ábyrgð er mikið notað í landsmálapólitíkinni þessa dagana. Sitt sýnist hverjum í þeim efnum. Í borgarmálunum virðist mér oft sem að ábyrgð sé ansi sveigjanlegt hugtak. Þannig hef ég ansi oft gapað af undrun við að hlusta á ræður borgarstjóra og annarra fulltrúa Samfylkingarinnar um fjármálastjórn Reykjavíkurborgar. Til einföldunar byggir sú orðræða á að staða fjármála borgarinnar sé öðrum um að kenna og að í samanburði við hina og þessa standi borgin ekki illa. Með öðrum orðum, ekki ég, ekki ég. Ábyrgðarleysið í þessum efnum er með nokkrum ólíkindum og það ætti að vera augljóst þeim sem þekkja til fjármála sveitarfélaga. Bærilega metnaðargjarnir fjölmiðlar, svo sem eins og ríkismiðillinn, ætti að hafa burði til að greina hver sé raunveruleg fjárhagsstaða Reykjavíkurborgar og koma þeim upplýsingum á framfæri. Í stað slíkrar upplýstrar umræðu um málefnið komast stjórnendur borgarinnar hvað eftir annað upp með að þyrla ryki í augu almennings, t.d. er ruglanda umræðunnar viðhaldið með því að blanda saman tölum um A-hluta Reykjavíkurborgar (starfsemi sem að mestu er fjármögnuð með skatttekjum) og svokallaðra B-hluta fyrirtækja borgarinnar. Nýjasta rekstraruppgjör Reykjavíkurborgar Samkvæmt nýbirtu rekstraruppgjöri fyrir fyrstu þrjá mánuði ársins var hallarekstur borgarsjóðs (A-hluti) tæpir fjórir milljarðar króna. Fjármagnsgjöld þessa fyrstu þrjá mánuði ársins námu um 23 milljónum króna á hverja þúsund íbúa (voru samtals yfir 3,2 milljarðar króna). Veltufé frá rekstri var neikvætt á þessu tímabili, sem telst afar óheppilegt fyrir rekstur sveitarfélags. Þess fyrir utan heldur skuldahlutfallið áfram að hækka en langtímaskuldir sem hlutfall af eigið fé var 54% í árslok 2015, fyrsta heila árið sem núverandi borgarstjóri gegndi því embætti, en er núna komið upp í 147%. Þessi hækkun langtímaskulda borgarssjóðs er að nálgast alvarleg hættumörk. Svona mætti lengi telja. Dökku skýin yfir rekstri Reykjavíkurborgar ættu að vera öllum sýnileg. Meirihlutinn verður að hætta að kenna öðrum um fjármálaóstjórn borgarinnar Það þarf að láta hendur standa fram úr ermum í rekstri höfuðborgar Íslands. Ágætis byrjun væri að meirihluti borgarstjórnar hætti orðræðu sem byggir á ekki ég, ekki ég – það er allt öðrum um að kenna hversu slæm fjárhagsstaða borgarinnar sé. Höfundur er varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar