Í tilefni aðalfundar Atvinnufjelagsins Sigmar Vilhjálmsson skrifar 27. júní 2023 14:30 Starfssemi og rekstur Atvinnufjelagsins hefur frá upphafi byggst á sjálfboðavinnu stjórnarmanna. Félagið er í uppbyggingu og allir sem koma að starfi félagsins gera sér grein fyrir því að um er að ræða langhlaup til þess að breyta rekstrarumhverfi lítilla og meðalstórra fyrirtækja á Íslandi. Verkefnið er risavaxið og kostnaðarsamt. Öll félagsgjöld félagsins liggja nánast óhögguð á reikningi félagsins, að undanskyldum grunnkostnaði við endurskoðun, lögfræðiþjónustu og bókhaldskerfis. Ætlunin er að safna upp fé í sjóðum félagsins til þess að geta einn daginn ráðið starfsmann og starfsmenn til að sinna hagsmunagæslu og fræðslustarfi félagsmanna. Enda ljóst að þeir sem að félaginu koma eru sjálfir atvinnurekendur og hafa fullt fang af viðfangsefnum í sínum eigin rekstri. Óeigingjörn vinna þeirra hefur því verið unnin utan vinnutíma eða hreinlega rýmt til í dagskránni til að sinna hagsmunamálum félagsmanna. Öll gerum við okkur grein fyrir því að slíkt fyrirkomulag gengur ekki til lengdar og með slíku fyrirkomulagi vinnast sigrarnir hægt. Til þess að taka næstu skref í félaginu þá þarf að safna fleiri félagsmönnum og tryggja það að þeir sem hafa skráð sig í félagið hafi þolinmæði fyrir vexti félagsins og greiði iðgjöld samviskusamlega. Það er því mjög mikilvægt fyrir félagsmenn að hafa úthald og þolinmæði fyrir vexti félagsins, enda eru málefni félagsins gríðarlega mikilvæg fyrir öll lítil og meðalstór fyrirtæki hér á landi. Síðustu mánuðir og ár hafa sýnt okkur, svo ekki verður um villst, að þörfin á því að stjórnvöld sýni litlum og meðalstórum fyrirtækjum hér á landi meiri skilning er gríðarlega mikil. Gjaldskrár hins opinbera og skattaumhverfi fyrirtækja hér á landi liggja hlutfallslega þyngra á litlum og meðalstórum fyrirtækjum. Það er ekkert sem réttlætir slíkt ójafnvægi. Kjaramál hafa sjaldan verið í meiri ólestri þar sem lítil og meðalstór fyrirtæki hafa ekki haft svo mikið sem eina rödd. Samt eru lítil og meðalstór fyrirtæki yfir 90% allra fyrirtækja á Íslandi. Það má því segja að nánast allt atvinnulífið sé fast á milli deilna stórfyrirtækja og verkalýðshreyfingarinnar. Til að bæta gráu ofan á svart, þá hafa launahækkanir opinberra starfsmanna sjaldan verið meiri og bara það að opinberir starfsmenn séu með hærri meðallaun en almennur vinnumarkaður sýnir á hversu miklum villigötum launa- og kjaramál eru hér á landi. Ef lítil og meðalstór fyrirtæki sameinast í einu og sama félaginu, þá er slagkraftur slíks félags það mikill að ekki verður hægt horft framhjá því. Allir atvinnurekendur og ráðamenn sem kynna sér baráttumál Atvinnufjélagsins eru sammála um að þetta sé réttlætismál. Hér eru ekki á ferðinni sérhagsmunir heldur almennir hagsmunir og leiðrétting á kerfi sem hefur misst algjörlega taktinn við atvinnulífið í landinu. Það er því gríðarlega mikilvægt að allir atvinnurekendur lítilla og meðalstórra fyrirtækja sameinist og styrki stoðir Atvinnufjelagsins með skráningu og félagsgjöldum. Því fyrr sem félagið verður stórt, því fyrr næst árangur sem skiptir máli. Vil ég hvetja alla atvinnurekendur til þess að mæta á aðalfund Atvinnufjelagsins, miðvikudaginn 28. Júní kl. 16.30 á Grand Hótel. Höfundur er formaður Atvinnufjelagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigmar Vilhjálmsson Mest lesið Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson Skoðun Vitundarvakning um auðlindir þjóðar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson Skoðun Friðum Eyjafjörð Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verðbólguna Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Sjá meira
Starfssemi og rekstur Atvinnufjelagsins hefur frá upphafi byggst á sjálfboðavinnu stjórnarmanna. Félagið er í uppbyggingu og allir sem koma að starfi félagsins gera sér grein fyrir því að um er að ræða langhlaup til þess að breyta rekstrarumhverfi lítilla og meðalstórra fyrirtækja á Íslandi. Verkefnið er risavaxið og kostnaðarsamt. Öll félagsgjöld félagsins liggja nánast óhögguð á reikningi félagsins, að undanskyldum grunnkostnaði við endurskoðun, lögfræðiþjónustu og bókhaldskerfis. Ætlunin er að safna upp fé í sjóðum félagsins til þess að geta einn daginn ráðið starfsmann og starfsmenn til að sinna hagsmunagæslu og fræðslustarfi félagsmanna. Enda ljóst að þeir sem að félaginu koma eru sjálfir atvinnurekendur og hafa fullt fang af viðfangsefnum í sínum eigin rekstri. Óeigingjörn vinna þeirra hefur því verið unnin utan vinnutíma eða hreinlega rýmt til í dagskránni til að sinna hagsmunamálum félagsmanna. Öll gerum við okkur grein fyrir því að slíkt fyrirkomulag gengur ekki til lengdar og með slíku fyrirkomulagi vinnast sigrarnir hægt. Til þess að taka næstu skref í félaginu þá þarf að safna fleiri félagsmönnum og tryggja það að þeir sem hafa skráð sig í félagið hafi þolinmæði fyrir vexti félagsins og greiði iðgjöld samviskusamlega. Það er því mjög mikilvægt fyrir félagsmenn að hafa úthald og þolinmæði fyrir vexti félagsins, enda eru málefni félagsins gríðarlega mikilvæg fyrir öll lítil og meðalstór fyrirtæki hér á landi. Síðustu mánuðir og ár hafa sýnt okkur, svo ekki verður um villst, að þörfin á því að stjórnvöld sýni litlum og meðalstórum fyrirtækjum hér á landi meiri skilning er gríðarlega mikil. Gjaldskrár hins opinbera og skattaumhverfi fyrirtækja hér á landi liggja hlutfallslega þyngra á litlum og meðalstórum fyrirtækjum. Það er ekkert sem réttlætir slíkt ójafnvægi. Kjaramál hafa sjaldan verið í meiri ólestri þar sem lítil og meðalstór fyrirtæki hafa ekki haft svo mikið sem eina rödd. Samt eru lítil og meðalstór fyrirtæki yfir 90% allra fyrirtækja á Íslandi. Það má því segja að nánast allt atvinnulífið sé fast á milli deilna stórfyrirtækja og verkalýðshreyfingarinnar. Til að bæta gráu ofan á svart, þá hafa launahækkanir opinberra starfsmanna sjaldan verið meiri og bara það að opinberir starfsmenn séu með hærri meðallaun en almennur vinnumarkaður sýnir á hversu miklum villigötum launa- og kjaramál eru hér á landi. Ef lítil og meðalstór fyrirtæki sameinast í einu og sama félaginu, þá er slagkraftur slíks félags það mikill að ekki verður hægt horft framhjá því. Allir atvinnurekendur og ráðamenn sem kynna sér baráttumál Atvinnufjélagsins eru sammála um að þetta sé réttlætismál. Hér eru ekki á ferðinni sérhagsmunir heldur almennir hagsmunir og leiðrétting á kerfi sem hefur misst algjörlega taktinn við atvinnulífið í landinu. Það er því gríðarlega mikilvægt að allir atvinnurekendur lítilla og meðalstórra fyrirtækja sameinist og styrki stoðir Atvinnufjelagsins með skráningu og félagsgjöldum. Því fyrr sem félagið verður stórt, því fyrr næst árangur sem skiptir máli. Vil ég hvetja alla atvinnurekendur til þess að mæta á aðalfund Atvinnufjelagsins, miðvikudaginn 28. Júní kl. 16.30 á Grand Hótel. Höfundur er formaður Atvinnufjelagsins.
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar