Íslendingaslagir í báðum riðlum Meistaradeildarinnar Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 27. júní 2023 11:00 Gísli Þorgeir Kristjánsson lék lykilhlutverk í liði Magdeburg er liðið tryggði sér sigur í Meistaradeild Evrópu á dögunum. Frederic Scheidemann/Getty Images Dregið var í riðla í Meistaradeild Evrópu í handbolta fyrir næsta tímabil fyrr í dag og eins og svo oft áður voru nokkur Íslendingalið í pottinum. Eins og undanfarin ár var dregið í tvo átta liða riðla þar sem leikin verður tvöföld umferð. Að riðlakeppninni lokinni fara tvö efstu lið hvors riðils beint í átta liða úrslitin, en liðin sem hafna í 3.-6. sæti fara í umspil um sæti í átta liða úrslitum. Af þeim 16 liðum sem taka þátt í Meistaradeildinni á næsta tímabili eru fjögur Íslendingalið. Gísli Þorgeir Kristjánsson og Ómar Ingi Magnússon leika með nýkrýndum meisturum í Magdeburg, Bjarki Már Elísson leikur með Telekom Veszprém, Haukur Þrastarson leikur með Barlinek Industria Kielce og þeir Janus Daði Smárason og Sigvaldi Björn Guðjónsson leika með Kolstad. Madgeburg, Veszprém og Kielce unnu sér inn sæti í Meistaradeildinni í gegnum deildarkeppnir í sínum heimalöndum, en Kolstad fékk svokallað „wild card“ sem liðið gat sótt um eftir að hafa tryggt sér norska meistaratitilinn. Eftir Meistaradeildardráttinn er nú ljóst að það verða Íslendingaslagir í báðum riðlunum þar sem hvor riðill fyrir sig fékk tvö Íslendingalið. Kielce og Kolstad verða saman í A-riðli og Veszprém og Magdeburg leika saman í B-riðli. Vesprém og Magdeburg munu þurfa að kljást við lið á borð við Barcelona, Wisla Plock og GOG, en Kolstad og Kielce munu mæta PSG, Kiel og gPick Szeged svo eitthvað sé nefnt. Þá má einnig nefna að Janus Daði mun mæta sínum gömlu félögum í Álaborg og Sigvaldi mun einnig mæta gömlum félögum þegar Kolstad og Kielce eigast við í Íslendingaslag. 𝗠𝗔𝗖𝗛𝗜𝗡𝗘𝗦𝗘𝗘𝗞𝗘𝗥 𝗘𝗛𝗙 𝗖𝗛𝗔𝗠𝗣𝗜𝗢𝗡𝗦 𝗟𝗘𝗔𝗚𝗨𝗘👉 The first round is scheduled for 13-14 September 2023. #ehfcl + Info 📲 https://t.co/ScQ8b6p9dM Draw 📺 https://t.co/PsKkK0PMs4 pic.twitter.com/xPrISumobh— EHF Champions League (@ehfcl) June 27, 2023 Fyrsta umferð riðlakeppninnar fer fram dagana 13. og 14. september, en dráttinn í heild sinni má sjá hér fyrir neðan eða í Twitter-færslunni hér fyrir ofan. A-riðill Barlinek Industria Kielce (Pólland) Paris Saint-Germain Handball (Frakkland) THW Kiel (Þýskaland) HC Zagreb (Króatía) Aalborg Håndbold (Danmkörk) OTP Bank – PICK Szeged (Ungverjaland) HC Eurofarm Pelister (Norður-Makedónía) Kolstad Handball (Noregur) B-riðill GOG (Danmörk) Telekom Veszprém HC (Ungverjaland) Barcelona (Spánn) SC Magdeburg (Þýskaland) ORLEN Wisla Plock (Pólland) Montpellier Handball (Frakkland) FC Porto (Portúgal) RK Celje Pivovarna Lasko (Slóvenía) Meistaradeild Evrópu í handbolta karla Mest lesið Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Körfubolti Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Fleiri fréttir Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Sjá meira
Eins og undanfarin ár var dregið í tvo átta liða riðla þar sem leikin verður tvöföld umferð. Að riðlakeppninni lokinni fara tvö efstu lið hvors riðils beint í átta liða úrslitin, en liðin sem hafna í 3.-6. sæti fara í umspil um sæti í átta liða úrslitum. Af þeim 16 liðum sem taka þátt í Meistaradeildinni á næsta tímabili eru fjögur Íslendingalið. Gísli Þorgeir Kristjánsson og Ómar Ingi Magnússon leika með nýkrýndum meisturum í Magdeburg, Bjarki Már Elísson leikur með Telekom Veszprém, Haukur Þrastarson leikur með Barlinek Industria Kielce og þeir Janus Daði Smárason og Sigvaldi Björn Guðjónsson leika með Kolstad. Madgeburg, Veszprém og Kielce unnu sér inn sæti í Meistaradeildinni í gegnum deildarkeppnir í sínum heimalöndum, en Kolstad fékk svokallað „wild card“ sem liðið gat sótt um eftir að hafa tryggt sér norska meistaratitilinn. Eftir Meistaradeildardráttinn er nú ljóst að það verða Íslendingaslagir í báðum riðlunum þar sem hvor riðill fyrir sig fékk tvö Íslendingalið. Kielce og Kolstad verða saman í A-riðli og Veszprém og Magdeburg leika saman í B-riðli. Vesprém og Magdeburg munu þurfa að kljást við lið á borð við Barcelona, Wisla Plock og GOG, en Kolstad og Kielce munu mæta PSG, Kiel og gPick Szeged svo eitthvað sé nefnt. Þá má einnig nefna að Janus Daði mun mæta sínum gömlu félögum í Álaborg og Sigvaldi mun einnig mæta gömlum félögum þegar Kolstad og Kielce eigast við í Íslendingaslag. 𝗠𝗔𝗖𝗛𝗜𝗡𝗘𝗦𝗘𝗘𝗞𝗘𝗥 𝗘𝗛𝗙 𝗖𝗛𝗔𝗠𝗣𝗜𝗢𝗡𝗦 𝗟𝗘𝗔𝗚𝗨𝗘👉 The first round is scheduled for 13-14 September 2023. #ehfcl + Info 📲 https://t.co/ScQ8b6p9dM Draw 📺 https://t.co/PsKkK0PMs4 pic.twitter.com/xPrISumobh— EHF Champions League (@ehfcl) June 27, 2023 Fyrsta umferð riðlakeppninnar fer fram dagana 13. og 14. september, en dráttinn í heild sinni má sjá hér fyrir neðan eða í Twitter-færslunni hér fyrir ofan. A-riðill Barlinek Industria Kielce (Pólland) Paris Saint-Germain Handball (Frakkland) THW Kiel (Þýskaland) HC Zagreb (Króatía) Aalborg Håndbold (Danmkörk) OTP Bank – PICK Szeged (Ungverjaland) HC Eurofarm Pelister (Norður-Makedónía) Kolstad Handball (Noregur) B-riðill GOG (Danmörk) Telekom Veszprém HC (Ungverjaland) Barcelona (Spánn) SC Magdeburg (Þýskaland) ORLEN Wisla Plock (Pólland) Montpellier Handball (Frakkland) FC Porto (Portúgal) RK Celje Pivovarna Lasko (Slóvenía)
A-riðill Barlinek Industria Kielce (Pólland) Paris Saint-Germain Handball (Frakkland) THW Kiel (Þýskaland) HC Zagreb (Króatía) Aalborg Håndbold (Danmkörk) OTP Bank – PICK Szeged (Ungverjaland) HC Eurofarm Pelister (Norður-Makedónía) Kolstad Handball (Noregur) B-riðill GOG (Danmörk) Telekom Veszprém HC (Ungverjaland) Barcelona (Spánn) SC Magdeburg (Þýskaland) ORLEN Wisla Plock (Pólland) Montpellier Handball (Frakkland) FC Porto (Portúgal) RK Celje Pivovarna Lasko (Slóvenía)
Meistaradeild Evrópu í handbolta karla Mest lesið Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Körfubolti Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Fleiri fréttir Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Sjá meira