Bauð Kielce sigurinn þegar pólski blaðamaðurinn barðist fyrir lífi sínu Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 20. júní 2023 10:30 Bennet Wiegert, þjálfari Íslendingaliðs Magdeburg, bauð starfsbróður sínum hjá Kielce að hætta leik á meðan pólskur blaðamaður barðist fyrir lífi sínu uppi í stúku. Vísir/Getty Bennet Wiegert, þjálfari Íslendingaliðs Magdeburg, bauð Talant Dujshebaev, þjálfara Kielce, að hætta leik og láta stöðuna sem á þeim tíma var á töflunni standa sem úrslit leiksins í úrslitum Meistaradeildar Evrópu á sunnudagskvöld eftir að pólski blaðamaðurinn Pawel Kotwica missti meðvitund uppi í stúku og barðist fyrir lífi sínu. Blaðamaðurinn Kotwica sérhæfði sig í málefnum pólska stórliðsins Kielce og var að sjálfsögðu mættur er liðið mætti Magdeburg í stærsta leik ársins, úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu. Þegar rúmar tíu mínútur voru liðnar af síðari hálfleik var hins vegar gert langt hlé á leiknum vegna bráðaatviks í stúkunni. Kotwica hafði misst meðvitund og barðist fyrir lífi sínu. Honum var veitt fyrsta hjálp og fluttur á næsta sjúkrahús, en var úrskurðaður látinn stuttu síðar. Á meðan Kotwica barðist fyrir lífi sínu uppi í stúku gekk Bennet Wiegert, þjálfari Magdeburg, yfir til starfsbróður síns hjá Kielce, Talant Dusjhebaev, og bauð honum að hætta leik, enda væri margt í heiminum sem væri mikilvægara en íþróttir eins og haft er eftir Wiegert hjá þýska miðlinum Bild. „Ég gekk yfir til Talant og bauð honum að hætta leik,“ sagði Wiegert. „Stöðvum leikinn núna. Það er margt mikilvægara í þessum heimi en íþróttir. Látum úrslitin standa eins og staðan er núna og þið vinnið Meistaradeildina,“ sagði Wiegert við kollega sinn, en staðan á þeim tíma var 25-22, Kielce í vil. Musimy sprecyzować to, co stało się wczoraj. Niedługo po tym, gdy przytomność na trybunach stracił dziennikarz Paweł Kotwica, trener Bennet Wiegert podszedł do Talanta Dujshebaeva i faktycznie zaproponował zakończenie meczu z wynikiem jaki w tym momencie widniał na tablicy. Tytuł… pic.twitter.com/ATQPg4v3Kb— Paweł Papaj (@pawelpapaj) June 19, 2023 Dujshebaev tók þó ekki boði Wiegert og Magdeburg vann að lokum dramatískan eins marks sigur eftir framlengingu, 30-29. „Ég er sammála þér, en þá telur sigur okkar ekki neitt,“ á Dujshebaev að hafa svarað Wiegert. „Þá endum við bara með tvö lið sem fóru í úrslit og engan sigurvegara.“ Meistaradeild Evrópu í handbolta karla Mest lesið Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Körfubolti „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Enski boltinn Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin Enski boltinn Fleiri fréttir Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Sjá meira
Blaðamaðurinn Kotwica sérhæfði sig í málefnum pólska stórliðsins Kielce og var að sjálfsögðu mættur er liðið mætti Magdeburg í stærsta leik ársins, úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu. Þegar rúmar tíu mínútur voru liðnar af síðari hálfleik var hins vegar gert langt hlé á leiknum vegna bráðaatviks í stúkunni. Kotwica hafði misst meðvitund og barðist fyrir lífi sínu. Honum var veitt fyrsta hjálp og fluttur á næsta sjúkrahús, en var úrskurðaður látinn stuttu síðar. Á meðan Kotwica barðist fyrir lífi sínu uppi í stúku gekk Bennet Wiegert, þjálfari Magdeburg, yfir til starfsbróður síns hjá Kielce, Talant Dusjhebaev, og bauð honum að hætta leik, enda væri margt í heiminum sem væri mikilvægara en íþróttir eins og haft er eftir Wiegert hjá þýska miðlinum Bild. „Ég gekk yfir til Talant og bauð honum að hætta leik,“ sagði Wiegert. „Stöðvum leikinn núna. Það er margt mikilvægara í þessum heimi en íþróttir. Látum úrslitin standa eins og staðan er núna og þið vinnið Meistaradeildina,“ sagði Wiegert við kollega sinn, en staðan á þeim tíma var 25-22, Kielce í vil. Musimy sprecyzować to, co stało się wczoraj. Niedługo po tym, gdy przytomność na trybunach stracił dziennikarz Paweł Kotwica, trener Bennet Wiegert podszedł do Talanta Dujshebaeva i faktycznie zaproponował zakończenie meczu z wynikiem jaki w tym momencie widniał na tablicy. Tytuł… pic.twitter.com/ATQPg4v3Kb— Paweł Papaj (@pawelpapaj) June 19, 2023 Dujshebaev tók þó ekki boði Wiegert og Magdeburg vann að lokum dramatískan eins marks sigur eftir framlengingu, 30-29. „Ég er sammála þér, en þá telur sigur okkar ekki neitt,“ á Dujshebaev að hafa svarað Wiegert. „Þá endum við bara með tvö lið sem fóru í úrslit og engan sigurvegara.“
Meistaradeild Evrópu í handbolta karla Mest lesið Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Körfubolti „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Enski boltinn Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin Enski boltinn Fleiri fréttir Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Sjá meira