Handbolti

Lést við störf á stærsta leik ársins

Hjörvar Ólafsson skrifar
Leikurinn var stöðvaður á meðan blaðamanninum var veitt fyrsta hjálp. 
Leikurinn var stöðvaður á meðan blaðamanninum var veitt fyrsta hjálp.  Vísir/Getty

Pólskur blaðamaður sem sérhæfir sig í málefnum pólska félagsins Kielce lést í seinni hálfleik í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu þar sem Kielce atti kappi við Magdeburg.

Um það bil stundarfjórðungs hlé var gert á leiknum og var tilkynnt að það væri vegna bráðaatviks á meðan á leiknum stóð. 

Þegar veitt hafði verið fyrsta hjálp og sjúkraflutningamenn höfðu flutt blaðamanninn frá Lanxess Arena var leiknum haldið áfram. 

Evrópska handboltasambandið, EHF, tilkynnti svo að pólski blaðamaðurinn hefði látist og hugur forráðamenna þeirra væri hjá fjölskyldu, vinum og aðstandendum hans.  




Fleiri fréttir

Sjá meira


×