Watson og hans menn munu bíða Kristjáns í mynni Hvalfjarðar Jakob Bjarnar skrifar 19. júní 2023 17:17 Skipstjórarnir Locky MacLean og Paul Watson nú síðdegis. Um borð í John Paul De Joria. Þeir eru með rafmagnskapla í lúkunum, þess albúnir að mæta Kristjáni Loftssyni og skipum hans ef þau halda á miðin til veiða. Simon Ager/Paul Watson Foundation Skip aktívistans Paul Watson John Paul De Joria er nú á rúmsjó, einhver staðar miðja vegu milli Nýfundnalands og Íslands. Vísir náði sambandi við skipstjóra skipsins sem heitir Lockhard MacLean. „Við munum bíða hvalveiðiskipana ef Kristján Loftsson ákveður að senda þau út úr mynni Hvalfjarðar,“ segir Maclean í samtali við Vísi; spurður hvar skipið væri statt. Hann vildi ekki meina að það væri neitt leyndarmál, en eins og fram kom í frétt Vísis frá í morgun þá hafði verið slökkt á staðsetningarbúnaði skipsins. Að sögn MacLean hafa þeir heimildir fyrir því að Kristján Loftsson, eigandi Hvals hf. „síðasta hvalveiðifangara á Íslandi,“ sé nú að setja sérstakan rafbúnað í skutla sína. Þetta hafi menn Kristjáns verið að gera í dag en MacLean sendir myndir sem eiga að staðfesta það. Þar má sjá menn með rafmagnskapla við Reykjavíkurhöfn þar sem hvalveiðiskipin eru við festar. Myndir sem her Neptúnus, áhöfn skipsins John Paul De Joria bárust í dag en þær hafa Watson og hans menn sér til marks um að verið sé að koma fyrir rafbúnaði í skutlum sem eigi að tryggja skjótari dauðdaga þeirra hvala sem skutlaðir verða. „Svo virðist sem þetta séu viðbrögð við skýrslu MAST,“ segir Lockhart. En vitnar í skýrsluna þar sem segir notkun rafmagns við aflífun tryggi ekki skjótan dauða. „Ekki aðeins munu hvalirnir verða fyrir áfalli og líða fyrir innvortis blæðingar af völdum sprengiskutla, þeir fá einnig raflost af völdum háspennu, áður en þeir drepast. Ef þetta er ekki inntak grimmdar, þá veit ég ekki hvað það er,“ segir Locky MacLean. Spurður hvort það væri ekki áhyggjuefni að enn væri útistandandi handtökuskipun á hendur Paul Watson á Íslandi sagði MacLean að Watson vildi skila eftirfarandi til blaðamanns. „Ég kom til Íslands 1988 og krafðist þess að ég yrði handtekinn. Yfirvöld neituðu og ég hef ekki heyrt frá þeim síðan. Tilgangur ferðar okkar og markmið er einföld, að vernda og verja hvali frá ólöglegum veiðum,“ segir Paul Watson. Rætt verður við Paul Watson í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hvalveiðar Hvalir Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Umhverfismál Tengdar fréttir „Enginn hefur gagnast Kristjáni Loftssyni betur en Paul Watson“ Ýmislegt bendir til þess að skip aktívistans Pauls Watson sé á leið til Íslands. Ekki bara eru það hvalfangarar sem hafa horn í síðu hins umdeilda manns heldur umhverfisverndarsinnar einnig. 19. júní 2023 13:01 Gæslan meðvituð um ferðir og fyrirætlanir Watson og félaga Landhelgisgæslan er meðvituð um ferðir skipsins John Paul Dejoria og kunnugt um þær yfirlýsingar sem áhöfn þess hefur gefið í fjölmiðlum, segir í skriflegu svari Gæslunnar við fyrirspurn fréttastofu. 19. júní 2023 11:37 Fagráð um velferð dýra segir hvalveiðar ekki samræmast lögum Fagráð um velferð dýra hefur komist að þeirri niðurstöðu að sú veiðiaðferð sem beitt er við veiðar á stórhvelum samræmist ekki ákvæðum laga nr. 55/2013 um velferð dýra. Ekki sé hægt að uppfylla þau skilyrði sem nauðsynleg eru til að tryggja velferð dýra við aflífun. 19. júní 2023 10:14 Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Innlent Fleiri fréttir Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Sjá meira
„Við munum bíða hvalveiðiskipana ef Kristján Loftsson ákveður að senda þau út úr mynni Hvalfjarðar,“ segir Maclean í samtali við Vísi; spurður hvar skipið væri statt. Hann vildi ekki meina að það væri neitt leyndarmál, en eins og fram kom í frétt Vísis frá í morgun þá hafði verið slökkt á staðsetningarbúnaði skipsins. Að sögn MacLean hafa þeir heimildir fyrir því að Kristján Loftsson, eigandi Hvals hf. „síðasta hvalveiðifangara á Íslandi,“ sé nú að setja sérstakan rafbúnað í skutla sína. Þetta hafi menn Kristjáns verið að gera í dag en MacLean sendir myndir sem eiga að staðfesta það. Þar má sjá menn með rafmagnskapla við Reykjavíkurhöfn þar sem hvalveiðiskipin eru við festar. Myndir sem her Neptúnus, áhöfn skipsins John Paul De Joria bárust í dag en þær hafa Watson og hans menn sér til marks um að verið sé að koma fyrir rafbúnaði í skutlum sem eigi að tryggja skjótari dauðdaga þeirra hvala sem skutlaðir verða. „Svo virðist sem þetta séu viðbrögð við skýrslu MAST,“ segir Lockhart. En vitnar í skýrsluna þar sem segir notkun rafmagns við aflífun tryggi ekki skjótan dauða. „Ekki aðeins munu hvalirnir verða fyrir áfalli og líða fyrir innvortis blæðingar af völdum sprengiskutla, þeir fá einnig raflost af völdum háspennu, áður en þeir drepast. Ef þetta er ekki inntak grimmdar, þá veit ég ekki hvað það er,“ segir Locky MacLean. Spurður hvort það væri ekki áhyggjuefni að enn væri útistandandi handtökuskipun á hendur Paul Watson á Íslandi sagði MacLean að Watson vildi skila eftirfarandi til blaðamanns. „Ég kom til Íslands 1988 og krafðist þess að ég yrði handtekinn. Yfirvöld neituðu og ég hef ekki heyrt frá þeim síðan. Tilgangur ferðar okkar og markmið er einföld, að vernda og verja hvali frá ólöglegum veiðum,“ segir Paul Watson. Rætt verður við Paul Watson í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld.
Hvalveiðar Hvalir Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Umhverfismál Tengdar fréttir „Enginn hefur gagnast Kristjáni Loftssyni betur en Paul Watson“ Ýmislegt bendir til þess að skip aktívistans Pauls Watson sé á leið til Íslands. Ekki bara eru það hvalfangarar sem hafa horn í síðu hins umdeilda manns heldur umhverfisverndarsinnar einnig. 19. júní 2023 13:01 Gæslan meðvituð um ferðir og fyrirætlanir Watson og félaga Landhelgisgæslan er meðvituð um ferðir skipsins John Paul Dejoria og kunnugt um þær yfirlýsingar sem áhöfn þess hefur gefið í fjölmiðlum, segir í skriflegu svari Gæslunnar við fyrirspurn fréttastofu. 19. júní 2023 11:37 Fagráð um velferð dýra segir hvalveiðar ekki samræmast lögum Fagráð um velferð dýra hefur komist að þeirri niðurstöðu að sú veiðiaðferð sem beitt er við veiðar á stórhvelum samræmist ekki ákvæðum laga nr. 55/2013 um velferð dýra. Ekki sé hægt að uppfylla þau skilyrði sem nauðsynleg eru til að tryggja velferð dýra við aflífun. 19. júní 2023 10:14 Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Innlent Fleiri fréttir Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Sjá meira
„Enginn hefur gagnast Kristjáni Loftssyni betur en Paul Watson“ Ýmislegt bendir til þess að skip aktívistans Pauls Watson sé á leið til Íslands. Ekki bara eru það hvalfangarar sem hafa horn í síðu hins umdeilda manns heldur umhverfisverndarsinnar einnig. 19. júní 2023 13:01
Gæslan meðvituð um ferðir og fyrirætlanir Watson og félaga Landhelgisgæslan er meðvituð um ferðir skipsins John Paul Dejoria og kunnugt um þær yfirlýsingar sem áhöfn þess hefur gefið í fjölmiðlum, segir í skriflegu svari Gæslunnar við fyrirspurn fréttastofu. 19. júní 2023 11:37
Fagráð um velferð dýra segir hvalveiðar ekki samræmast lögum Fagráð um velferð dýra hefur komist að þeirri niðurstöðu að sú veiðiaðferð sem beitt er við veiðar á stórhvelum samræmist ekki ákvæðum laga nr. 55/2013 um velferð dýra. Ekki sé hægt að uppfylla þau skilyrði sem nauðsynleg eru til að tryggja velferð dýra við aflífun. 19. júní 2023 10:14