97.000.000.000.000 gígabæt Ríkarður Ríkarðsson og Tinna Traustadóttir skrifa 17. júní 2023 08:00 Rúmlega fimm milljarðar manna eru virkir á netinu. Á hverjum degi bætist við gagnamagnið sem þarf að geyma og vinna úr fyrir framtíðina - hundruð milljóna tölvupósta, stöðuuppfærslna, tísta, mynda, myndbanda, skjala og skráa en einnig líkana fyrir veðurspár, heilbrigðisþjónustu, menntaþjónustu, framleiðslukerfi, samgöngukerfi, samskiptakerfi og fleira sem nútímasamfélag okkar byggir á. Í fyrra voru framleiddir 97 þúsund milljarðar gígabæta, hátt í helmingur allrar gagnaframleiðslu mannkyns fram að því ári. Þessi gríðarlega gagnaframleiðsla hefur skapað nýjan iðnað og nágrannaríki okkar keppast nú við að reyna að laða til sín fyrirtæki á þessu sviði. Ástæða þess er að gagnaver gegna lykilhlutverki í fjórðu iðnbyltingunni og geta haft mikil áhrif á samkeppnishæfni, velsæld og öryggi þjóða. Gagnaver ≠ gagnaver Það er þó ekki hægt að setja öll gagnaver undir sama hatt. Sum gagnaver á Íslandi hafa hýst umtalsvert magn rafmyntagraftar en hafa lýst því yfir að þau stefni í hefðbundnari gagnaversstarfsemi eftir því sem fyrirtækin þróast. Sökum þess að rafmyntagröftur er í eðli sínu afar áhættusamur eru gagnaver sem hýsa slíka starfsemi ekki áhugaverð sem langtíma viðskiptavinir Landsvirkjunar. Hvers vegna er þá verið að selja gagnaverum sem stunda rafmyntagröft orku? Til að svara því er mikilvægt að hafa í huga að hvorki orkuframleiðsla né -notkun á Íslandi er fasti. Framleiðslan er háð náttúruöflunum og notkunin háð aðstæðum á markaði, veðurfari og ýmsu fleiru. Þeir viðskiptavinir sem hafa samið um örugga orkuafhendingu, svokallaða forgangsorku, geta treyst því að fá hana allan ársins hring, óháð öllu öðru. Það kemur þó fyrir að þeir nýti ekki alla þá orku sem þeir hafa tryggt sér og þá geta aðrir viðskiptavinir keypt hana. Einnig getur meiri orka orðið til í kerfinu þegar vatnsbúskapur er góður – en samningum þeirra viðskiptavina sem treysta á mögulega aukaorku fylgir sú áhætta að lítið eða ekkert framboð verði af henni, til dæmis í slæmu vatnsári. Öll orka nýtt Landsvirkjun selur ekki forgangsorku til rafmyntagraftar og hefur frá árinu 2021 hafnað öllum slíkum fyrirspurnum. Fyrirtækið hefur hins vegar selt skerðanlega orku sem ekki nýtist öðrum viðskiptavinum til gagnavera sem stunda rafmyntagröft, og þá í skammtímasamningum til nokkurra mánaða í senn. Sveiflur geta verið miklar í framboði á skerðanlegri orku en Landsvirkjun selur um þessar mundir innan við 100 MW til gagnavera sem stunda rafmyntagröft. Ef það hefði ekki verið gert hefði sú orka að mestu runnið ónýtt til sjávar. Landsvirkjun ber að hámarka afrakstur þeirra auðlinda sem fyrirtækinu er trúað fyrir og því einhlítt að selja orku sem annars hefði ekki nýst. Raforkukerfi Landsvirkjunar er nú fulllestað. Stórir viðskiptavinir nýta sína samninga að mestu til fulls og því er engin forgangsorka í boði fyrir gagnaver sem stunda rafmyntagröft. Mögulegt er að selja orku til þeirra sem eingöngu er afhent í góðum vatnsárum og þeim samningum fylgja fullar skerðingarheimildir sem Landsvirkjun getur nýtt sér fyrirvaralaust, til dæmis ef aflstöðvar fara úr rekstri eða horfur í vatnsbúskap versna. Aðrir viðskiptavinir Landsvirkjunar sætta sig yfirleitt ekki við þessa tegund raforkusamninga. Aukin eftirspurn eftir forgangsorku Undanfarin ár hafa fiskimjölsverksmiðjur verið stærsti kaupandi skerðanlegrar orku. Í tilfelli skerðinga hafa verksmiðjurnar skipt tímabundið yfir í notkun olíu með tilheyrandi losun koldíoxíðs. Landsvirkjun hefur undanfarið átt í samtali við forsvarsaðila þess iðnaðar um að færa hluta orkunotkunar þeirra yfir í forgangsorku. Verði það raunin verður áfram eitthvert rými í kerfinu fyrir aðra kaupendur skerðanlegrar orku til að hámarka afrakstur orkukerfisins. Á næstu árum er fyrirsjánleg aukin eftirspurn eftir orku. Þessari eftirspurn verður ekki mætt án nýrra virkjana. Hvammsvirkjun, næsta virkjun Landsvirkjunar, mun í fyrsta lagi hefja orkuframleiðslu árið 2027. Fram að þeim tíma verður mjög flókið að mæta þörfum samfélagsins fyrir forgangsorku sem mun fara vaxandi á næstu árum. Sú skerðanlega orka sem gagnaver með starfsemi í rafmyntagreftri kaupa í dag mun ekki nýtast til þess. Ríkarður Ríkarðsson er framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar og nýsköpunar hjá LandsvirkjunTinna Traustadóttir er framkvæmdastjóri sölu og þjónustu hjá Landsvirkjun Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tinna Traustadóttir Landsvirkjun Orkumál Deilur um Hvammsvirkjun Mest lesið 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Sjá meira
Rúmlega fimm milljarðar manna eru virkir á netinu. Á hverjum degi bætist við gagnamagnið sem þarf að geyma og vinna úr fyrir framtíðina - hundruð milljóna tölvupósta, stöðuuppfærslna, tísta, mynda, myndbanda, skjala og skráa en einnig líkana fyrir veðurspár, heilbrigðisþjónustu, menntaþjónustu, framleiðslukerfi, samgöngukerfi, samskiptakerfi og fleira sem nútímasamfélag okkar byggir á. Í fyrra voru framleiddir 97 þúsund milljarðar gígabæta, hátt í helmingur allrar gagnaframleiðslu mannkyns fram að því ári. Þessi gríðarlega gagnaframleiðsla hefur skapað nýjan iðnað og nágrannaríki okkar keppast nú við að reyna að laða til sín fyrirtæki á þessu sviði. Ástæða þess er að gagnaver gegna lykilhlutverki í fjórðu iðnbyltingunni og geta haft mikil áhrif á samkeppnishæfni, velsæld og öryggi þjóða. Gagnaver ≠ gagnaver Það er þó ekki hægt að setja öll gagnaver undir sama hatt. Sum gagnaver á Íslandi hafa hýst umtalsvert magn rafmyntagraftar en hafa lýst því yfir að þau stefni í hefðbundnari gagnaversstarfsemi eftir því sem fyrirtækin þróast. Sökum þess að rafmyntagröftur er í eðli sínu afar áhættusamur eru gagnaver sem hýsa slíka starfsemi ekki áhugaverð sem langtíma viðskiptavinir Landsvirkjunar. Hvers vegna er þá verið að selja gagnaverum sem stunda rafmyntagröft orku? Til að svara því er mikilvægt að hafa í huga að hvorki orkuframleiðsla né -notkun á Íslandi er fasti. Framleiðslan er háð náttúruöflunum og notkunin háð aðstæðum á markaði, veðurfari og ýmsu fleiru. Þeir viðskiptavinir sem hafa samið um örugga orkuafhendingu, svokallaða forgangsorku, geta treyst því að fá hana allan ársins hring, óháð öllu öðru. Það kemur þó fyrir að þeir nýti ekki alla þá orku sem þeir hafa tryggt sér og þá geta aðrir viðskiptavinir keypt hana. Einnig getur meiri orka orðið til í kerfinu þegar vatnsbúskapur er góður – en samningum þeirra viðskiptavina sem treysta á mögulega aukaorku fylgir sú áhætta að lítið eða ekkert framboð verði af henni, til dæmis í slæmu vatnsári. Öll orka nýtt Landsvirkjun selur ekki forgangsorku til rafmyntagraftar og hefur frá árinu 2021 hafnað öllum slíkum fyrirspurnum. Fyrirtækið hefur hins vegar selt skerðanlega orku sem ekki nýtist öðrum viðskiptavinum til gagnavera sem stunda rafmyntagröft, og þá í skammtímasamningum til nokkurra mánaða í senn. Sveiflur geta verið miklar í framboði á skerðanlegri orku en Landsvirkjun selur um þessar mundir innan við 100 MW til gagnavera sem stunda rafmyntagröft. Ef það hefði ekki verið gert hefði sú orka að mestu runnið ónýtt til sjávar. Landsvirkjun ber að hámarka afrakstur þeirra auðlinda sem fyrirtækinu er trúað fyrir og því einhlítt að selja orku sem annars hefði ekki nýst. Raforkukerfi Landsvirkjunar er nú fulllestað. Stórir viðskiptavinir nýta sína samninga að mestu til fulls og því er engin forgangsorka í boði fyrir gagnaver sem stunda rafmyntagröft. Mögulegt er að selja orku til þeirra sem eingöngu er afhent í góðum vatnsárum og þeim samningum fylgja fullar skerðingarheimildir sem Landsvirkjun getur nýtt sér fyrirvaralaust, til dæmis ef aflstöðvar fara úr rekstri eða horfur í vatnsbúskap versna. Aðrir viðskiptavinir Landsvirkjunar sætta sig yfirleitt ekki við þessa tegund raforkusamninga. Aukin eftirspurn eftir forgangsorku Undanfarin ár hafa fiskimjölsverksmiðjur verið stærsti kaupandi skerðanlegrar orku. Í tilfelli skerðinga hafa verksmiðjurnar skipt tímabundið yfir í notkun olíu með tilheyrandi losun koldíoxíðs. Landsvirkjun hefur undanfarið átt í samtali við forsvarsaðila þess iðnaðar um að færa hluta orkunotkunar þeirra yfir í forgangsorku. Verði það raunin verður áfram eitthvert rými í kerfinu fyrir aðra kaupendur skerðanlegrar orku til að hámarka afrakstur orkukerfisins. Á næstu árum er fyrirsjánleg aukin eftirspurn eftir orku. Þessari eftirspurn verður ekki mætt án nýrra virkjana. Hvammsvirkjun, næsta virkjun Landsvirkjunar, mun í fyrsta lagi hefja orkuframleiðslu árið 2027. Fram að þeim tíma verður mjög flókið að mæta þörfum samfélagsins fyrir forgangsorku sem mun fara vaxandi á næstu árum. Sú skerðanlega orka sem gagnaver með starfsemi í rafmyntagreftri kaupa í dag mun ekki nýtast til þess. Ríkarður Ríkarðsson er framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar og nýsköpunar hjá LandsvirkjunTinna Traustadóttir er framkvæmdastjóri sölu og þjónustu hjá Landsvirkjun
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun