Handbolti

Aðal­steinn þjálfari ársins í Sviss og Óðinn Þór vin­sælastur hjá á­horf­endum

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Óðinn Þór og Aðalsteinn með verðlaunagripi sína.
Óðinn Þór og Aðalsteinn með verðlaunagripi sína. Kadetten Schaffhausen

Íslendingar voru áberandi þegar tilkynnt var hverjir hefði staðið sig best í svissnesku úrvalsdeildinni í handbolta á nýafstöðnu tímabili. Aðalsteinn Eyjólfsson var valinn þjálfari ársins 2023 og þá völdu áhorfendur hornamanninn Óðinn Þór Ríkharðsson bestan.

Fyrr í mánuðinum tryggði Kadetten Schaffhausen sér sinn þrettánda meistaratitil þegar liðið lagði Kriens í úrslitaeinvíginu. Óðinn Þór er á sínu fyrsta tímabili með liðinu en Aðalsteinn hefur stýrt því síðan 2020. Hann færir sig þó um set í sumar og tekur við Minden í Þýskalandi.

Á fimmtudagskvöld fór verðlaunahátíð deildarinnar fram. Þjálfarar, aðstoðarþjálfarar, fyrirliðar, valdir blaðamenn sem og áhorfendur fengu að velja þá sem þeir þóttu skara fram úr á leiktíðinni.

Þar átti Ísland tvo fulltrúa. Aðalsteinn var valinn þjálfari ársins á meðan og Óðinn Þór var valinn bestur að mati áhorfenda. Hann var einnig tilnefndur sem verðmætasti leikmaður deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×