Nýtt þjálfarteymi KR í körfubolta Jón Már Ferro skrifar 14. júní 2023 19:08 Jakob Örn Sigurðarson er nýráðinn þjálfari KR í körfubolta. KR Jakob Örn Sigurðarson hefur verið ráðinn þjálfari KR í körfubolta og framkvæmdarstjóri körfuknattleiksdeildarinnar, sem er ný staða innan félagsins. Adama Darboe gengur á ný til félagsins og verður spilandi aðstoðarþjálfari liðsins. Jakob hefur undanfarin tvö ár verið aðstoðarþjálfari KR og þjálfað yngri flokka félagsins. Þekking hans á ungum leikmönnum félagsins er mikil. Það ætti að hjálpa til við að koma liðinu upp í Subway-deildina á ný. Jakob er uppalinn KR-ingur og varð meðal annars Íslandsmeistari með liðinu um aldamótin og aftur níu árum síðar. Á ferli sínum erlendis spilaði Jakob sem atvinnumaður í Svíþjóð, Þýskalandi, á Spáni og í Ungverjalandi. Eftir atvinnumannaferilinn spilaði Jakob með KR í tvö tímabil en lagði skóna á hilluna 2019. „Ég er ótrúlega spenntur og stoltur að fá tækifæri til að taka þátt í því að koma KR aftur á toppinn. Bæði með því að taka við meistaraflokki og vinna með flottum hóp sem við erum að setja saman en ekki síður að byggja upp yngri flokka starfið okkar til að skapa félagsmenn og leikmenn framtíðarinnar,“ segir Jakob á KR.is “Mjög mikilvægt hefur verið að fá aftur í meistaraflokkinn uppalda KR-inga, skapa góða liðsheild og kjarna sem verður skemmtilegt að horfa á spila saman. Mér finnst við vera með flottan og breiðan hóp þar sem aldur, hæfileikar og metnaður í að sanna sig passi vel saman,“ segir Jakob. Adama Darboe er nýráðin spilandi aðstoðarþjálfariKR Adama Darboe spilaði með KR tímabilið 2021-2022 og var framlagshæstur allra í liðinu. Hann var með 17 stig og gaf tæpar sjö stoðsendingar. “Það er frábært að fá Adama aftur til okkar. Þar er toppkarakter með mikla reynslu sem á eftir að hjálpa okkar ungu strákum mikið með gæðum inni á vellinum sem leiðtogi og leikmaður. Frábær fyrirmynd fyrir okkar ungu stráka,” segir Jakob um aðstoðarmann sinn. Darboe hrósaði Jakobi sömuleiðis og segist ekki geta beðið eftir að tímabilið hefjist. Hann segir Jakob mikinn fagmann og segist spenntur að vinna með honum innan sem utan vallar. “Ég er ótrúlega ánægður að ganga aftur til liðs við KR. Vonandi get ég hjálpað KR að komast aftur í efstu deild og aftur í þá stöðu sem þeir eiga að vera í íslenskum körfuknattleik. Það er frábært fólk hér í félaginu sem setur hjarta og sál í starfið, ástríðan og metnaðurinn hér hrífur mig.“ KR Subway-deild karla Mest lesið Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Fótbolti Sveindís Jane: Ég mun aldrei gleyma þessu kvöldi Fótbolti Furðulegt fagn sem enginn skilur Enski boltinn Einn af leikvöngunum á HM 2034 verður í 350 metra hæð frá jörðu Fótbolti Alisson á sömu ósk og svo margir stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Barcelona vann dramatískan sigur í Þýskalandi Fótbolti „Vinnum ekki leiki ef við spilum ekki vörn“ Sport Mourinho daðrar við Real Madrid Fótbolti Fjörutíu marka kvöld hjá stelpunum hans Þóris Handbolti Hákon skoraði sigurmark Lille í Meistaradeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 105-86 | Keflvíkingar hefndu fyrir tapið í Garðabænum Kvennalið Snæfells dregur lið sitt úr keppni Haukakonur léku sér að nýliðunum í kvöld Elvar framlagshæstur í Evrópusigri Drungilas í eins leiks bann Björn Bragi stillir upp í körfuboltalið skipað grínistum Nablinn fór á kostum hjá Álftnesingum Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Time valdi Caitlin Clark Íþróttamann ársins „Ég var alveg smeykur við þennan leik” Gott kvöld fyrir stelpurnar fyrir norðan Uppgjör og viðtöl: Grindavík-Njarðvík 60-66 | Njarðvík sterkara í lokin Ekkert stoppar Tryggva og félaga í Evrópu Franskur Jordan í stað Gigliotti hjá Grindavík Uppgjör og viðtöl: Keflavík - Tindastól 81-70 | Unnu Stólana aftur „Mjög sterkt að vinna Tindastól tvisvar á einni helgi“ Ekki í miklum vandræðum með að komast áfram í bikar „Hef sjaldan séð jafn neikvæðan og svartsýnan mann“ „Finnur í stöðu sem hann hefur aldrei verið í“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 88-77 | Íslandsmeistarnir áfram í bikarnum Körfuboltakvöld rifjaði upp gamlar minningar: Hermann skammaðist sín fyrir slaufuna og gelið í hárinu Njarðvíkingar sýndu Selfyssingum enga miskunn „Dugnaðurinn og viljinn í liðinu var rosalegur“ Leik lokið: Höttur - KR 72-73 | KR sótti sigur fyrir austan eftir að hafa lent sautján stigum undir Alba Berlin úr leik í bikarnum Öruggur sigur hjá Haukum sem halda áfram í átta liða úrslit Tryggvi stigahæstur á vellinum Fimmtíuogsex stig Jókersins fóru til spillis Tók starfi í NBA eftir hvatningu frá íslenskum vinkonum Öll hin úrvalsdeildarliðin fóru örugglega áfram Sjá meira
Jakob hefur undanfarin tvö ár verið aðstoðarþjálfari KR og þjálfað yngri flokka félagsins. Þekking hans á ungum leikmönnum félagsins er mikil. Það ætti að hjálpa til við að koma liðinu upp í Subway-deildina á ný. Jakob er uppalinn KR-ingur og varð meðal annars Íslandsmeistari með liðinu um aldamótin og aftur níu árum síðar. Á ferli sínum erlendis spilaði Jakob sem atvinnumaður í Svíþjóð, Þýskalandi, á Spáni og í Ungverjalandi. Eftir atvinnumannaferilinn spilaði Jakob með KR í tvö tímabil en lagði skóna á hilluna 2019. „Ég er ótrúlega spenntur og stoltur að fá tækifæri til að taka þátt í því að koma KR aftur á toppinn. Bæði með því að taka við meistaraflokki og vinna með flottum hóp sem við erum að setja saman en ekki síður að byggja upp yngri flokka starfið okkar til að skapa félagsmenn og leikmenn framtíðarinnar,“ segir Jakob á KR.is “Mjög mikilvægt hefur verið að fá aftur í meistaraflokkinn uppalda KR-inga, skapa góða liðsheild og kjarna sem verður skemmtilegt að horfa á spila saman. Mér finnst við vera með flottan og breiðan hóp þar sem aldur, hæfileikar og metnaður í að sanna sig passi vel saman,“ segir Jakob. Adama Darboe er nýráðin spilandi aðstoðarþjálfariKR Adama Darboe spilaði með KR tímabilið 2021-2022 og var framlagshæstur allra í liðinu. Hann var með 17 stig og gaf tæpar sjö stoðsendingar. “Það er frábært að fá Adama aftur til okkar. Þar er toppkarakter með mikla reynslu sem á eftir að hjálpa okkar ungu strákum mikið með gæðum inni á vellinum sem leiðtogi og leikmaður. Frábær fyrirmynd fyrir okkar ungu stráka,” segir Jakob um aðstoðarmann sinn. Darboe hrósaði Jakobi sömuleiðis og segist ekki geta beðið eftir að tímabilið hefjist. Hann segir Jakob mikinn fagmann og segist spenntur að vinna með honum innan sem utan vallar. “Ég er ótrúlega ánægður að ganga aftur til liðs við KR. Vonandi get ég hjálpað KR að komast aftur í efstu deild og aftur í þá stöðu sem þeir eiga að vera í íslenskum körfuknattleik. Það er frábært fólk hér í félaginu sem setur hjarta og sál í starfið, ástríðan og metnaðurinn hér hrífur mig.“
KR Subway-deild karla Mest lesið Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Fótbolti Sveindís Jane: Ég mun aldrei gleyma þessu kvöldi Fótbolti Furðulegt fagn sem enginn skilur Enski boltinn Einn af leikvöngunum á HM 2034 verður í 350 metra hæð frá jörðu Fótbolti Alisson á sömu ósk og svo margir stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Barcelona vann dramatískan sigur í Þýskalandi Fótbolti „Vinnum ekki leiki ef við spilum ekki vörn“ Sport Mourinho daðrar við Real Madrid Fótbolti Fjörutíu marka kvöld hjá stelpunum hans Þóris Handbolti Hákon skoraði sigurmark Lille í Meistaradeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 105-86 | Keflvíkingar hefndu fyrir tapið í Garðabænum Kvennalið Snæfells dregur lið sitt úr keppni Haukakonur léku sér að nýliðunum í kvöld Elvar framlagshæstur í Evrópusigri Drungilas í eins leiks bann Björn Bragi stillir upp í körfuboltalið skipað grínistum Nablinn fór á kostum hjá Álftnesingum Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Time valdi Caitlin Clark Íþróttamann ársins „Ég var alveg smeykur við þennan leik” Gott kvöld fyrir stelpurnar fyrir norðan Uppgjör og viðtöl: Grindavík-Njarðvík 60-66 | Njarðvík sterkara í lokin Ekkert stoppar Tryggva og félaga í Evrópu Franskur Jordan í stað Gigliotti hjá Grindavík Uppgjör og viðtöl: Keflavík - Tindastól 81-70 | Unnu Stólana aftur „Mjög sterkt að vinna Tindastól tvisvar á einni helgi“ Ekki í miklum vandræðum með að komast áfram í bikar „Hef sjaldan séð jafn neikvæðan og svartsýnan mann“ „Finnur í stöðu sem hann hefur aldrei verið í“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 88-77 | Íslandsmeistarnir áfram í bikarnum Körfuboltakvöld rifjaði upp gamlar minningar: Hermann skammaðist sín fyrir slaufuna og gelið í hárinu Njarðvíkingar sýndu Selfyssingum enga miskunn „Dugnaðurinn og viljinn í liðinu var rosalegur“ Leik lokið: Höttur - KR 72-73 | KR sótti sigur fyrir austan eftir að hafa lent sautján stigum undir Alba Berlin úr leik í bikarnum Öruggur sigur hjá Haukum sem halda áfram í átta liða úrslit Tryggvi stigahæstur á vellinum Fimmtíuogsex stig Jókersins fóru til spillis Tók starfi í NBA eftir hvatningu frá íslenskum vinkonum Öll hin úrvalsdeildarliðin fóru örugglega áfram Sjá meira
Körfuboltakvöld rifjaði upp gamlar minningar: Hermann skammaðist sín fyrir slaufuna og gelið í hárinu