Vilja sveitarfélögin mismuna fólki? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar 8. júní 2023 12:30 Þegar kom í ljós að starfsfólk sveitarfélaganna fékk mismunandi laun fyrstu þrjá mánuði ársins eftir hvaða stéttafélagi það tilheyrði, töldum við í BSRB að málið yrði fljótafgreitt í ljósi sögunnar. Sveitarfélögin voru fyrstu atvinnurekendur landsins til að taka upp samræmt starfsmatskerfi sem hafði það að markmiði framfylgja jafnlaunaákvæðum laga og tryggja starfsfólki sömu laun fyrir sömu eða jafnkrefjandi störf óháð kyni, vinnustað eða stéttafélagi. Þetta markmið er í samræmi við jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar og dómaframkvæmd um að mismunandi kjarasamningar réttlæti ekki launamun fólks í sama starfi. Það eru mikil vonbrigði að deila þurfi um þennan sjálfsagða rétt fólks. Dæmi um störf sem eru talin jafnkrefjandi og þar með jafnverðmæt samkvæmt starfsmati eru frístundaleiðbeinandi, leiðbeinandi á leikskóla og skólaritari. Fólk sem starfar í þessum störfum er sem sagt á ólíkum vinnustöðum innan sveitarfélaga en sömu launum óháð því í hvaða stéttarfélagi þau eru. Það er algjörlega ljóst og hefur verið það í fjöldamörg ár að fólk í sömu störfum eigi að fá sömu laun, enda hefur það verið framkvæmdin hingað til. Sveitarfélögin fóru ekki ein í þetta verkefni að meta störfin með starfsmati heldur er það samstarfsverkefni þeirra og stéttarfélaga sem þau semja við og hefur verið í yfir tvo áratugi. Starfsmatið hefur jafnframt auðveldað stjórnendum að ákveða laun í samræmi við jafnlaunaákvæði jafnréttislaga og þar með fá jafnlaunavottun. Félagsfólk okkar sem starfar hjá sveitarfélögum þekkir vel til starfsmatsins og veit sem er að það á að geta treyst því að þau fái sömu laun og aðrir fyrir sömu eða sambærileg störf. Þetta traust er rofið og sveitarfélögin virðast ekki átta sig á því hvaða afleiðingar það mun hafa til framtíðar. Félagsfólk okkar er skiljanlega reitt yfir því að í janúar, febrúar og mars á þessu ári hafi þau verið á lægri launum en samstarfsfólk þeirra í sömu eða sambærilegum störfum sem er í öðrum stéttarfélögum. Þau eru reið og vonsvikin yfir því að til þurfi verkföll til að knýja fram þessa sjálfsögðu kröfu. Þær spurningar sem þau spyrja sig eru á borð við það hvort þau séu minna virði en samstarfsfólk þeirra og hvort þau vilji vinna hjá sveitarfélagi sem mismunar starfsfólki með þessum hætti. Sum íhuga jafnvel að segja upp. Þau spyrja sig einnig hvort þessi launamismunur sé í samræmi við jafnréttislög og þá jafnlaunavottun? Svarið er að sjálfsögðu nei – enda berast fregnir af því að þau sveitarfélög sem nýlega hófu endurnýjun jafnlaunavottunar eigi í hættu á að missa vottunina. Eftir stendur spurningin um hversu langt sveitarfélögin ætli að ganga í eigin hagsmunabaráttu sem bitnar harkalega á þeirra eigin starfsfólki, sem er á lægstu laununum á íslenskum vinnumarkaði þrátt fyrir að vinna ómissandi störf sem halda samfélaginu gangandi. Það eru sveitarfélögin sem bera ábyrgð sem atvinnurekendur þessa fólks – og það eru þau sem geta leyst deiluna og gengið að þeirri sjálfsögðu réttlætiskröfu að greiða sömu laun fyrir sömu störf. Ef það verður ekki gert munu sveitarfélögin finna enn frekar fyrir samfélagslegum kostnaði kjaradeilunnar dragist hún á langinn. Höfundur er formaður BSRB. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinnumarkaður Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Sonja Ýr Þorbergsdóttir Mest lesið „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun D, 3 eða rautt? Arnar Steinn Þórarinsson Skoðun Í dag er ég líka reiður! Davíð Bergmann Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Tími til að tala leikskólana upp Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Á Kópavogur að vera fallegur bær? Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Börn og stuðningur við þau í íþrótta- og tómstundastarfi Eygló Ósk Gústafsdóttir,Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Aðdragandi 7. oktober 2023 í Palestínu Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Útlendingamálin á réttri leið Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Eyjar í draumi eða dáleiðslu, þögnin í bæjarmálum er orðin hættuleg Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Kvíðir þú jólunum? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Í dag er ég líka reiður! Davíð Bergmann skrifar Skoðun NPA breytir lífum – það gleymist í umræðunni Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun D, 3 eða rautt? Arnar Steinn Þórarinsson skrifar Skoðun Tími til að tala leikskólana upp Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Dráp á börnum halda áfram þrátt fyrir vopnahlé Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Sjá meira
Þegar kom í ljós að starfsfólk sveitarfélaganna fékk mismunandi laun fyrstu þrjá mánuði ársins eftir hvaða stéttafélagi það tilheyrði, töldum við í BSRB að málið yrði fljótafgreitt í ljósi sögunnar. Sveitarfélögin voru fyrstu atvinnurekendur landsins til að taka upp samræmt starfsmatskerfi sem hafði það að markmiði framfylgja jafnlaunaákvæðum laga og tryggja starfsfólki sömu laun fyrir sömu eða jafnkrefjandi störf óháð kyni, vinnustað eða stéttafélagi. Þetta markmið er í samræmi við jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar og dómaframkvæmd um að mismunandi kjarasamningar réttlæti ekki launamun fólks í sama starfi. Það eru mikil vonbrigði að deila þurfi um þennan sjálfsagða rétt fólks. Dæmi um störf sem eru talin jafnkrefjandi og þar með jafnverðmæt samkvæmt starfsmati eru frístundaleiðbeinandi, leiðbeinandi á leikskóla og skólaritari. Fólk sem starfar í þessum störfum er sem sagt á ólíkum vinnustöðum innan sveitarfélaga en sömu launum óháð því í hvaða stéttarfélagi þau eru. Það er algjörlega ljóst og hefur verið það í fjöldamörg ár að fólk í sömu störfum eigi að fá sömu laun, enda hefur það verið framkvæmdin hingað til. Sveitarfélögin fóru ekki ein í þetta verkefni að meta störfin með starfsmati heldur er það samstarfsverkefni þeirra og stéttarfélaga sem þau semja við og hefur verið í yfir tvo áratugi. Starfsmatið hefur jafnframt auðveldað stjórnendum að ákveða laun í samræmi við jafnlaunaákvæði jafnréttislaga og þar með fá jafnlaunavottun. Félagsfólk okkar sem starfar hjá sveitarfélögum þekkir vel til starfsmatsins og veit sem er að það á að geta treyst því að þau fái sömu laun og aðrir fyrir sömu eða sambærileg störf. Þetta traust er rofið og sveitarfélögin virðast ekki átta sig á því hvaða afleiðingar það mun hafa til framtíðar. Félagsfólk okkar er skiljanlega reitt yfir því að í janúar, febrúar og mars á þessu ári hafi þau verið á lægri launum en samstarfsfólk þeirra í sömu eða sambærilegum störfum sem er í öðrum stéttarfélögum. Þau eru reið og vonsvikin yfir því að til þurfi verkföll til að knýja fram þessa sjálfsögðu kröfu. Þær spurningar sem þau spyrja sig eru á borð við það hvort þau séu minna virði en samstarfsfólk þeirra og hvort þau vilji vinna hjá sveitarfélagi sem mismunar starfsfólki með þessum hætti. Sum íhuga jafnvel að segja upp. Þau spyrja sig einnig hvort þessi launamismunur sé í samræmi við jafnréttislög og þá jafnlaunavottun? Svarið er að sjálfsögðu nei – enda berast fregnir af því að þau sveitarfélög sem nýlega hófu endurnýjun jafnlaunavottunar eigi í hættu á að missa vottunina. Eftir stendur spurningin um hversu langt sveitarfélögin ætli að ganga í eigin hagsmunabaráttu sem bitnar harkalega á þeirra eigin starfsfólki, sem er á lægstu laununum á íslenskum vinnumarkaði þrátt fyrir að vinna ómissandi störf sem halda samfélaginu gangandi. Það eru sveitarfélögin sem bera ábyrgð sem atvinnurekendur þessa fólks – og það eru þau sem geta leyst deiluna og gengið að þeirri sjálfsögðu réttlætiskröfu að greiða sömu laun fyrir sömu störf. Ef það verður ekki gert munu sveitarfélögin finna enn frekar fyrir samfélagslegum kostnaði kjaradeilunnar dragist hún á langinn. Höfundur er formaður BSRB.
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Börn og stuðningur við þau í íþrótta- og tómstundastarfi Eygló Ósk Gústafsdóttir,Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eyjar í draumi eða dáleiðslu, þögnin í bæjarmálum er orðin hættuleg Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun