Kalla eftir afsögn yfirmanns PGA eftir samrunann við LIV Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 7. júní 2023 16:30 Jay Monahan er ekki vinsælasti maðurinn innan golfheimsins í dag. Cliff Hawkins/Getty Images Eftir að tilkynnt var um samruna PGA- og LIV-mótaraðanna í golfi hafa margir af fremstu kylfingum heims látið óánægju sína í ljós. Kylfingar sem héldu tryggð við PGA-mótaröðina hittust í gær og margir þeirra kölluðu eftir afsögn Jay Monahan, yfirmanns PGA. Eftir stofnun sádiarabísku LIV-mótaraðarinnar létu nokkrir af betri kylfingum heims freistast og gengu til liðs við hana frá PGA-mótaröðinni. Þar á meðal voru kylfingar á borð við Phil Mickelson, Dustin Johnson, Bryson DeChambeau og Brooks Koepka. Monahan sagði á sínum tíma að þeir kylfingar sem myndu ganga til liðs við LIV-mótaröðina yrðu ekki boðnir velkomnir aftur á PGA-mótaröðina, en nú virðist annað ganga yfir hann og aðra stjórnendur PGA. „Ég veit vel að fólk mun kalla mig hræsnara,“ sagði Monahan eftir samrunann. Kylfingar fengu ekkert að vita Þrátt fyrir að PGA-mótaröðin, sem og Evrópumótaröðin DP World Tour, hafi misst nokkra af sínum bestu kylfingum yfir á LIV-mótaröðina voru þó enn ansi margir sem ekki færðu sig yfir. Tiger Woods, Collin Morikawa, Jon Rahm og efsti maður heimslistans, Rory McIlroy, héldu tryggð við PGA-mótaröðina og vörðu hana með kjafti og klóm. McIlroy tjáði sig um samrunann fyrr í dag þar sem hann sagði að samruninn væri í raun góður fyrir golfíþróttina, en að hann hataði enn LIV. Yfirmenn og stjórnendur mótaraðarinnar höfðu þó greinilega lítinn sem engann áhuga á því að endurgjalda greiðann því þeir kylfingar sem héldu tryggð við PGA-mótaröðina fengu ekki einu sinni að vita af samrunanum fyrr en eftir að hann var genginn í gegn. I love finding out morning news on Twitter— Collin Morikawa (@collin_morikawa) June 6, 2023 Dynjandi lófatak fyrir hugmyndum um afsögn Bandaríski kylfingurinn Johnson Wagner, þrefaldur PGA-sigurvegari, sagði í samtali við Golf Channel nú fyrir skemmstu að margir af þeim kylfingum sem héldu tryggð við PGA-mótaröðina hafi fundað með Monahan í gær. Hann sagði meðal annars að nokkrir hefðu kallað eftir afsögn Monahans. „Það komu alveg upp augnablik þar sem nokkrir kylfingar kölluðu eftir nýju fólki í stjórn PGA og í einhverjum tilvikum hlutu þær hugmyndir dynjandi lófatak.“ „Magnaðasta augnablikið var svo líklega þegar einn kylfingur vitnaði í orð Monahans frá 3M-mótinu í Minnesota í fyrra þar sem hann sagði að svo lengi sem hann væri yfirmaður PGA-mótaraðarinnar myndi ekki nokkur kylfingur sem hefði þegið peninga frá LIV leika á PGA-mótaröðinni framar.“ „Menn voru reiðir og kölluðu eftir því að hann myndi segja af sér, en Monahan sat bara þarna og tók við höggunum eins og ekkert væri.“ Golf LIV-mótaröðin Tengdar fréttir PGA-mótaröðin og LIV-mótaröðin sameinast Bandaríska PGA-mótaröðin í golfi hefur samþykkt að sameinast sínum helsta keppinauti, sádiarabísku LIV-mótaröðinni. Sameining mótaraðanna þýðir að öll málaferli þeirra á milli verða felld niður. 6. júní 2023 14:44 Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Sport Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fótbolti Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Fleiri fréttir Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vélmennið leiðir Opna breska Reyndi allt til að koma kúlunni niður Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Munkur slær í gegn á Opna breska Fimm jafnir á toppnum eftir fyrsta hring „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ Dani og Kínverji leiða á Opna breska Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Sjá meira
Eftir stofnun sádiarabísku LIV-mótaraðarinnar létu nokkrir af betri kylfingum heims freistast og gengu til liðs við hana frá PGA-mótaröðinni. Þar á meðal voru kylfingar á borð við Phil Mickelson, Dustin Johnson, Bryson DeChambeau og Brooks Koepka. Monahan sagði á sínum tíma að þeir kylfingar sem myndu ganga til liðs við LIV-mótaröðina yrðu ekki boðnir velkomnir aftur á PGA-mótaröðina, en nú virðist annað ganga yfir hann og aðra stjórnendur PGA. „Ég veit vel að fólk mun kalla mig hræsnara,“ sagði Monahan eftir samrunann. Kylfingar fengu ekkert að vita Þrátt fyrir að PGA-mótaröðin, sem og Evrópumótaröðin DP World Tour, hafi misst nokkra af sínum bestu kylfingum yfir á LIV-mótaröðina voru þó enn ansi margir sem ekki færðu sig yfir. Tiger Woods, Collin Morikawa, Jon Rahm og efsti maður heimslistans, Rory McIlroy, héldu tryggð við PGA-mótaröðina og vörðu hana með kjafti og klóm. McIlroy tjáði sig um samrunann fyrr í dag þar sem hann sagði að samruninn væri í raun góður fyrir golfíþróttina, en að hann hataði enn LIV. Yfirmenn og stjórnendur mótaraðarinnar höfðu þó greinilega lítinn sem engann áhuga á því að endurgjalda greiðann því þeir kylfingar sem héldu tryggð við PGA-mótaröðina fengu ekki einu sinni að vita af samrunanum fyrr en eftir að hann var genginn í gegn. I love finding out morning news on Twitter— Collin Morikawa (@collin_morikawa) June 6, 2023 Dynjandi lófatak fyrir hugmyndum um afsögn Bandaríski kylfingurinn Johnson Wagner, þrefaldur PGA-sigurvegari, sagði í samtali við Golf Channel nú fyrir skemmstu að margir af þeim kylfingum sem héldu tryggð við PGA-mótaröðina hafi fundað með Monahan í gær. Hann sagði meðal annars að nokkrir hefðu kallað eftir afsögn Monahans. „Það komu alveg upp augnablik þar sem nokkrir kylfingar kölluðu eftir nýju fólki í stjórn PGA og í einhverjum tilvikum hlutu þær hugmyndir dynjandi lófatak.“ „Magnaðasta augnablikið var svo líklega þegar einn kylfingur vitnaði í orð Monahans frá 3M-mótinu í Minnesota í fyrra þar sem hann sagði að svo lengi sem hann væri yfirmaður PGA-mótaraðarinnar myndi ekki nokkur kylfingur sem hefði þegið peninga frá LIV leika á PGA-mótaröðinni framar.“ „Menn voru reiðir og kölluðu eftir því að hann myndi segja af sér, en Monahan sat bara þarna og tók við höggunum eins og ekkert væri.“
Golf LIV-mótaröðin Tengdar fréttir PGA-mótaröðin og LIV-mótaröðin sameinast Bandaríska PGA-mótaröðin í golfi hefur samþykkt að sameinast sínum helsta keppinauti, sádiarabísku LIV-mótaröðinni. Sameining mótaraðanna þýðir að öll málaferli þeirra á milli verða felld niður. 6. júní 2023 14:44 Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Sport Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fótbolti Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Fleiri fréttir Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vélmennið leiðir Opna breska Reyndi allt til að koma kúlunni niður Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Munkur slær í gegn á Opna breska Fimm jafnir á toppnum eftir fyrsta hring „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ Dani og Kínverji leiða á Opna breska Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Sjá meira
PGA-mótaröðin og LIV-mótaröðin sameinast Bandaríska PGA-mótaröðin í golfi hefur samþykkt að sameinast sínum helsta keppinauti, sádiarabísku LIV-mótaröðinni. Sameining mótaraðanna þýðir að öll málaferli þeirra á milli verða felld niður. 6. júní 2023 14:44