Leikur kvöldsins var æsispennandi framan af en aðeins munaði einu marki á liðunum í hálfleik, staðan þá 18-17. Í síðari hálfleik reyndust heimamenn í Veszprém sterkari aðilinn og unnu á endanum sannfærandi sjö marka sigur, 34-27.
Sigurinn þýðir að staðan í úrslitaeinvíginu er jöfn 1-1 og fer einvígið því í oddaleik sem fram fer á föstudaginn kemur. Vinna þarf tvo leiki til að verða meistari.
Bjarki Már var frábær í liði Veszprém en hornamaðurinn skoraði níu mörk í leiknum.