Handbolti

Arnar Freyr fór mikinn í sigri Melsungen

Aron Guðmundsson skrifar
Arnar Freyr Arnarsson, leikmaður Melsungen og íslenska landsliðsins.
Arnar Freyr Arnarsson, leikmaður Melsungen og íslenska landsliðsins. Vísir

Nokkrir leikir voru á dagskrá í þýska handboltanum í dag og nú sem áður fyrr voru Íslendingar áberandi í leikjum deildarinnar.

Arnar Freyr Arnarsson lét til sín taka með liði Melsungen sem vann þriggja marka sigur á Wetzlar, 27-25. Arnar var markahæsti maður Melsungen í leiknum með fimm mörk. Melsungen er sem stendur í 8. sæti þýsku deildarinnar með 32 stig.

Þá unnu Ýmir Örn Gíslason og liðsfélagar hans í Rhein Neckar-Löwen öruggan sautján marka sigur á Erlangen er liðin mættust núna seinnipartinn. Löwen er sem fyrr í 5. sæti deildarinnar og situr þar með 45 stig líkt og Flensburg.

Flensburg var einmitt í eldlínunni í dag en liðið mátti sætta sig við fimm marka tap gegn Burgdorf. Teitur Örn Einarsson skoraði tvö mörk í leiknum og gaf eina stoðsendingu. Flensburg er sem stendur í 4. sæti deildarinnar. 

Lærisveinar Guðjóns Vals Sigurðssonar í Gummersbach töpuðu þá með naumindum gegn TVB Stuttgart. Lokatölur í þeim leik urðu eins marks sigur Stuttgart, 31-30. Elliði Snær Viðarsson skoraði tvö mörk og gaf eina stoðsendingu í leiknum en Hákon Daði Styrmisson er einnig leikmaður Gummersbach.

Önnur úrslit dagsins: 

BHC 26-29 Kiel

Göppingen 25-19 Fusche Berlin




Fleiri fréttir

Sjá meira


×