Oddaleikurinn fór fram í Vestmannaeyjum í gærkvöldi fyrir framan troðfullt hús og í mikilli stemmningu.
Eyjamenn voru að vinna sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil í fimm ár og fyrsta stóra titilinn í þrjú ár.
ÍBV vann sjö fyrstu leiki sína í úrslitakeppninni en tapaði síðan tveimur leikjum í röð og einhverjir voru farnir að afskrifa Eyjamenn. Þeir sýndu hins vegar styrk sinn í gærkvöldi.
Seinni bylgjan heiðraði nýkrýnda Íslandsmeistara með meistaramyndbandi í lok þáttarins í gær og má sjá það hér fyrir neðan. Egill Birgisson er maðurinn á bak við þetta frábæra myndband.
Þarna er saga 2022-23 tímabilsins rakin þar sem hápunkturinn er auðvitað oddaleikurinn fyrir framan troðfullu íþróttahúsi í Eyjum.