Sport

Dagskráin í dag: Bestu deildirnar og úrslitaeinvígið hefst í NBA

Smári Jökull Jónsson skrifar
KR-ingar verða í eldínunni í kvöld þegar þeir mæta Fylki í Bestu deildinni.
KR-ingar verða í eldínunni í kvöld þegar þeir mæta Fylki í Bestu deildinni. Vísir/Anton Brink

Það verður líf og fjör á íþróttarásum Stöðvar 2 í dag og í kvöld. Leikir fara fram í Bestu deildum karla og kvenna og þá verður fyrsti leikur Denver Nuggets og Miami Heat í úrslitaeinvígi NBA-deildarinnar í beinni útsendingu.

Stöð 2 Sport

Leikur Fylkis og KR í Bestu deild karla verður sýndur beint og hefst útsending klukkan 19:00. Bæði lið mæta full sjálfstrausts til leiks eftir sigra í síðustu umferð.

Strax að leik loknum verða Bestu tilþrifin á dagskrá þar sem farið verður yfir helstu atvikin í leikjum kvöldsins.

Stöð 2 Sport 2

Klukkan 18:50 verður sýnt beint frá leik Unicaja og Tenerife í spænska körfuboltanum og á miðnætti hefst upphitun fyrir fyrsta leik Denver Nuggets og Miami Heat í úrslitaeinvígi NBA-deildarinnar. Leikurinn sjálfur verður síðan í beinni útsendingu klukkan 00:30.

Stöð 2 Sport 4

Mizuho Americas Open mótið á LPGA mótaröðinni í golfi verður í beinni útsendingu frá klukkan 15:00.

Stöð 2 Sport 5

Þór/KA og FH mætast í Bestu deild kvenna og hefst útsending frá leiknum klukkan 17:50. Klukkan 20:30 mætir Helena Ólafsdóttir síðan í myndver ásamt sérfræðingum í Bestu mörkunum þar sem síðasta umferð verður krufin til mergjar.

Bestu deildar rásin

Leikur ÍBV og HK í Bestu deild karla verður sýndur beint klukkan 17:50.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×