Heimir Óli: Það sýður á mér og þetta er ógeðslegt Smári Jökull Jónsson skrifar 31. maí 2023 21:56 Stuðningsmenn Hauka fjölmenntu til Eyja í kvöld. Vísir/Vilhelm Heimir Óli Heimisson var afar svekktur eftir tap Hauka gegn ÍBV í kvöld. Hann mun nú leggja skóna á hilluna og sagði endirinn á ferlinum súrsætan. „Ég veit það ekki, þeir unnu - til hamingju,“ sagði Heimir Óli í viðtali við Andra Má Eggertsson eftir leik í kvöld aðspurður hvar leikurinn hefði farið frá Haukum í kvöld. Hann var ánægður með karakterinn í sínu liði en hélt aftur af sér þegar hann ræddi niðurstöðu leiksins. „Þvílíkur karakter í okkar liði og frábært hjá okkur. Ég veit það ekki, ég ætla ekki að segja of mikið. Það sýður á mér og þetta er ógeðslegt.“ Heimir Óli kom aftur inn í lið Hauka undir lok ágúst en hann hafði ætlað sér að hætta. Haukar voru í brasi í deildakeppninni en komust í bikarúrslit sem og í úrslit Olís-deildarinnar. „Ég kem aftur inn í þetta í lok ágúst og liðið er að smella seint saman. Deildakeppnin er erfið, menn í meiðslum að koma til baka en við finnum taktinn og komumst í bikarúrslitum. Við töpum, vorum góðir í 50 mínútur þar. Við komumst hingað og það hafði enginn trú á okkur þegar við komum inn í þetta. Við komumst hérna í oddaleik í Vestmannaeyjum. Þetta er ógeðslega súr endir á erfiðu og ströngu tímabili.“ Þjálfaraskipti urðu hjá Haukum í nóvember þegar Rúnar Sigtryggsson hætti þjálfun liðsins og Ásgeir Örn Hallgrímsson og Vignir Svavarsson tóku við. „Ég vil þakka Rúnari Sigtryggssyni sem var frábær með okkur fyrri partinn. Svo koma Geiri og Vignir inn í þetta, frábærir og þvílíkir Haukastrákar. Ég hef engar áhyggjur með þá tvo í farteskinu, frábærir þjálfarar. Núna verður fínt að sitja upp í stúku og hafa skoðanir á leikmönnum og dómurum. Ég vill gera allt svo titilinn fari aftur á Ásvelli á næsta ári,“ bætti Heimir Óli við og nú fara skórnir hans upp á hillu. Hann viðurkenndi að tilfinningin væri skrýtin. „Auðvitað súrsætt. Það eru tvö yndisleg börn sem bíða hérna, konan mín er hérna og fjölskyldan og tengdafjölskyldan hefur stutt mig í einu og öllu. Heilt yfir er ég ótrúlega ánægður þó ég sé svekktur í kvöld.“ Olís-deild karla ÍBV Haukar Mest lesið Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Íslenski boltinn Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Fótbolti „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn Uppselt í fyrsta sinn á Álftanesinu Sport „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti Fleiri fréttir Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjá meira
„Ég veit það ekki, þeir unnu - til hamingju,“ sagði Heimir Óli í viðtali við Andra Má Eggertsson eftir leik í kvöld aðspurður hvar leikurinn hefði farið frá Haukum í kvöld. Hann var ánægður með karakterinn í sínu liði en hélt aftur af sér þegar hann ræddi niðurstöðu leiksins. „Þvílíkur karakter í okkar liði og frábært hjá okkur. Ég veit það ekki, ég ætla ekki að segja of mikið. Það sýður á mér og þetta er ógeðslegt.“ Heimir Óli kom aftur inn í lið Hauka undir lok ágúst en hann hafði ætlað sér að hætta. Haukar voru í brasi í deildakeppninni en komust í bikarúrslit sem og í úrslit Olís-deildarinnar. „Ég kem aftur inn í þetta í lok ágúst og liðið er að smella seint saman. Deildakeppnin er erfið, menn í meiðslum að koma til baka en við finnum taktinn og komumst í bikarúrslitum. Við töpum, vorum góðir í 50 mínútur þar. Við komumst hingað og það hafði enginn trú á okkur þegar við komum inn í þetta. Við komumst hérna í oddaleik í Vestmannaeyjum. Þetta er ógeðslega súr endir á erfiðu og ströngu tímabili.“ Þjálfaraskipti urðu hjá Haukum í nóvember þegar Rúnar Sigtryggsson hætti þjálfun liðsins og Ásgeir Örn Hallgrímsson og Vignir Svavarsson tóku við. „Ég vil þakka Rúnari Sigtryggssyni sem var frábær með okkur fyrri partinn. Svo koma Geiri og Vignir inn í þetta, frábærir og þvílíkir Haukastrákar. Ég hef engar áhyggjur með þá tvo í farteskinu, frábærir þjálfarar. Núna verður fínt að sitja upp í stúku og hafa skoðanir á leikmönnum og dómurum. Ég vill gera allt svo titilinn fari aftur á Ásvelli á næsta ári,“ bætti Heimir Óli við og nú fara skórnir hans upp á hillu. Hann viðurkenndi að tilfinningin væri skrýtin. „Auðvitað súrsætt. Það eru tvö yndisleg börn sem bíða hérna, konan mín er hérna og fjölskyldan og tengdafjölskyldan hefur stutt mig í einu og öllu. Heilt yfir er ég ótrúlega ánægður þó ég sé svekktur í kvöld.“
Olís-deild karla ÍBV Haukar Mest lesið Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Íslenski boltinn Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Fótbolti „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn Uppselt í fyrsta sinn á Álftanesinu Sport „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti Fleiri fréttir Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita