„Það hafði enginn trú á okkur“ Aron Guðmundsson skrifar 28. maí 2023 08:00 Guðmundur Guðmundsson er að gera frábæra hluti með Fredericia í Danmörku VÍSIR/VILHELM Fredericia undir stjórn Guðmundar Guðmundssonar hefur komið mörgum á óvart í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta. Liðið á fyrir höndum ærið verkefni í oddaleik gegn Álaborg í dag í undanúrslitum dönsku deildarinnar. Fredericia hefur ekki fagnað mörgum titlum undanfarin ár en síðasti Danmerkur titill liðsins kom árið 1980. Liðið hefur komið á óvart á yfirstandandi tímabili með því að komast í undanúrslit í úrslitakeppni dönsku deildarinnar en nú blasir við oddaleikur við stjörnuprýtt lið Álaborgar, sem státar meðal annars af Mikkel Hansen og Aroni Pálmarssyni. Guðmundur segir mikla stemningu í Fredericia fyrir komandi verkefni. „Stemningin er bara stórkostleg,“ segir Guðmundur í samtali við Vísi. „Það er alveg sama hvar maður er í bænum, það eru allir að tala um handbolta, spyrja út í leikinn, óska okkur góðs gengis og óska okkur til hamingju. Það er stórkostlega gaman að vera þátttakandi í þessu. Fyrir mig er þetta mjög skemmtilegt, að finna þetta fornfræga félag vera að koma til baka. Það er ofboðslega skemmtilegt en hefur tekið 43 ár. Þetta er langur tími en ég er stoltur af því að vera þátttakandi í því að vera vekja risann. Ég er þakklátur fyrir að hafa fengið þetta tækifæri, að hafa verið treyst fyrir þessu verkefni.“ Guðmundur segir ofboðslega mikið hjarta og sál í Frederica. „Það byggir meðal annars líka á því að það er saga á bak við þetta félag. Það er það sem maður finnur svo sterkt og er svo skemmtilegt. Það er meðal annars út frá þessu sem handboltafélagið í Danmörku samgleðst okkur.“ Fram undan er oddaleikur við Álaborg í dag, eitt af stærstu liðum Danmörku, ef ekki það stærsta. „Við erum auðvitað litla liðið í þessum undanúrslitum. Það eru allir sammála um það og það hafði enginn trú á okkur, að við myndum hafa þetta af en nú erum við komnir í oddaleik og ætlum að njóta þess að spila þar. En við erum ekki að fara þangað bara til þess að vera með, við erum að fara þangað til þess að vinna og slá þá út. Það er markmiðið.“ Danski handboltinn Tengdar fréttir Guðmundur í skýjunum: „Sóknin var stórkostleg“ Guðmundur Guðmundsson var í sjöunda himni eftir að hans menn í Fredericia unnu frækinn sigur á stjörnum prýddu liði Álaborgar, 30-29, í undanúrslitum um danska meistaratitilinn í handbolta. 25. maí 2023 14:31 „Handboltanördinn“ Guðmundur fær sjaldséð hrós frá dönsku pressunni Íslenski handboltaþjálfarinn Guðmundur Guðmundsson er búinn að koma Fredericia í undanúrslit um danska meistaratitilinn og þetta afrek hefur ekki farið fram hjá neinum sem fylgjast með danska handboltanum. 16. maí 2023 11:01 Mest lesið Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti „Hún er í afneitun“ Sport Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Handbolti Hver er staðan og hvað tekur við? Handbolti Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti Slóvenía - Ísland | Allra síðasti séns Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti Elvar skráður inn á EM Handbolti Séra Guðni mættur til Malmö: „Við erum að fara í undanúrslit“ Handbolti Fleiri fréttir „Miklu erfiðara að sitja upp í stúku“ Haukur tæpur fyrir leik dagsins Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Elvar skráður inn á EM Verða að koma með stemninguna sjálfir Slóvenía - Ísland | Allra síðasti séns Séra Guðni mættur til Malmö: „Við erum að fara í undanúrslit“ Hver er staðan og hvað tekur við? Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Sjáðu myndirnar: Svekkelsi gegn Sviss Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum „Snorri á alla mína samúð“ Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik „Þetta er þungt“ „Ég trúi ekki að við unnum ekki í dag“ „Þrjár eða fjórar sekúndur sem eru krítískar á þessum tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Sviss: Magalending í Malmö „Þetta er algjör viðbjóður akkúrat núna“ Svona er staðan: Strákarnir okkar þurfa að treysta á sænskt eða króatískt tap Tölur á móti Sviss: Sviss með 25 mörk eftir að hafa opnað íslensku vörnina Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Mætir sínu gamla landsliði í miklum grannaslag í riðli Íslands Myndasyrpa: Ekkert stopp á stemningunni í Malmö Viggó í hópnum gegn Sviss Vill Wille burt Sjá meira
Fredericia hefur ekki fagnað mörgum titlum undanfarin ár en síðasti Danmerkur titill liðsins kom árið 1980. Liðið hefur komið á óvart á yfirstandandi tímabili með því að komast í undanúrslit í úrslitakeppni dönsku deildarinnar en nú blasir við oddaleikur við stjörnuprýtt lið Álaborgar, sem státar meðal annars af Mikkel Hansen og Aroni Pálmarssyni. Guðmundur segir mikla stemningu í Fredericia fyrir komandi verkefni. „Stemningin er bara stórkostleg,“ segir Guðmundur í samtali við Vísi. „Það er alveg sama hvar maður er í bænum, það eru allir að tala um handbolta, spyrja út í leikinn, óska okkur góðs gengis og óska okkur til hamingju. Það er stórkostlega gaman að vera þátttakandi í þessu. Fyrir mig er þetta mjög skemmtilegt, að finna þetta fornfræga félag vera að koma til baka. Það er ofboðslega skemmtilegt en hefur tekið 43 ár. Þetta er langur tími en ég er stoltur af því að vera þátttakandi í því að vera vekja risann. Ég er þakklátur fyrir að hafa fengið þetta tækifæri, að hafa verið treyst fyrir þessu verkefni.“ Guðmundur segir ofboðslega mikið hjarta og sál í Frederica. „Það byggir meðal annars líka á því að það er saga á bak við þetta félag. Það er það sem maður finnur svo sterkt og er svo skemmtilegt. Það er meðal annars út frá þessu sem handboltafélagið í Danmörku samgleðst okkur.“ Fram undan er oddaleikur við Álaborg í dag, eitt af stærstu liðum Danmörku, ef ekki það stærsta. „Við erum auðvitað litla liðið í þessum undanúrslitum. Það eru allir sammála um það og það hafði enginn trú á okkur, að við myndum hafa þetta af en nú erum við komnir í oddaleik og ætlum að njóta þess að spila þar. En við erum ekki að fara þangað bara til þess að vera með, við erum að fara þangað til þess að vinna og slá þá út. Það er markmiðið.“
Danski handboltinn Tengdar fréttir Guðmundur í skýjunum: „Sóknin var stórkostleg“ Guðmundur Guðmundsson var í sjöunda himni eftir að hans menn í Fredericia unnu frækinn sigur á stjörnum prýddu liði Álaborgar, 30-29, í undanúrslitum um danska meistaratitilinn í handbolta. 25. maí 2023 14:31 „Handboltanördinn“ Guðmundur fær sjaldséð hrós frá dönsku pressunni Íslenski handboltaþjálfarinn Guðmundur Guðmundsson er búinn að koma Fredericia í undanúrslit um danska meistaratitilinn og þetta afrek hefur ekki farið fram hjá neinum sem fylgjast með danska handboltanum. 16. maí 2023 11:01 Mest lesið Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti „Hún er í afneitun“ Sport Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Handbolti Hver er staðan og hvað tekur við? Handbolti Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti Slóvenía - Ísland | Allra síðasti séns Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti Elvar skráður inn á EM Handbolti Séra Guðni mættur til Malmö: „Við erum að fara í undanúrslit“ Handbolti Fleiri fréttir „Miklu erfiðara að sitja upp í stúku“ Haukur tæpur fyrir leik dagsins Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Elvar skráður inn á EM Verða að koma með stemninguna sjálfir Slóvenía - Ísland | Allra síðasti séns Séra Guðni mættur til Malmö: „Við erum að fara í undanúrslit“ Hver er staðan og hvað tekur við? Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Sjáðu myndirnar: Svekkelsi gegn Sviss Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum „Snorri á alla mína samúð“ Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik „Þetta er þungt“ „Ég trúi ekki að við unnum ekki í dag“ „Þrjár eða fjórar sekúndur sem eru krítískar á þessum tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Sviss: Magalending í Malmö „Þetta er algjör viðbjóður akkúrat núna“ Svona er staðan: Strákarnir okkar þurfa að treysta á sænskt eða króatískt tap Tölur á móti Sviss: Sviss með 25 mörk eftir að hafa opnað íslensku vörnina Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Mætir sínu gamla landsliði í miklum grannaslag í riðli Íslands Myndasyrpa: Ekkert stopp á stemningunni í Malmö Viggó í hópnum gegn Sviss Vill Wille burt Sjá meira
Guðmundur í skýjunum: „Sóknin var stórkostleg“ Guðmundur Guðmundsson var í sjöunda himni eftir að hans menn í Fredericia unnu frækinn sigur á stjörnum prýddu liði Álaborgar, 30-29, í undanúrslitum um danska meistaratitilinn í handbolta. 25. maí 2023 14:31
„Handboltanördinn“ Guðmundur fær sjaldséð hrós frá dönsku pressunni Íslenski handboltaþjálfarinn Guðmundur Guðmundsson er búinn að koma Fredericia í undanúrslit um danska meistaratitilinn og þetta afrek hefur ekki farið fram hjá neinum sem fylgjast með danska handboltanum. 16. maí 2023 11:01