Að kíkja í pakkann Guðbrandur Einarsson skrifar 26. maí 2023 07:30 Við stjórnmálafólk berum ríka skyldu til að bæta hag almennings á hverjum tíma. Viðfangsefnin eru mismunandi og nauðsynlegt að horfa bæði til skemmri tíma og lengri. Við erum nú að upplifa verulegan óstöðugleika í íslensku efnahagslífi sem hefur neikvæð áhrif á lífskjörin í landinu. Þetta er alls ekki óþekkt fyrirbrigði íslensku samfélagi. Sveiflurnar eru miklar upp og niður. Við slíkar aðstæður er erfitt að gera einhver plön sem halda og því miður er það þannig að sú áætlun sem gerð var í dag er orðin úrelt á morgun. Í desember 2009 skipaði þáverandi utanríkisráðherra 10 samningahópa sem var ætlað að annast undirbúning aðildarviðræðna við ESB. Þeim viðræðum var síðan slitið illu heilli fjórum árum seinna eða í desember 2013 af öðrum utanríkisráðherra. Ástæðan sem hann bar fyrir sig var að ekki næðust samningar í sjávarútvegsmálum. Það vita það hins vegar allir að andstæðingar ESB aðildar nýttu sér ágreining um skiptingu makrílkvóta til þess að réttlæta viðræðuslit. Allir aðrir en Íslendingar gátu hins vegar gengið til samninga um skiptingu makrílkvótans. Norðmenn hafa tvisvar kíkt í pakkann Margir hafa talað með fyrirlitningu um að það hafi ekkert upp á sig að kíkja í pakkann. Fari menn í viðræður sé það til þess að fara inn. Því er til að svara að Norðmenn hafa í tvígang kíkt í þennan pakka og ákveðið að hafna honum, með naumindum þó. Við erum hins vegar alltaf í þeirri stöðu að þeir sem ráða för neita þjóðinni um að fá úr því skorið hvort aðild að ESB geti verið vænleg eða ekki. Þá er borið fyrir sig fullveldisafsali, að stjórn sjávarútvegs hverfi til Brussel og að íslenskur landbúnaður lendi í kröggum. Ekkert af þessu hefur verið fullreynt. Ekkert þeirra ríkja sem nú mynda Evrópusambandið telja sig hafa tapað fullveldinu. Þau telja sig að sjálfsögðu fullvalda ríki í samstarfi við önnur ríki (eins og við Íslendingar erum á mörgum sviðum líka). Reglan um hlutfallslegan stöðugleika ætti að tryggja okkur yfirráð yfir fiskimiðunum við Íslands þar sem að ekkert ríki innan ESB hefur stundað hér veiðar í áratugi. Hvað varðar landbúnaðinn sem skiptir okkur svo miklu þá fengu Finnar og Svíar samþykktan viðauka við ESB samninginn um landbúnað á köldum svæðum og ætti allt Ísland að falla þar undir með ívilnunum fyrir íslenskan landbúnað. Það er því ekki hægt að sjá að rök andstæðinga ESB aðildar haldi vatni. Hvað gæti verið í pakkanum? Það er eftir ýmsu að slægjast með aðild að ESB fyrir íslenskan almenning. Hagfræðingar hafa talað um að viðvarandi vaxtamunur við útlönd upp á 3-4% myndi minnka verulega. Það samsvarar um 300 milljörðum króna fyrir íslenskt samfélag. Þó að upphæðin væri ekki þessi tala þá myndi það skipta okkur máli að njóta sambærilegra vaxtakjara og samanburðarþjóðir í Evrópu. Það er í þessu samhengi áhugavert að velta því upp að framlag til heilbrigðismála er um 320 milljarðar. Við myndum sjá tollamúra hrynja og aðgengi að mörkuðum aukast. Það hefur í för með sér lægra matarverð og þar með aukinn kaupmátt launanna okkar. Hræðslupólitík Við megum ekki láta hræðslupólitík þeirra sem hugsa fyrst og fremst um að gæta sérhagsmuna hræða okkur frá því að skoða hvað getur komið okkur vel í nútíð og framtíð. Þröstur Ólafsson hagfræðingur sagði í færslu á Facebook nýverið, að upptaka stöðugri gjaldmiðils væri „höfuðforsenda allra aðgerða“ fyrir traustu velferðarkerfi og heilbrigðum ríkisfjármálum. Hann hefði tekið þátt í ótal tilraunum til varanleika með krónuna við stýrið sem ætíð hafi brostið. Við náum ekki langt ef við neitum að læra af reynslunni. Það er ekki bara stór ákvörðun að ganga í Evrópusambandið en það er líka stór ákvörðun að gera það ekki. Stjórnmálafólk sem ber hag almennings fyrir brjósti verður að beita sér fyrir því að viðræðunum verði haldið áfram svo við fáum að sjá hvað er í pakkanum í raun og veru. Tilraunirnar með krónuna hafa verið margar eins og hagfræðingurinn Þröstur bendir á, en hversu lengi ætlum við að vera tilraunadýr í tilraunum sem dæmdar eru til að mistakast? Höfundur er þingmaður Viðreisnar í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðbrandur Einarsson Viðreisn Mest lesið Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Skoðun Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Sjá meira
Við stjórnmálafólk berum ríka skyldu til að bæta hag almennings á hverjum tíma. Viðfangsefnin eru mismunandi og nauðsynlegt að horfa bæði til skemmri tíma og lengri. Við erum nú að upplifa verulegan óstöðugleika í íslensku efnahagslífi sem hefur neikvæð áhrif á lífskjörin í landinu. Þetta er alls ekki óþekkt fyrirbrigði íslensku samfélagi. Sveiflurnar eru miklar upp og niður. Við slíkar aðstæður er erfitt að gera einhver plön sem halda og því miður er það þannig að sú áætlun sem gerð var í dag er orðin úrelt á morgun. Í desember 2009 skipaði þáverandi utanríkisráðherra 10 samningahópa sem var ætlað að annast undirbúning aðildarviðræðna við ESB. Þeim viðræðum var síðan slitið illu heilli fjórum árum seinna eða í desember 2013 af öðrum utanríkisráðherra. Ástæðan sem hann bar fyrir sig var að ekki næðust samningar í sjávarútvegsmálum. Það vita það hins vegar allir að andstæðingar ESB aðildar nýttu sér ágreining um skiptingu makrílkvóta til þess að réttlæta viðræðuslit. Allir aðrir en Íslendingar gátu hins vegar gengið til samninga um skiptingu makrílkvótans. Norðmenn hafa tvisvar kíkt í pakkann Margir hafa talað með fyrirlitningu um að það hafi ekkert upp á sig að kíkja í pakkann. Fari menn í viðræður sé það til þess að fara inn. Því er til að svara að Norðmenn hafa í tvígang kíkt í þennan pakka og ákveðið að hafna honum, með naumindum þó. Við erum hins vegar alltaf í þeirri stöðu að þeir sem ráða för neita þjóðinni um að fá úr því skorið hvort aðild að ESB geti verið vænleg eða ekki. Þá er borið fyrir sig fullveldisafsali, að stjórn sjávarútvegs hverfi til Brussel og að íslenskur landbúnaður lendi í kröggum. Ekkert af þessu hefur verið fullreynt. Ekkert þeirra ríkja sem nú mynda Evrópusambandið telja sig hafa tapað fullveldinu. Þau telja sig að sjálfsögðu fullvalda ríki í samstarfi við önnur ríki (eins og við Íslendingar erum á mörgum sviðum líka). Reglan um hlutfallslegan stöðugleika ætti að tryggja okkur yfirráð yfir fiskimiðunum við Íslands þar sem að ekkert ríki innan ESB hefur stundað hér veiðar í áratugi. Hvað varðar landbúnaðinn sem skiptir okkur svo miklu þá fengu Finnar og Svíar samþykktan viðauka við ESB samninginn um landbúnað á köldum svæðum og ætti allt Ísland að falla þar undir með ívilnunum fyrir íslenskan landbúnað. Það er því ekki hægt að sjá að rök andstæðinga ESB aðildar haldi vatni. Hvað gæti verið í pakkanum? Það er eftir ýmsu að slægjast með aðild að ESB fyrir íslenskan almenning. Hagfræðingar hafa talað um að viðvarandi vaxtamunur við útlönd upp á 3-4% myndi minnka verulega. Það samsvarar um 300 milljörðum króna fyrir íslenskt samfélag. Þó að upphæðin væri ekki þessi tala þá myndi það skipta okkur máli að njóta sambærilegra vaxtakjara og samanburðarþjóðir í Evrópu. Það er í þessu samhengi áhugavert að velta því upp að framlag til heilbrigðismála er um 320 milljarðar. Við myndum sjá tollamúra hrynja og aðgengi að mörkuðum aukast. Það hefur í för með sér lægra matarverð og þar með aukinn kaupmátt launanna okkar. Hræðslupólitík Við megum ekki láta hræðslupólitík þeirra sem hugsa fyrst og fremst um að gæta sérhagsmuna hræða okkur frá því að skoða hvað getur komið okkur vel í nútíð og framtíð. Þröstur Ólafsson hagfræðingur sagði í færslu á Facebook nýverið, að upptaka stöðugri gjaldmiðils væri „höfuðforsenda allra aðgerða“ fyrir traustu velferðarkerfi og heilbrigðum ríkisfjármálum. Hann hefði tekið þátt í ótal tilraunum til varanleika með krónuna við stýrið sem ætíð hafi brostið. Við náum ekki langt ef við neitum að læra af reynslunni. Það er ekki bara stór ákvörðun að ganga í Evrópusambandið en það er líka stór ákvörðun að gera það ekki. Stjórnmálafólk sem ber hag almennings fyrir brjósti verður að beita sér fyrir því að viðræðunum verði haldið áfram svo við fáum að sjá hvað er í pakkanum í raun og veru. Tilraunirnar með krónuna hafa verið margar eins og hagfræðingurinn Þröstur bendir á, en hversu lengi ætlum við að vera tilraunadýr í tilraunum sem dæmdar eru til að mistakast? Höfundur er þingmaður Viðreisnar í Suðurkjördæmi.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun