Að kíkja í pakkann Guðbrandur Einarsson skrifar 26. maí 2023 07:30 Við stjórnmálafólk berum ríka skyldu til að bæta hag almennings á hverjum tíma. Viðfangsefnin eru mismunandi og nauðsynlegt að horfa bæði til skemmri tíma og lengri. Við erum nú að upplifa verulegan óstöðugleika í íslensku efnahagslífi sem hefur neikvæð áhrif á lífskjörin í landinu. Þetta er alls ekki óþekkt fyrirbrigði íslensku samfélagi. Sveiflurnar eru miklar upp og niður. Við slíkar aðstæður er erfitt að gera einhver plön sem halda og því miður er það þannig að sú áætlun sem gerð var í dag er orðin úrelt á morgun. Í desember 2009 skipaði þáverandi utanríkisráðherra 10 samningahópa sem var ætlað að annast undirbúning aðildarviðræðna við ESB. Þeim viðræðum var síðan slitið illu heilli fjórum árum seinna eða í desember 2013 af öðrum utanríkisráðherra. Ástæðan sem hann bar fyrir sig var að ekki næðust samningar í sjávarútvegsmálum. Það vita það hins vegar allir að andstæðingar ESB aðildar nýttu sér ágreining um skiptingu makrílkvóta til þess að réttlæta viðræðuslit. Allir aðrir en Íslendingar gátu hins vegar gengið til samninga um skiptingu makrílkvótans. Norðmenn hafa tvisvar kíkt í pakkann Margir hafa talað með fyrirlitningu um að það hafi ekkert upp á sig að kíkja í pakkann. Fari menn í viðræður sé það til þess að fara inn. Því er til að svara að Norðmenn hafa í tvígang kíkt í þennan pakka og ákveðið að hafna honum, með naumindum þó. Við erum hins vegar alltaf í þeirri stöðu að þeir sem ráða för neita þjóðinni um að fá úr því skorið hvort aðild að ESB geti verið vænleg eða ekki. Þá er borið fyrir sig fullveldisafsali, að stjórn sjávarútvegs hverfi til Brussel og að íslenskur landbúnaður lendi í kröggum. Ekkert af þessu hefur verið fullreynt. Ekkert þeirra ríkja sem nú mynda Evrópusambandið telja sig hafa tapað fullveldinu. Þau telja sig að sjálfsögðu fullvalda ríki í samstarfi við önnur ríki (eins og við Íslendingar erum á mörgum sviðum líka). Reglan um hlutfallslegan stöðugleika ætti að tryggja okkur yfirráð yfir fiskimiðunum við Íslands þar sem að ekkert ríki innan ESB hefur stundað hér veiðar í áratugi. Hvað varðar landbúnaðinn sem skiptir okkur svo miklu þá fengu Finnar og Svíar samþykktan viðauka við ESB samninginn um landbúnað á köldum svæðum og ætti allt Ísland að falla þar undir með ívilnunum fyrir íslenskan landbúnað. Það er því ekki hægt að sjá að rök andstæðinga ESB aðildar haldi vatni. Hvað gæti verið í pakkanum? Það er eftir ýmsu að slægjast með aðild að ESB fyrir íslenskan almenning. Hagfræðingar hafa talað um að viðvarandi vaxtamunur við útlönd upp á 3-4% myndi minnka verulega. Það samsvarar um 300 milljörðum króna fyrir íslenskt samfélag. Þó að upphæðin væri ekki þessi tala þá myndi það skipta okkur máli að njóta sambærilegra vaxtakjara og samanburðarþjóðir í Evrópu. Það er í þessu samhengi áhugavert að velta því upp að framlag til heilbrigðismála er um 320 milljarðar. Við myndum sjá tollamúra hrynja og aðgengi að mörkuðum aukast. Það hefur í för með sér lægra matarverð og þar með aukinn kaupmátt launanna okkar. Hræðslupólitík Við megum ekki láta hræðslupólitík þeirra sem hugsa fyrst og fremst um að gæta sérhagsmuna hræða okkur frá því að skoða hvað getur komið okkur vel í nútíð og framtíð. Þröstur Ólafsson hagfræðingur sagði í færslu á Facebook nýverið, að upptaka stöðugri gjaldmiðils væri „höfuðforsenda allra aðgerða“ fyrir traustu velferðarkerfi og heilbrigðum ríkisfjármálum. Hann hefði tekið þátt í ótal tilraunum til varanleika með krónuna við stýrið sem ætíð hafi brostið. Við náum ekki langt ef við neitum að læra af reynslunni. Það er ekki bara stór ákvörðun að ganga í Evrópusambandið en það er líka stór ákvörðun að gera það ekki. Stjórnmálafólk sem ber hag almennings fyrir brjósti verður að beita sér fyrir því að viðræðunum verði haldið áfram svo við fáum að sjá hvað er í pakkanum í raun og veru. Tilraunirnar með krónuna hafa verið margar eins og hagfræðingurinn Þröstur bendir á, en hversu lengi ætlum við að vera tilraunadýr í tilraunum sem dæmdar eru til að mistakast? Höfundur er þingmaður Viðreisnar í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðbrandur Einarsson Viðreisn Mest lesið Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Sjá meira
Við stjórnmálafólk berum ríka skyldu til að bæta hag almennings á hverjum tíma. Viðfangsefnin eru mismunandi og nauðsynlegt að horfa bæði til skemmri tíma og lengri. Við erum nú að upplifa verulegan óstöðugleika í íslensku efnahagslífi sem hefur neikvæð áhrif á lífskjörin í landinu. Þetta er alls ekki óþekkt fyrirbrigði íslensku samfélagi. Sveiflurnar eru miklar upp og niður. Við slíkar aðstæður er erfitt að gera einhver plön sem halda og því miður er það þannig að sú áætlun sem gerð var í dag er orðin úrelt á morgun. Í desember 2009 skipaði þáverandi utanríkisráðherra 10 samningahópa sem var ætlað að annast undirbúning aðildarviðræðna við ESB. Þeim viðræðum var síðan slitið illu heilli fjórum árum seinna eða í desember 2013 af öðrum utanríkisráðherra. Ástæðan sem hann bar fyrir sig var að ekki næðust samningar í sjávarútvegsmálum. Það vita það hins vegar allir að andstæðingar ESB aðildar nýttu sér ágreining um skiptingu makrílkvóta til þess að réttlæta viðræðuslit. Allir aðrir en Íslendingar gátu hins vegar gengið til samninga um skiptingu makrílkvótans. Norðmenn hafa tvisvar kíkt í pakkann Margir hafa talað með fyrirlitningu um að það hafi ekkert upp á sig að kíkja í pakkann. Fari menn í viðræður sé það til þess að fara inn. Því er til að svara að Norðmenn hafa í tvígang kíkt í þennan pakka og ákveðið að hafna honum, með naumindum þó. Við erum hins vegar alltaf í þeirri stöðu að þeir sem ráða för neita þjóðinni um að fá úr því skorið hvort aðild að ESB geti verið vænleg eða ekki. Þá er borið fyrir sig fullveldisafsali, að stjórn sjávarútvegs hverfi til Brussel og að íslenskur landbúnaður lendi í kröggum. Ekkert af þessu hefur verið fullreynt. Ekkert þeirra ríkja sem nú mynda Evrópusambandið telja sig hafa tapað fullveldinu. Þau telja sig að sjálfsögðu fullvalda ríki í samstarfi við önnur ríki (eins og við Íslendingar erum á mörgum sviðum líka). Reglan um hlutfallslegan stöðugleika ætti að tryggja okkur yfirráð yfir fiskimiðunum við Íslands þar sem að ekkert ríki innan ESB hefur stundað hér veiðar í áratugi. Hvað varðar landbúnaðinn sem skiptir okkur svo miklu þá fengu Finnar og Svíar samþykktan viðauka við ESB samninginn um landbúnað á köldum svæðum og ætti allt Ísland að falla þar undir með ívilnunum fyrir íslenskan landbúnað. Það er því ekki hægt að sjá að rök andstæðinga ESB aðildar haldi vatni. Hvað gæti verið í pakkanum? Það er eftir ýmsu að slægjast með aðild að ESB fyrir íslenskan almenning. Hagfræðingar hafa talað um að viðvarandi vaxtamunur við útlönd upp á 3-4% myndi minnka verulega. Það samsvarar um 300 milljörðum króna fyrir íslenskt samfélag. Þó að upphæðin væri ekki þessi tala þá myndi það skipta okkur máli að njóta sambærilegra vaxtakjara og samanburðarþjóðir í Evrópu. Það er í þessu samhengi áhugavert að velta því upp að framlag til heilbrigðismála er um 320 milljarðar. Við myndum sjá tollamúra hrynja og aðgengi að mörkuðum aukast. Það hefur í för með sér lægra matarverð og þar með aukinn kaupmátt launanna okkar. Hræðslupólitík Við megum ekki láta hræðslupólitík þeirra sem hugsa fyrst og fremst um að gæta sérhagsmuna hræða okkur frá því að skoða hvað getur komið okkur vel í nútíð og framtíð. Þröstur Ólafsson hagfræðingur sagði í færslu á Facebook nýverið, að upptaka stöðugri gjaldmiðils væri „höfuðforsenda allra aðgerða“ fyrir traustu velferðarkerfi og heilbrigðum ríkisfjármálum. Hann hefði tekið þátt í ótal tilraunum til varanleika með krónuna við stýrið sem ætíð hafi brostið. Við náum ekki langt ef við neitum að læra af reynslunni. Það er ekki bara stór ákvörðun að ganga í Evrópusambandið en það er líka stór ákvörðun að gera það ekki. Stjórnmálafólk sem ber hag almennings fyrir brjósti verður að beita sér fyrir því að viðræðunum verði haldið áfram svo við fáum að sjá hvað er í pakkanum í raun og veru. Tilraunirnar með krónuna hafa verið margar eins og hagfræðingurinn Þröstur bendir á, en hversu lengi ætlum við að vera tilraunadýr í tilraunum sem dæmdar eru til að mistakast? Höfundur er þingmaður Viðreisnar í Suðurkjördæmi.
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar