Að kíkja í pakkann Guðbrandur Einarsson skrifar 26. maí 2023 07:30 Við stjórnmálafólk berum ríka skyldu til að bæta hag almennings á hverjum tíma. Viðfangsefnin eru mismunandi og nauðsynlegt að horfa bæði til skemmri tíma og lengri. Við erum nú að upplifa verulegan óstöðugleika í íslensku efnahagslífi sem hefur neikvæð áhrif á lífskjörin í landinu. Þetta er alls ekki óþekkt fyrirbrigði íslensku samfélagi. Sveiflurnar eru miklar upp og niður. Við slíkar aðstæður er erfitt að gera einhver plön sem halda og því miður er það þannig að sú áætlun sem gerð var í dag er orðin úrelt á morgun. Í desember 2009 skipaði þáverandi utanríkisráðherra 10 samningahópa sem var ætlað að annast undirbúning aðildarviðræðna við ESB. Þeim viðræðum var síðan slitið illu heilli fjórum árum seinna eða í desember 2013 af öðrum utanríkisráðherra. Ástæðan sem hann bar fyrir sig var að ekki næðust samningar í sjávarútvegsmálum. Það vita það hins vegar allir að andstæðingar ESB aðildar nýttu sér ágreining um skiptingu makrílkvóta til þess að réttlæta viðræðuslit. Allir aðrir en Íslendingar gátu hins vegar gengið til samninga um skiptingu makrílkvótans. Norðmenn hafa tvisvar kíkt í pakkann Margir hafa talað með fyrirlitningu um að það hafi ekkert upp á sig að kíkja í pakkann. Fari menn í viðræður sé það til þess að fara inn. Því er til að svara að Norðmenn hafa í tvígang kíkt í þennan pakka og ákveðið að hafna honum, með naumindum þó. Við erum hins vegar alltaf í þeirri stöðu að þeir sem ráða för neita þjóðinni um að fá úr því skorið hvort aðild að ESB geti verið vænleg eða ekki. Þá er borið fyrir sig fullveldisafsali, að stjórn sjávarútvegs hverfi til Brussel og að íslenskur landbúnaður lendi í kröggum. Ekkert af þessu hefur verið fullreynt. Ekkert þeirra ríkja sem nú mynda Evrópusambandið telja sig hafa tapað fullveldinu. Þau telja sig að sjálfsögðu fullvalda ríki í samstarfi við önnur ríki (eins og við Íslendingar erum á mörgum sviðum líka). Reglan um hlutfallslegan stöðugleika ætti að tryggja okkur yfirráð yfir fiskimiðunum við Íslands þar sem að ekkert ríki innan ESB hefur stundað hér veiðar í áratugi. Hvað varðar landbúnaðinn sem skiptir okkur svo miklu þá fengu Finnar og Svíar samþykktan viðauka við ESB samninginn um landbúnað á köldum svæðum og ætti allt Ísland að falla þar undir með ívilnunum fyrir íslenskan landbúnað. Það er því ekki hægt að sjá að rök andstæðinga ESB aðildar haldi vatni. Hvað gæti verið í pakkanum? Það er eftir ýmsu að slægjast með aðild að ESB fyrir íslenskan almenning. Hagfræðingar hafa talað um að viðvarandi vaxtamunur við útlönd upp á 3-4% myndi minnka verulega. Það samsvarar um 300 milljörðum króna fyrir íslenskt samfélag. Þó að upphæðin væri ekki þessi tala þá myndi það skipta okkur máli að njóta sambærilegra vaxtakjara og samanburðarþjóðir í Evrópu. Það er í þessu samhengi áhugavert að velta því upp að framlag til heilbrigðismála er um 320 milljarðar. Við myndum sjá tollamúra hrynja og aðgengi að mörkuðum aukast. Það hefur í för með sér lægra matarverð og þar með aukinn kaupmátt launanna okkar. Hræðslupólitík Við megum ekki láta hræðslupólitík þeirra sem hugsa fyrst og fremst um að gæta sérhagsmuna hræða okkur frá því að skoða hvað getur komið okkur vel í nútíð og framtíð. Þröstur Ólafsson hagfræðingur sagði í færslu á Facebook nýverið, að upptaka stöðugri gjaldmiðils væri „höfuðforsenda allra aðgerða“ fyrir traustu velferðarkerfi og heilbrigðum ríkisfjármálum. Hann hefði tekið þátt í ótal tilraunum til varanleika með krónuna við stýrið sem ætíð hafi brostið. Við náum ekki langt ef við neitum að læra af reynslunni. Það er ekki bara stór ákvörðun að ganga í Evrópusambandið en það er líka stór ákvörðun að gera það ekki. Stjórnmálafólk sem ber hag almennings fyrir brjósti verður að beita sér fyrir því að viðræðunum verði haldið áfram svo við fáum að sjá hvað er í pakkanum í raun og veru. Tilraunirnar með krónuna hafa verið margar eins og hagfræðingurinn Þröstur bendir á, en hversu lengi ætlum við að vera tilraunadýr í tilraunum sem dæmdar eru til að mistakast? Höfundur er þingmaður Viðreisnar í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðbrandur Einarsson Viðreisn Mest lesið Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Við stjórnmálafólk berum ríka skyldu til að bæta hag almennings á hverjum tíma. Viðfangsefnin eru mismunandi og nauðsynlegt að horfa bæði til skemmri tíma og lengri. Við erum nú að upplifa verulegan óstöðugleika í íslensku efnahagslífi sem hefur neikvæð áhrif á lífskjörin í landinu. Þetta er alls ekki óþekkt fyrirbrigði íslensku samfélagi. Sveiflurnar eru miklar upp og niður. Við slíkar aðstæður er erfitt að gera einhver plön sem halda og því miður er það þannig að sú áætlun sem gerð var í dag er orðin úrelt á morgun. Í desember 2009 skipaði þáverandi utanríkisráðherra 10 samningahópa sem var ætlað að annast undirbúning aðildarviðræðna við ESB. Þeim viðræðum var síðan slitið illu heilli fjórum árum seinna eða í desember 2013 af öðrum utanríkisráðherra. Ástæðan sem hann bar fyrir sig var að ekki næðust samningar í sjávarútvegsmálum. Það vita það hins vegar allir að andstæðingar ESB aðildar nýttu sér ágreining um skiptingu makrílkvóta til þess að réttlæta viðræðuslit. Allir aðrir en Íslendingar gátu hins vegar gengið til samninga um skiptingu makrílkvótans. Norðmenn hafa tvisvar kíkt í pakkann Margir hafa talað með fyrirlitningu um að það hafi ekkert upp á sig að kíkja í pakkann. Fari menn í viðræður sé það til þess að fara inn. Því er til að svara að Norðmenn hafa í tvígang kíkt í þennan pakka og ákveðið að hafna honum, með naumindum þó. Við erum hins vegar alltaf í þeirri stöðu að þeir sem ráða för neita þjóðinni um að fá úr því skorið hvort aðild að ESB geti verið vænleg eða ekki. Þá er borið fyrir sig fullveldisafsali, að stjórn sjávarútvegs hverfi til Brussel og að íslenskur landbúnaður lendi í kröggum. Ekkert af þessu hefur verið fullreynt. Ekkert þeirra ríkja sem nú mynda Evrópusambandið telja sig hafa tapað fullveldinu. Þau telja sig að sjálfsögðu fullvalda ríki í samstarfi við önnur ríki (eins og við Íslendingar erum á mörgum sviðum líka). Reglan um hlutfallslegan stöðugleika ætti að tryggja okkur yfirráð yfir fiskimiðunum við Íslands þar sem að ekkert ríki innan ESB hefur stundað hér veiðar í áratugi. Hvað varðar landbúnaðinn sem skiptir okkur svo miklu þá fengu Finnar og Svíar samþykktan viðauka við ESB samninginn um landbúnað á köldum svæðum og ætti allt Ísland að falla þar undir með ívilnunum fyrir íslenskan landbúnað. Það er því ekki hægt að sjá að rök andstæðinga ESB aðildar haldi vatni. Hvað gæti verið í pakkanum? Það er eftir ýmsu að slægjast með aðild að ESB fyrir íslenskan almenning. Hagfræðingar hafa talað um að viðvarandi vaxtamunur við útlönd upp á 3-4% myndi minnka verulega. Það samsvarar um 300 milljörðum króna fyrir íslenskt samfélag. Þó að upphæðin væri ekki þessi tala þá myndi það skipta okkur máli að njóta sambærilegra vaxtakjara og samanburðarþjóðir í Evrópu. Það er í þessu samhengi áhugavert að velta því upp að framlag til heilbrigðismála er um 320 milljarðar. Við myndum sjá tollamúra hrynja og aðgengi að mörkuðum aukast. Það hefur í för með sér lægra matarverð og þar með aukinn kaupmátt launanna okkar. Hræðslupólitík Við megum ekki láta hræðslupólitík þeirra sem hugsa fyrst og fremst um að gæta sérhagsmuna hræða okkur frá því að skoða hvað getur komið okkur vel í nútíð og framtíð. Þröstur Ólafsson hagfræðingur sagði í færslu á Facebook nýverið, að upptaka stöðugri gjaldmiðils væri „höfuðforsenda allra aðgerða“ fyrir traustu velferðarkerfi og heilbrigðum ríkisfjármálum. Hann hefði tekið þátt í ótal tilraunum til varanleika með krónuna við stýrið sem ætíð hafi brostið. Við náum ekki langt ef við neitum að læra af reynslunni. Það er ekki bara stór ákvörðun að ganga í Evrópusambandið en það er líka stór ákvörðun að gera það ekki. Stjórnmálafólk sem ber hag almennings fyrir brjósti verður að beita sér fyrir því að viðræðunum verði haldið áfram svo við fáum að sjá hvað er í pakkanum í raun og veru. Tilraunirnar með krónuna hafa verið margar eins og hagfræðingurinn Þröstur bendir á, en hversu lengi ætlum við að vera tilraunadýr í tilraunum sem dæmdar eru til að mistakast? Höfundur er þingmaður Viðreisnar í Suðurkjördæmi.
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar
Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun