Handbolti

Aron Rafn safnar í Haukarútu til Eyja

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Aron Rafn Eðvarsson var frábær í oddaleik Hauka og Aftureldingar og hann verður í eldlínunni í Eyjum annað kvöld.
Aron Rafn Eðvarsson var frábær í oddaleik Hauka og Aftureldingar og hann verður í eldlínunni í Eyjum annað kvöld. Vísir/Hulda Margrét

Haukar eru með bakið upp við vegg og þurfa að sækja sigur til Eyja ef þeir ætla að forðast sumarfrí og fá annan heimaleik á Ásvöllum í úrslitaeinvíginu á móti ÍBV í Olís deild karla í handbolta.

ÍBV er 2-0 yfir í einvíginu og hefur unnið alla leiki sína í úrslitakeppninni.

Haukarnir hafa ekki gefist upp og vonast eftir því að fá góðan stuðning í þriðja leiknum í Vestmannaeyjum.

Eyjamenn fjölmenntu á Ásvelli í öðrum leiknum og studdu vel við bakið á sínu liði.

Haukar ætla að hjálpa sínu stuðningsfólki að mæta og er að safna í rútu fyrir leikinn.

Rútan fer frá Ásvöllum og er mæting klukkan 16.00. Herjólfur fer frá Landeyjahöfn klukkan 18.15 og hann fer síðan aftur heim klukkan 22.00.

Leikurinn sjálfur hefst síðan klukkan 19.15.

Aron Rafn Eðvarðsson, markvörður Haukaliðsins, er að taka við skráningum á netfang sitt aronrafn@haukar.is.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×