Yfirlýsing vegna MA málsins Ólöf Tara Harðardóttir, Þórhildur Gyða Arnarsdóttir, Hulda Hrund Guðrúnar Sigmundsdóttir og Tanja Ísfjörð Magnúsdóttir skrifa 24. maí 2023 07:30 Þann 11. maí síðastliðin gaf Menntaskólinn á Akureyri út yfirlýsingu og bað þar geranda afsökunar á að hafa trúað því sem þau kalla „sögusögn“. Sögusögnin sneri að kynferðisbroti nemanda sem stundaði nám við Menntaskólann á Akureyri.Umræddur gerandi var hins vegar kærður eftir að málið fór á borð barnaverndar. Barnavernd kærði kynferðisbrotin til lögreglu. Niðurstöður úr því máli eru afgerandi þar sem gerandi játaði brot sitt en sökum ungs aldurs var málið ekki ákært en hann var vissulega á skilorði í tvö ár eftir að niðurstaða komst í málið. Sú ákvörðun skólameistara Menntaskólans á Akureyri virðist hafa verið tekin á grundvelli þess að ráðgjafahópur á vegum Mennta- og Barnamálaráðuneytisins komst að þeirri niðurstöðu að enginn fótur lægi fyrir umræddum sögusögnum. En ekki er allt sem sýnist: Ráðgjafahópurinn talaði ekki við þolanda umrædds geranda. Ráðgjafahópurinn hafði ekki samskipti við barnavernd. Ráðgjafahópurinn skipaði réttarsálfræðing, starfsmann á vegum Ríkislögreglustjóra sem og skólasálfræðing Menntaskólans við Hamrahlíð. Við teljum nauðsynlegt að leiðrétta að ekki var um nauðgun að ræða heldur annars konar kynferðisbrot, kynferðisbrot gegn 13 ára barni. Í fullkomnum heimi þurfa börn og ungmenni ekki að þekkja muninn á nauðgun og annars konar kynferðisbrotum en því miður búum við ekki í þeim heimi. Ungmennin fengu í hendurnar myndband sem sýndi geranda beita þolanda kynferðisofbeldi og drógu ranga ályktun út af því, þau þekktu ekki muninn á nauðgun og kynferðisbroti. Það var svo í menntaskóla byltingunni sem þetta tiltekna mál fór í hámæli. Aðkoma þolanda var aftur á móti engin enda ekki nemandi við Menntaskólann við Hamrahlíð. Þegar Öfgar athuguðu málið enn frekar kom í ljós að ástæða þess að nafn geranda endaði á speglinum var að fleiri þolendur en þessi eina stelpa höfðu tjáð sig um meint brot. Einungis eitt mál hafði farið sína leið í kerfinu og af öllum líkindum þótti það sterkasta leiðin til að vekja athygli á því að gerandi væri í skólanum án þess að þolandi í málinu sem hér um ræðir hafi fengið val. En eftir situr skaðinn, fjölmiðlar hlupu af stað með meiðandi og ranga umfjöllun og tóku með því allt frásagnarvald af barni. Fullorðið fólk hóf að ausa hatri yfir barn undir öllum fréttum sem voru kolrangar. Menntaskólinn á Akureyri bað geranda afsökunar og með því athæfi skrifaði sig í sögubækurnar fyrir ömurlegt bakslag fyrir alla unga þolendur. Til að bæta gráu ofan á svart fór Ráðgjafahópur Mennta- og Barnamálaráðuneytisins með vald til að dæma mál sem hafði þegar farið sinn farveg í kerfinu, sekt geranda hafði verið sönnuð! Öfgar fordæma afsökunarbeiðni Menntaskólans á Akureyri, við fordæmum þessi vinnubrögð ráðgjafahópsins og við fordæmum fyrri fjölmiðlaumfjöllun. Við förum fram á að ráðgjafahópurinn og Menntaskólinn á Akureyri axli ábyrgð á þeim skaða sem þau hafa valdið og biðjist afsökunar á þessu framferði. Við förum fram á að fjölmiðlar hætti að birta falsfréttir um þetta mál og sýni börnum sem hafa orðið fyrir ofbeldi meiri virðingu en gjörðir þeirra sýna. Að lokum fordæmum við getuleysi kerfisins til að styðja geranda til ábyrgðar. Það hefði verið hægt að koma í veg fyrir að meint brot væru fleiri hefði kerfið sinnt eftirliti með ungum manni sem játaði að hafa framið kynferðisbrot. Vegna viðkvæmrar stöðu þolanda hefur fjölskyldan ákveðið að tjá sig ekki í fjölmiðlum og kosið að málið hefði ekki verið til umfjöllunar yfirhöfuð. Greinahöfundar fengu samþykki til að varpa ljósi á vitneskju sína um málið eftir að heimildarmanneskja tengd málinu setti sig í samband við samtökin. Við biðjum fólk um að leyfa fjölskyldunni að græða sár sín í ró og næði. Höfundar eru meðlimir Öfga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Framhaldsskólar Kynferðisofbeldi Mest lesið Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir Skoðun Of sein til að ættleiða Silja Dögg Gunnarsdóttir Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Sjá meira
Þann 11. maí síðastliðin gaf Menntaskólinn á Akureyri út yfirlýsingu og bað þar geranda afsökunar á að hafa trúað því sem þau kalla „sögusögn“. Sögusögnin sneri að kynferðisbroti nemanda sem stundaði nám við Menntaskólann á Akureyri.Umræddur gerandi var hins vegar kærður eftir að málið fór á borð barnaverndar. Barnavernd kærði kynferðisbrotin til lögreglu. Niðurstöður úr því máli eru afgerandi þar sem gerandi játaði brot sitt en sökum ungs aldurs var málið ekki ákært en hann var vissulega á skilorði í tvö ár eftir að niðurstaða komst í málið. Sú ákvörðun skólameistara Menntaskólans á Akureyri virðist hafa verið tekin á grundvelli þess að ráðgjafahópur á vegum Mennta- og Barnamálaráðuneytisins komst að þeirri niðurstöðu að enginn fótur lægi fyrir umræddum sögusögnum. En ekki er allt sem sýnist: Ráðgjafahópurinn talaði ekki við þolanda umrædds geranda. Ráðgjafahópurinn hafði ekki samskipti við barnavernd. Ráðgjafahópurinn skipaði réttarsálfræðing, starfsmann á vegum Ríkislögreglustjóra sem og skólasálfræðing Menntaskólans við Hamrahlíð. Við teljum nauðsynlegt að leiðrétta að ekki var um nauðgun að ræða heldur annars konar kynferðisbrot, kynferðisbrot gegn 13 ára barni. Í fullkomnum heimi þurfa börn og ungmenni ekki að þekkja muninn á nauðgun og annars konar kynferðisbrotum en því miður búum við ekki í þeim heimi. Ungmennin fengu í hendurnar myndband sem sýndi geranda beita þolanda kynferðisofbeldi og drógu ranga ályktun út af því, þau þekktu ekki muninn á nauðgun og kynferðisbroti. Það var svo í menntaskóla byltingunni sem þetta tiltekna mál fór í hámæli. Aðkoma þolanda var aftur á móti engin enda ekki nemandi við Menntaskólann við Hamrahlíð. Þegar Öfgar athuguðu málið enn frekar kom í ljós að ástæða þess að nafn geranda endaði á speglinum var að fleiri þolendur en þessi eina stelpa höfðu tjáð sig um meint brot. Einungis eitt mál hafði farið sína leið í kerfinu og af öllum líkindum þótti það sterkasta leiðin til að vekja athygli á því að gerandi væri í skólanum án þess að þolandi í málinu sem hér um ræðir hafi fengið val. En eftir situr skaðinn, fjölmiðlar hlupu af stað með meiðandi og ranga umfjöllun og tóku með því allt frásagnarvald af barni. Fullorðið fólk hóf að ausa hatri yfir barn undir öllum fréttum sem voru kolrangar. Menntaskólinn á Akureyri bað geranda afsökunar og með því athæfi skrifaði sig í sögubækurnar fyrir ömurlegt bakslag fyrir alla unga þolendur. Til að bæta gráu ofan á svart fór Ráðgjafahópur Mennta- og Barnamálaráðuneytisins með vald til að dæma mál sem hafði þegar farið sinn farveg í kerfinu, sekt geranda hafði verið sönnuð! Öfgar fordæma afsökunarbeiðni Menntaskólans á Akureyri, við fordæmum þessi vinnubrögð ráðgjafahópsins og við fordæmum fyrri fjölmiðlaumfjöllun. Við förum fram á að ráðgjafahópurinn og Menntaskólinn á Akureyri axli ábyrgð á þeim skaða sem þau hafa valdið og biðjist afsökunar á þessu framferði. Við förum fram á að fjölmiðlar hætti að birta falsfréttir um þetta mál og sýni börnum sem hafa orðið fyrir ofbeldi meiri virðingu en gjörðir þeirra sýna. Að lokum fordæmum við getuleysi kerfisins til að styðja geranda til ábyrgðar. Það hefði verið hægt að koma í veg fyrir að meint brot væru fleiri hefði kerfið sinnt eftirliti með ungum manni sem játaði að hafa framið kynferðisbrot. Vegna viðkvæmrar stöðu þolanda hefur fjölskyldan ákveðið að tjá sig ekki í fjölmiðlum og kosið að málið hefði ekki verið til umfjöllunar yfirhöfuð. Greinahöfundar fengu samþykki til að varpa ljósi á vitneskju sína um málið eftir að heimildarmanneskja tengd málinu setti sig í samband við samtökin. Við biðjum fólk um að leyfa fjölskyldunni að græða sár sín í ró og næði. Höfundar eru meðlimir Öfga.
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun