Jokic með sópinn á lofti og LeBron mögulega hættur Sindri Sverrisson skrifar 23. maí 2023 07:29 Nikola Jokic stóð uppi sem sigurvegari en LeBron James gæti hafa spilað sinn síðasta leik. AP/Ashley Landis Nikola Jokic var að vanda stórkostlegur fyrir Denver Nuggets þegar liðið komst í fyrsta sinn í sögunni í úrslitaeinvígi NBA-deildarinnar í körfubolta, með því að sópa LA Lakers út 4-0. LeBron James og félagar í Lakers reyndu allt hvað þeir gátu að halda lífi í einvíginu og voru 73-58 yfir í hálfleik í nótt, en Denver svaraði því með mögnuðum þriðja leikhluta og vann að lokum 113-111. Jokic skoraði síðustu körfu leiksins en þá var enn tími fyrir tvær tilraunir James til að jafna metin, sem báðar klikkuðu. Jokic endaði með 30 stig, 14 fráköst og 13 stoðsendingar, og náði þar með þrennu í áttunda sinn í þessari úrslitakeppni. Þannig bætti hann 56 ára gamalt met Wilt Chamblerain yfir flestar þrennur í einni úrslitakeppni. Nikola Jokic that s my signature shot I m joking. But it s the easiest shot to shoot when you just have to shoot. Being off balanced, I ve been off balanced my entire life. pic.twitter.com/tIfa3x7l2c— Jake Shapiro (@Shapalicious) May 23, 2023 Serbinn lét að vanda einnig mikið til sín taka í vörninni en hafði orkuna sem þurfti til að komast framhjá Anthony Davis og skora sigurkörfuna þegar 51 sekúnda var eftir. „Ég held að þess vegna sé úrslitakeppnin svona skemmtileg og spennandi, því manni er alveg nákvæmlega sama hversu þreyttur maður er,“ sagði Jokic. „Manni er sama um mínútur, villur, skot, prósentur. Maður vill bara vinna leiki. Stundum spiluðum við ekki góða vörn en það er hægt að vinna leiki með alls konar hætti,“ sagði Jokic. Nikola Jokic (27.8 PTS, 14.5 REB, 11.8 AST) is the 4th player to average a triple-double in a Conference Finals:Jason Kidd (2001-02 vs. BOS): 17.5 PTS, 11.2 REB, 10.2 ASTMagic Johnson (1982-83 vs. SAS): 17.5 PTS, 10.5 REB, 14 AST*Wilt Chamberlain (1966-67 vs. BOS): 21.6 PPG, pic.twitter.com/hNnDCkaROw— NBA History (@NBAHistory) May 23, 2023 James átti rosalegan fyrri hálfleik og endaði leikinn með 40 stig, tíu fráköst og níu stoðsendingar en það dugði skammt. Hann hrósaði Jokic og Denver-liðinu í hástert eftir leik og sagði það líklega það besta sem hann hefði mætt þau fjögur ár sem hann hefði spilað með Lakers. James náði þeim áfanga í vetur að verða stigahæstur í sögu NBA-deildarinnar og í gærkvöld, rétt eftir að tímabilinu lauk, viðurkenndi hann að mögulega hefði hann spilað sinn síðasta leik á ferlinum. "Just for me personally going forward with the game of basketball, I got a lot to think about."LeBron James on his future(via @NBATV)pic.twitter.com/pu84XhAud3— Sports Illustrated (@SInow) May 23, 2023 „Hvað mig snertir, og framhaldið í körfuboltanum, þá þarf ég að hugsa um margt,“ sagði James á blaðamannafundi áður en hann kvaddi viðstadda, en hann útskýrði mál sitt aðeins betur í samtali við Dave McMenamin hjá ESPN. Þar sagðist hann vera að íhuga hvort hann vildi halda áfram á næstu leiktíð og að hann þyrfti nú að íhuga hvort hann vildi hætta. Denver byrjar sitt fyrsta einvígi um NBA-meistaratitilinn 1. júní og mögulega verða bæði lið þar úthvíld því í kvöld getur Miami Heat sópað Boston Celtics út því staðan í því einvígi er 3-0 Miami í vil. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. NBA Mest lesið Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Raggi Nat á Nesið Körfubolti Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Körfubolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Fótbolti Dagskráin í dag: Blikar berjast fyrir lífi sínu í Meistaradeildinni Sport Fleiri fréttir Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Sjá meira
LeBron James og félagar í Lakers reyndu allt hvað þeir gátu að halda lífi í einvíginu og voru 73-58 yfir í hálfleik í nótt, en Denver svaraði því með mögnuðum þriðja leikhluta og vann að lokum 113-111. Jokic skoraði síðustu körfu leiksins en þá var enn tími fyrir tvær tilraunir James til að jafna metin, sem báðar klikkuðu. Jokic endaði með 30 stig, 14 fráköst og 13 stoðsendingar, og náði þar með þrennu í áttunda sinn í þessari úrslitakeppni. Þannig bætti hann 56 ára gamalt met Wilt Chamblerain yfir flestar þrennur í einni úrslitakeppni. Nikola Jokic that s my signature shot I m joking. But it s the easiest shot to shoot when you just have to shoot. Being off balanced, I ve been off balanced my entire life. pic.twitter.com/tIfa3x7l2c— Jake Shapiro (@Shapalicious) May 23, 2023 Serbinn lét að vanda einnig mikið til sín taka í vörninni en hafði orkuna sem þurfti til að komast framhjá Anthony Davis og skora sigurkörfuna þegar 51 sekúnda var eftir. „Ég held að þess vegna sé úrslitakeppnin svona skemmtileg og spennandi, því manni er alveg nákvæmlega sama hversu þreyttur maður er,“ sagði Jokic. „Manni er sama um mínútur, villur, skot, prósentur. Maður vill bara vinna leiki. Stundum spiluðum við ekki góða vörn en það er hægt að vinna leiki með alls konar hætti,“ sagði Jokic. Nikola Jokic (27.8 PTS, 14.5 REB, 11.8 AST) is the 4th player to average a triple-double in a Conference Finals:Jason Kidd (2001-02 vs. BOS): 17.5 PTS, 11.2 REB, 10.2 ASTMagic Johnson (1982-83 vs. SAS): 17.5 PTS, 10.5 REB, 14 AST*Wilt Chamberlain (1966-67 vs. BOS): 21.6 PPG, pic.twitter.com/hNnDCkaROw— NBA History (@NBAHistory) May 23, 2023 James átti rosalegan fyrri hálfleik og endaði leikinn með 40 stig, tíu fráköst og níu stoðsendingar en það dugði skammt. Hann hrósaði Jokic og Denver-liðinu í hástert eftir leik og sagði það líklega það besta sem hann hefði mætt þau fjögur ár sem hann hefði spilað með Lakers. James náði þeim áfanga í vetur að verða stigahæstur í sögu NBA-deildarinnar og í gærkvöld, rétt eftir að tímabilinu lauk, viðurkenndi hann að mögulega hefði hann spilað sinn síðasta leik á ferlinum. "Just for me personally going forward with the game of basketball, I got a lot to think about."LeBron James on his future(via @NBATV)pic.twitter.com/pu84XhAud3— Sports Illustrated (@SInow) May 23, 2023 „Hvað mig snertir, og framhaldið í körfuboltanum, þá þarf ég að hugsa um margt,“ sagði James á blaðamannafundi áður en hann kvaddi viðstadda, en hann útskýrði mál sitt aðeins betur í samtali við Dave McMenamin hjá ESPN. Þar sagðist hann vera að íhuga hvort hann vildi halda áfram á næstu leiktíð og að hann þyrfti nú að íhuga hvort hann vildi hætta. Denver byrjar sitt fyrsta einvígi um NBA-meistaratitilinn 1. júní og mögulega verða bæði lið þar úthvíld því í kvöld getur Miami Heat sópað Boston Celtics út því staðan í því einvígi er 3-0 Miami í vil. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA Mest lesið Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Raggi Nat á Nesið Körfubolti Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Körfubolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Fótbolti Dagskráin í dag: Blikar berjast fyrir lífi sínu í Meistaradeildinni Sport Fleiri fréttir Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Sjá meira