Handbolti

Birgir Steinn í Mosfellsbæinn

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Birgir Steinn Jónsson ásamt Hauki Sigurvinssyni, formanni meistaraflokksráðs Aftureldingar.
Birgir Steinn Jónsson ásamt Hauki Sigurvinssyni, formanni meistaraflokksráðs Aftureldingar. afturelding

Birgir Steinn Jónsson er genginn í raðir bikarmeistara Aftureldingar. Hann hefur verið besti leikmaður Gróttu undanfarin ár.

Birgir Steinn skrifaði undir þriggja ára samning við Aftureldingu sem varð bikarmeistari í vetur og komst í undanúrslit um Íslandsmeistaratitilinn þar sem liðið tapaði fyrir Haukum, 3-2.

Hinn 23 ára Birgir Steinn er uppalinn hjá Stjörnunni en hefur leikið með Gróttu undanfarin þrjú tímabil.

Í vetur skoraði Birgir Steinn 113 mörk í tuttugu leikjum í Olís-deildinni. Auk þess gaf hann 84 stoðsendingar. Birgir Steinn er sömuleiðis öflugur varnarmaður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×