„Auðvitað er þetta mjög súrt en ég er ólýsanlega stoltur af stelpunum,“ sagði Sigurður eftir leik dagsins þar sem að Valur sópaði ÍBV í úrslitum Olís deildar kvenna. „Ég er þó að bráðna yfir þessari baráttu og því sem við sýndum.“
Auðvitað sé margt hægt að gagnrýna hjá ÍBV í einvíginu
„En erum bara of fáar í þetta. Ég get ekki beðið um meira frá þessum valkyrjum. Auðvitað er þetta súrt en svona er þetta bara. “
Frábært tímabil sé nú að baki hjá ÍBV.
„Við unnum fyrstu tvo titlana okkar í 16-17 ár og lendum í öðru sæti í Íslandsmótinu en auðvitað er ég hundfúll yfir því að hafa tapað þessu úrslitaeinvígi 3-0 en ég óska Valskonum til hamingju, þær voru betra liðið í þessu.“
Aðspurður hvort hann muni halda áfram með ÍBV á næsta ári hafði Sigurður þetta að segja:
„Ég á eitt ár eftir. Nú ætla ég að slaka á, hjálpa strákunum og býst við því að vera áfram.“