Formúla 1

Ferrari leggur sitt af mörkum í kjöl­far mann­skæðra flóða á Ítalíu

Aron Guðmundsson skrifar
Ástandið í Emilia-Romagna héraði á Ítalíu er slæmt
Ástandið í Emilia-Romagna héraði á Ítalíu er slæmt Vísir/Getty

For­múlu 1 lið Ferrari hefur gefið eina milljón evra, yfir 150 milljónum ís­lenskra króna, til hjálpar­starfs í Emili­a-Romagna héraði en flóð hafa valdið mann­tjóni og mikilli eyði­leggingu á svæðinu.

Það er Sky Sports sem greinir frá en keppnis­helgi For­múlu 1 átti að fara fram í héraðinu um komandi helgi.

For­ráða­menn mótaraðarinnar tóku hins vegar á­kvörðun um að af­lýsa keppnis­helginni þar sem ekki var hægt að tryggja öryggi allra þeirra sem myndu sækja keppnis­helgina.

Níu ein­staklingar hafa látið lífið í flóðunum og hefur þúsundum verið gert að yfir­gefa heimili sín.

Höfuð­stöðvar Ferrari eru stað­settar í Maranello, um 80 kíló­metrum norð­vestur af I­mola í Emili­a-Romagna héraði, og vill liðið með fram­lagi sínu upp á eina milljón evra leggja sitt af mörkum til að létta undir með ná­grönnum sínum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×