Formúla 1

For­múla 1 af­lýsir keppnis­helgi sinni í I­mola

Aron Guðmundsson skrifar
Ljóst er að ökumenn, þar með talið sjöfaldi heimsmeistarinn Sir Lewis Hamilton, setjast undir stýri í Imola um helgina.
Ljóst er að ökumenn, þar með talið sjöfaldi heimsmeistarinn Sir Lewis Hamilton, setjast undir stýri í Imola um helgina. Vísir/EPA

Mikil úr­­koma og flóð hafa orðið til þess að að­stand­endur For­múlu 1 mótaraðarinnar hafa tekið þá á­kvörðun að fresta keppnis­helgi sinni á I­mola um komandi helgi.

Þetta kemur fram í yfir­lýsingu frá móta­röðinni. For­múla 1 sendir bar­áttu­kveðjur til íbúa svæðisins sem hafa orðið fyrir tjóni af völdum úr­komunnar og flóða.

Fyrr í dag hafði að­stand­endum For­múlu 1 verið gert að halda sig fjarri brautar­svæðinu.

Santerno áin liggur með fram brautar­­svæðinu sem keppa átti á og hefur rauð við­vörun vegna flóða og há­­streymi árinnar verið gefin út.

„Eftir fundar­höld milli for­ráða­manna For­múlu 1, for­seta FIA og yfir­valda á svæðinu hefur verið á­kveðið að halda ekki til streitu komandi keppnis­helgi á I­mola. Þessi á­kvörðun er tekin með það að leiðar­ljósi að ekki verður hægt að tryggja öryggi þeirra sem keppnis­helgina sækja,“ segir meðal annars í yfir­lýsingu For­múlu 1.

Flætt hefur inn í ýmsar byggingar á brautar­svæði en sjálft þjónustu­svæði brautarinnar ku vera í góðu lagi.

Svona er ástandið í Cesena, suður af Emilia Romagna brautarsvæðinu í ImolaVísir/EPA

Ekki er ljóst á þessari stundu hvort röskunin fyrir For­múlu 1 liðin sökum rýmingarinnar sé mikil.

Á hefð­bundnum mið­viku­degi, fyrir keppnis­helgi í móta­röðinni, hefðu liðin verið að klára undir­búning og setja upp búnað áður en öku­menn myndu mæta á svæðið á fimmtu­degi.

Næsta keppnishelgi Formúlu 1 mun því fara fram í Mónakó dagana 26.-28. maí næstkomandi. 


Tengdar fréttir

Allra augu á Mercedes fyrir komandi helgi

Spenna ríkir fyrir komandi keppnishelgi Formúlu 1 á Imola. Þýski risinn Mercedes mun tefla fram breyttum bíl eftir dapra byrjun á yfirstandandi tímabili. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×