Málefnaleg mjólkurumræða Margrét Gísladóttir skrifar 19. maí 2023 09:30 Undanfarna daga hefur verðlagning á mjólk og mjólkurvörum verið nokkuð til umræðu. Því miður hefur skort að málin séu skoðuð út frá raungögnum og hefur umræðan fremur einkennst af vanþekkingu, röngum tölum og jafnvel popúlisma, þar sem íslensk mjólkurframleiðsla virðist gerð að hinum sameiginlega óvini, þrátt fyrir þá miklu hagræðingu sem núverandi fyrirkomulag hefur leitt af sér og skilað bættum ávinningi til bæði neytenda með lægra vöruverði og bænda með hærra afurðaverði. Rangfærslur á rangfærslur ofan Grein sem formaður Viðreisnar birti á Vísi 15. maí sl. er gott dæmi um slíkt óvandað innlegg í umræðuna. Rangfærslurnar þar eru margar. Þar segir m.a. að „Auðhumla, móðurfélag Mjólkursamsölunnar, hafi skilað methagnaði í fyrra”. Það er einfaldlega rangt. Auðhumla skilaði hagnaði upp á 461 m.kr. í fyrra sem var samdráttur um 50% frá árinu áður. Þessu er auðveldlega hægt að fletta upp í samstæðuársreikningi samvinnufélagsins. Því er einnig haldið fram að Auðhumla hafi „í gegnum Mjólkursamsöluna ein rétt á því að safna mjólk á Íslandi.“ Þetta er líka rangt. Öllum er frjálst að safna mjólk á Íslandi og ekkert kemur í veg fyrir að aðrar afurðastöðvar eigi bein viðskipti við bændur í stað þess að versla hrámjólk frá Auðhumlu. Auðhumla ber hins vegar þá skyldu að safna allri mjólk sem óskað er eftir. Þá segir í greininni að verðlagsnefnd búvara sé „ríkisrekin nefnd sem ákveður hvað Gunna og Jón borga fyrir mjólk og ost inn á heimilið.“ Þetta er einnig rangt. Verðlagsnefnd ákveður vissulega heildsöluverð á ákveðnum mjólkurvörum, byggt á verðhækkunum til bænda og rekstrarkostnaði í mjólkuriðnaði, en svo er það smásalans að ákveða álagningu og þar með endanlegt útsöluverð vörunnar. Enn er haldið áfram og heldur formaðurinn því fram að hún treysti bændum “til að selja sínar vörur og keppa innbyrðis á grundvelli gæða, markaðssetningar, upprunamerkinga, afhendingaröryggis, framþróunar og annars sem hinn frjálsi markaður hefur í för með sér”. Það er reyndar nákvæmlega það sem bændur eru að gera með því að reka sameiginlega félag sitt Auðhumlu, sem á svo 80% í Mjólkursamsölunni á móti Kaupfélagi Skagfirðinga, sem m.a. skagfirskir kúabændur eru aðilar að. Þannig er seint hægt að tala um Auðhumlu og Mjólkursamsöluna sem milliliði því þessi fyrirtæki eru í eigu bændanna sjálfra og þeirra tæki til að gera einmitt nákvæmlega það sem Viðreisn vill treysta bændum fyrir að gera. Það er synd að fyrrum landbúnaðarráðherra þekki málin ekki betur en umrædd grein ber með sér. Mikilvægi verðlagsnefndar Inntak og eðli starfsumhverfis mjólkurframleiðslu á Íslandi miðar -líkt og í öðrum löndum- að því að innanlandseftirspurn eftir mjólkurvörum sé fyrst og fremst haldið uppi af íslenskum framleiðendum, um 500 fyrirtækjum um land allt. Mjólkurframleiðslan er burðarás í íslenskum landbúnaði og byggðafestu víða um land og leikur verðlagsnefndin stórt hlutverk í þeirri stöðu. Ákvarðanir nefndarinnar tryggja að allir kúabændur, hvar sem þeir eru staddir á landinu, fá greitt sama verð fyrir sína mjólkurframleiðslu og á sama hátt að kaupendur mjólkurvara greiði sama heildsöluverð hvar sem þeir eru á landinu. Verð á mjólkurvörum hefur hækkað minnst á Íslandi Það er vissulega rétt að smásöluverð í flokknum mjólk, ostur og egg hefur hækkað um 12,1% sl. 12 mánuði, á sama tíma og verðbólga á Íslandi stendur í 9,9%. En það má halda því fram að verðlagsnefndin hafi einmitt haldið aftur af verðhækkunum á mjólk hérlendis. Sé litið til tímabilsins frá ársbyrjun 2020 og til dagsins í dag hefur verð til mjólkurframleiðenda hér á landi hækkað um 34,7% á meðan verð til danskra mjólkurframleiðenda hefur hækkað um 80% á sama tíma, þrátt fyrir að bændur beggja landa glími við kostnaðarhækkanir sama eðlis. Þá er það líka staðreynd að hvergi innan ESB hafa mjólkurvörur hækkað minna en á Íslandi sl. 12 mánuði. En hvers vegna er verð á mjólk að hækka og hvers vegna umfram almennt verðlag á Íslandi? Jú, vegna þess að verð á helstu aðföngum sem þarf til mjólkurframleiðslu hafa hækkað langt umfram verðbólgu á Íslandi. Og það eru þær kostnaðarverðshækkanir sem verðlagsnefnd tekur mið af við ákvörðun á verði til bænda og hafa þar af leiðandi áhrif á heildsöluverð mjólkurvara. Samkvæmt verðlagsgrundvelli er sem dæmi metin hækkun á kjarnfóðri sl. 12 mánuði 17,1% og dísilolíu 37,4%. Sé litið til verðþróunar frá desember 2021 hefur áburður hækkað um 86%, kjarnfóður um 21%, olía um 40% og rekstrarkostnaður um 22,5%. Sannleikurinn er sá að þrátt fyrir miklar hækkanir á lágmarksverði til bænda sl. ár hafa þær ekki haldið í við þessar kostnaðarhækkanir. Rétt skal vera rétt Sé ætlunin að eiga í málefnalegri og sanngjarnri umræðu um starfsumhverfi mjólkurframleiðslu á Íslandi, þar sem verðlagsnefnd hefur mikilvægu hlutverki að gegna, er grundvallaratriði að skoða málið heildstætt, bera saman sambærilega þætti og byggja gagnrýni á fyrirliggjandi gögnum og réttum upplýsingum. Það gerir engum greiða að fara með rangt mál eða líta fram hjá lykilþáttum í verðmyndun mjólkur. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í landbúnaði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landbúnaður Matvælaframleiðsla Margrét Gísladóttir Mest lesið Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Sjá meira
Undanfarna daga hefur verðlagning á mjólk og mjólkurvörum verið nokkuð til umræðu. Því miður hefur skort að málin séu skoðuð út frá raungögnum og hefur umræðan fremur einkennst af vanþekkingu, röngum tölum og jafnvel popúlisma, þar sem íslensk mjólkurframleiðsla virðist gerð að hinum sameiginlega óvini, þrátt fyrir þá miklu hagræðingu sem núverandi fyrirkomulag hefur leitt af sér og skilað bættum ávinningi til bæði neytenda með lægra vöruverði og bænda með hærra afurðaverði. Rangfærslur á rangfærslur ofan Grein sem formaður Viðreisnar birti á Vísi 15. maí sl. er gott dæmi um slíkt óvandað innlegg í umræðuna. Rangfærslurnar þar eru margar. Þar segir m.a. að „Auðhumla, móðurfélag Mjólkursamsölunnar, hafi skilað methagnaði í fyrra”. Það er einfaldlega rangt. Auðhumla skilaði hagnaði upp á 461 m.kr. í fyrra sem var samdráttur um 50% frá árinu áður. Þessu er auðveldlega hægt að fletta upp í samstæðuársreikningi samvinnufélagsins. Því er einnig haldið fram að Auðhumla hafi „í gegnum Mjólkursamsöluna ein rétt á því að safna mjólk á Íslandi.“ Þetta er líka rangt. Öllum er frjálst að safna mjólk á Íslandi og ekkert kemur í veg fyrir að aðrar afurðastöðvar eigi bein viðskipti við bændur í stað þess að versla hrámjólk frá Auðhumlu. Auðhumla ber hins vegar þá skyldu að safna allri mjólk sem óskað er eftir. Þá segir í greininni að verðlagsnefnd búvara sé „ríkisrekin nefnd sem ákveður hvað Gunna og Jón borga fyrir mjólk og ost inn á heimilið.“ Þetta er einnig rangt. Verðlagsnefnd ákveður vissulega heildsöluverð á ákveðnum mjólkurvörum, byggt á verðhækkunum til bænda og rekstrarkostnaði í mjólkuriðnaði, en svo er það smásalans að ákveða álagningu og þar með endanlegt útsöluverð vörunnar. Enn er haldið áfram og heldur formaðurinn því fram að hún treysti bændum “til að selja sínar vörur og keppa innbyrðis á grundvelli gæða, markaðssetningar, upprunamerkinga, afhendingaröryggis, framþróunar og annars sem hinn frjálsi markaður hefur í för með sér”. Það er reyndar nákvæmlega það sem bændur eru að gera með því að reka sameiginlega félag sitt Auðhumlu, sem á svo 80% í Mjólkursamsölunni á móti Kaupfélagi Skagfirðinga, sem m.a. skagfirskir kúabændur eru aðilar að. Þannig er seint hægt að tala um Auðhumlu og Mjólkursamsöluna sem milliliði því þessi fyrirtæki eru í eigu bændanna sjálfra og þeirra tæki til að gera einmitt nákvæmlega það sem Viðreisn vill treysta bændum fyrir að gera. Það er synd að fyrrum landbúnaðarráðherra þekki málin ekki betur en umrædd grein ber með sér. Mikilvægi verðlagsnefndar Inntak og eðli starfsumhverfis mjólkurframleiðslu á Íslandi miðar -líkt og í öðrum löndum- að því að innanlandseftirspurn eftir mjólkurvörum sé fyrst og fremst haldið uppi af íslenskum framleiðendum, um 500 fyrirtækjum um land allt. Mjólkurframleiðslan er burðarás í íslenskum landbúnaði og byggðafestu víða um land og leikur verðlagsnefndin stórt hlutverk í þeirri stöðu. Ákvarðanir nefndarinnar tryggja að allir kúabændur, hvar sem þeir eru staddir á landinu, fá greitt sama verð fyrir sína mjólkurframleiðslu og á sama hátt að kaupendur mjólkurvara greiði sama heildsöluverð hvar sem þeir eru á landinu. Verð á mjólkurvörum hefur hækkað minnst á Íslandi Það er vissulega rétt að smásöluverð í flokknum mjólk, ostur og egg hefur hækkað um 12,1% sl. 12 mánuði, á sama tíma og verðbólga á Íslandi stendur í 9,9%. En það má halda því fram að verðlagsnefndin hafi einmitt haldið aftur af verðhækkunum á mjólk hérlendis. Sé litið til tímabilsins frá ársbyrjun 2020 og til dagsins í dag hefur verð til mjólkurframleiðenda hér á landi hækkað um 34,7% á meðan verð til danskra mjólkurframleiðenda hefur hækkað um 80% á sama tíma, þrátt fyrir að bændur beggja landa glími við kostnaðarhækkanir sama eðlis. Þá er það líka staðreynd að hvergi innan ESB hafa mjólkurvörur hækkað minna en á Íslandi sl. 12 mánuði. En hvers vegna er verð á mjólk að hækka og hvers vegna umfram almennt verðlag á Íslandi? Jú, vegna þess að verð á helstu aðföngum sem þarf til mjólkurframleiðslu hafa hækkað langt umfram verðbólgu á Íslandi. Og það eru þær kostnaðarverðshækkanir sem verðlagsnefnd tekur mið af við ákvörðun á verði til bænda og hafa þar af leiðandi áhrif á heildsöluverð mjólkurvara. Samkvæmt verðlagsgrundvelli er sem dæmi metin hækkun á kjarnfóðri sl. 12 mánuði 17,1% og dísilolíu 37,4%. Sé litið til verðþróunar frá desember 2021 hefur áburður hækkað um 86%, kjarnfóður um 21%, olía um 40% og rekstrarkostnaður um 22,5%. Sannleikurinn er sá að þrátt fyrir miklar hækkanir á lágmarksverði til bænda sl. ár hafa þær ekki haldið í við þessar kostnaðarhækkanir. Rétt skal vera rétt Sé ætlunin að eiga í málefnalegri og sanngjarnri umræðu um starfsumhverfi mjólkurframleiðslu á Íslandi, þar sem verðlagsnefnd hefur mikilvægu hlutverki að gegna, er grundvallaratriði að skoða málið heildstætt, bera saman sambærilega þætti og byggja gagnrýni á fyrirliggjandi gögnum og réttum upplýsingum. Það gerir engum greiða að fara með rangt mál eða líta fram hjá lykilþáttum í verðmyndun mjólkur. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í landbúnaði.
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar