GOG liggur á að ráða nýjan þjálfara: „Höfum átt í viðræðum“ Aron Guðmundsson skrifar 17. maí 2023 14:01 Kasper Jørgensen, íþróttastjóri GOG er bjartsýnn á að félagið finni rétta manninn í brúnna fyrir næsta tímabil. Snorri Steinn Guðjónsson er á blaði hjá forsvarsmönnum félagsins Vísir/Samsett mynd Kasper Jørgensen, íþróttastjóri dönsku meistaranna GOG í handbolta, segir forsvarsmenn félagsins hafa fast mótaða mynd af kandídötum þegar kemur að ráðningu á næsta þjálfara þess. Snorri Steinn Guðjónsson er orðaður við stöðuna. Næsti þjálfari GOG þarf meðal annars, að sögn Kaspers, að geta unnið með hæfileikaríkum leikmönnum, unnið titla og stýrt liðinu í Meistaradeild Evrópu tímabil eftir tímabil. Nicolej Krickau, núverandi þjálfari GOG, mun yfirgefa herbúðir félagsins eftir yfirstandandi tímabil og taka við þýska liðinu Flensburg. „Það er ekki langur tími sem við getum gefið okkur í þjálfaraleitina vegna þess að næsta tímabil hefst um miðjan júlí,“ segir Kasper í viðtali við TV2. „Okkur liggur því á að finna þjálfara sem getur gert GOG að dönskum meistara.“ Vísir greindi frá því í gær að forsvarsmenn GOG hafi sett sig í samband við Snorra Stein Guðjónsson, þjálfara Vals, sem hefur á undanförnum vikum átt í viðræðum við HSÍ um að gerast næsti landsliðsþjálfari Íslands. Snorri Steinn var á sínum tíma á mála hjá GOG sem leikmaður og er hann afar vel liðinn hjá félaginu. Hafa átt í viðræðum við þjálfara Kasper segir þjálfaraleitina hjá GOG ganga vel. „Við erum á mjög góðum stað á þessari stundu. Það hafa þjálfarar áhuga á þessu starfi. Hvort við þurfum að kaupa út þjálfara hjá öðru félagi eða fáum hann með öðrum leiðum mun koma í ljós á næstu vikum.“ Hann segir forráðamenn GOG hafa ákveðna hugmynd um hverjir þeir vili að verði næsti þjálfari liðsins. „Við höfum átt í viðræðum og erum í því ferli að finna út úr því hvernig við fáum næsta þjálfara til félagsins. Ég tel að næstum allir dönsku þjálfararnir myndu vilja taka við liðinu og þá hafa erlendir þjálfarar einnig boðið fram krafta sína.“ Að öðru leiti vildi Kasper ekki tjá sig nánar um hvaða þjálfarar kunna að vera í sigti félagsins. GOG sé hins vegar eftirsóknarverður staður til að þjálfa hjá. „Við erum vanir því að vinna með hæfileikaríkum leikmönnum sem hafa seinna geta tekið skrefið lengra út í Evrópu. Nú erum við farin að gera það með þjálfara líka. Ég sef því afar rólega næstu nætur því ég veit að næsti þjálfari GOG er klár í að halda arfleifðinni áfram.“ Danski handboltinn HSÍ Landslið karla í handbolta Valur Mest lesið Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Handbolti Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Íslenski boltinn Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt Körfubolti „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Körfubolti Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Handbolti Fleiri fréttir Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Sjá meira
Næsti þjálfari GOG þarf meðal annars, að sögn Kaspers, að geta unnið með hæfileikaríkum leikmönnum, unnið titla og stýrt liðinu í Meistaradeild Evrópu tímabil eftir tímabil. Nicolej Krickau, núverandi þjálfari GOG, mun yfirgefa herbúðir félagsins eftir yfirstandandi tímabil og taka við þýska liðinu Flensburg. „Það er ekki langur tími sem við getum gefið okkur í þjálfaraleitina vegna þess að næsta tímabil hefst um miðjan júlí,“ segir Kasper í viðtali við TV2. „Okkur liggur því á að finna þjálfara sem getur gert GOG að dönskum meistara.“ Vísir greindi frá því í gær að forsvarsmenn GOG hafi sett sig í samband við Snorra Stein Guðjónsson, þjálfara Vals, sem hefur á undanförnum vikum átt í viðræðum við HSÍ um að gerast næsti landsliðsþjálfari Íslands. Snorri Steinn var á sínum tíma á mála hjá GOG sem leikmaður og er hann afar vel liðinn hjá félaginu. Hafa átt í viðræðum við þjálfara Kasper segir þjálfaraleitina hjá GOG ganga vel. „Við erum á mjög góðum stað á þessari stundu. Það hafa þjálfarar áhuga á þessu starfi. Hvort við þurfum að kaupa út þjálfara hjá öðru félagi eða fáum hann með öðrum leiðum mun koma í ljós á næstu vikum.“ Hann segir forráðamenn GOG hafa ákveðna hugmynd um hverjir þeir vili að verði næsti þjálfari liðsins. „Við höfum átt í viðræðum og erum í því ferli að finna út úr því hvernig við fáum næsta þjálfara til félagsins. Ég tel að næstum allir dönsku þjálfararnir myndu vilja taka við liðinu og þá hafa erlendir þjálfarar einnig boðið fram krafta sína.“ Að öðru leiti vildi Kasper ekki tjá sig nánar um hvaða þjálfarar kunna að vera í sigti félagsins. GOG sé hins vegar eftirsóknarverður staður til að þjálfa hjá. „Við erum vanir því að vinna með hæfileikaríkum leikmönnum sem hafa seinna geta tekið skrefið lengra út í Evrópu. Nú erum við farin að gera það með þjálfara líka. Ég sef því afar rólega næstu nætur því ég veit að næsti þjálfari GOG er klár í að halda arfleifðinni áfram.“
Danski handboltinn HSÍ Landslið karla í handbolta Valur Mest lesið Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Handbolti Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Íslenski boltinn Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt Körfubolti „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Körfubolti Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Handbolti Fleiri fréttir Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Sjá meira