San Antonio Spurs vann NBA lotteríið og það vita allir hvern þeir taka Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. maí 2023 12:31 Victor Wembanyama er einstakur leikmaður og það hefur hann sýnt og sannað með liði Metropolitans 92 í frönsku A-deildinni. Getty/Christian Liewig San Antonio Spurs verður með fyrsta valrétt í nýliðavali NBA-deildarinnar í körfubolta en það varð ljóst þegar dregið var um röðina í nótt. Spurs liðið tapaði sextíu leikjum í deildarkeppninni, var með lélegasta árangurinn í Vesturdeildinni og því voru talsverðar líkur á að nafn Spurs kæmi upp úr pottinum. The results for the Top 4 picks in the 2023 #NBADraftLottery presented by State Farm: 1. Spurs2. Hornets3. Trail Blazers4. Rockets pic.twitter.com/0iJPmiDrmF— NBA (@NBA) May 17, 2023 Næst á eftir Spurs munu velja Charlotte Hornets, Portland Trail Blazers, Houston Rockets og Detroit Pistons. Þetta skiptir gríðarlega miklu máli að þessu sinni því í boði er að velja franska undrabarnið Victor Wembanyama. Wembanyama þykir eitt mesta efni síðan að LeBron James kom inn í NBA-deildina árið 2003. Menn hafa verið að tala um hann síðan að hann var aðeins fjórtán ára gamall. Hinn 221 sentímetra hái Wembanyama rekur boltann eins og bakvörður, skýtur eins og besta skytta og skilar líka stigum undir körfunni. Hann á að geta skotið hvenær sem er enda er enginn að fara verja skotið hans fyrir utan þriggja stiga línuna. SPURS WIN THE NO. 1 PICK IN THE 2023 NBA DRAFTWEMBY SZN pic.twitter.com/XDX3mB0LL5— Bleacher Report (@BleacherReport) May 17, 2023 Stóra áhyggjuefnið er hvernig skrokkurinn ræður við að spila í jafnerfiðri deild og NBA er. Wembanyama hefur þegar spilað tvö meistaraflokkstímabil í frönsku A-deildinni en í vetur var hann hjá Metropolitans 92. Hann er með 21,6 stig, 10,4 fráköst og 2,4 stoðsendingar í leik í frönsku deildinni í vetur. Hann er líka kominn í franska landsliðið og í sínum fyrsta A-landsleik í nóvember í fyrra þá var hann með 20 stig og 9 fráköst í 90-65 sigri á Litháen. Það vita því allir hvern San Antonio Spurs er að fara að velja í nýliðavalinu sem verður 22. júní næstkomandi. Victor Wembanyama's reaction to the Spurs winning the lottery @NBA | #NBADraftLotterypic.twitter.com/g338IeKEUZ— The Athletic (@TheAthletic) May 17, 2023 NBA Mest lesið Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Fótbolti „Ég hefði getað sett þrjú“ Íslenski boltinn Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Sport Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Íslenski boltinn Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Körfubolti Fleiri fréttir Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Sjá meira
Spurs liðið tapaði sextíu leikjum í deildarkeppninni, var með lélegasta árangurinn í Vesturdeildinni og því voru talsverðar líkur á að nafn Spurs kæmi upp úr pottinum. The results for the Top 4 picks in the 2023 #NBADraftLottery presented by State Farm: 1. Spurs2. Hornets3. Trail Blazers4. Rockets pic.twitter.com/0iJPmiDrmF— NBA (@NBA) May 17, 2023 Næst á eftir Spurs munu velja Charlotte Hornets, Portland Trail Blazers, Houston Rockets og Detroit Pistons. Þetta skiptir gríðarlega miklu máli að þessu sinni því í boði er að velja franska undrabarnið Victor Wembanyama. Wembanyama þykir eitt mesta efni síðan að LeBron James kom inn í NBA-deildina árið 2003. Menn hafa verið að tala um hann síðan að hann var aðeins fjórtán ára gamall. Hinn 221 sentímetra hái Wembanyama rekur boltann eins og bakvörður, skýtur eins og besta skytta og skilar líka stigum undir körfunni. Hann á að geta skotið hvenær sem er enda er enginn að fara verja skotið hans fyrir utan þriggja stiga línuna. SPURS WIN THE NO. 1 PICK IN THE 2023 NBA DRAFTWEMBY SZN pic.twitter.com/XDX3mB0LL5— Bleacher Report (@BleacherReport) May 17, 2023 Stóra áhyggjuefnið er hvernig skrokkurinn ræður við að spila í jafnerfiðri deild og NBA er. Wembanyama hefur þegar spilað tvö meistaraflokkstímabil í frönsku A-deildinni en í vetur var hann hjá Metropolitans 92. Hann er með 21,6 stig, 10,4 fráköst og 2,4 stoðsendingar í leik í frönsku deildinni í vetur. Hann er líka kominn í franska landsliðið og í sínum fyrsta A-landsleik í nóvember í fyrra þá var hann með 20 stig og 9 fráköst í 90-65 sigri á Litháen. Það vita því allir hvern San Antonio Spurs er að fara að velja í nýliðavalinu sem verður 22. júní næstkomandi. Victor Wembanyama's reaction to the Spurs winning the lottery @NBA | #NBADraftLotterypic.twitter.com/g338IeKEUZ— The Athletic (@TheAthletic) May 17, 2023
NBA Mest lesið Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Fótbolti „Ég hefði getað sett þrjú“ Íslenski boltinn Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Sport Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Íslenski boltinn Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Körfubolti Fleiri fréttir Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Sjá meira