Ábyrgðin er ekki foreldra Einar Jónsson skrifar 15. maí 2023 12:31 Guðrún Helga Bjarnadóttir, verkefnastjóri hjá Barnaheillum, skrifaði grein á Vísi á dögunum um kynferðisbrot og annars konar ofbeldi gegn börnum í sumarbúðum, sumarnámskeiðum og öðru tómstundastarfi. Í greininni hvetur hún foreldra og forsjáraðila til að spyrja gagnrýninna spurninga áður en þeir skrái börn sín á slík námskeið. Ástæðan er sú að ekki sé hægt að treysta skilyrðislaust þeim sem standi að slíkum námskeiðum fyrir öryggi barnanna. Kemur Guðrún Helga jafnframt fram með tillögur að vel ígrunduðum spurningum sem foreldrar geti spurt námskeiðahaldara. Lúta þær meðal annars að því hvernig staðið sé að forvörnum gegn kynferðisofbeldi gegn börnum, ráðningum starfsmanna, hvernig tekið sé á óviðeigandi hegðun og hvaða þjálfun og fræðsla standi starfsfólki til boða. Það er ástæða til að fagna því að jafn stór og öflug almannaheillasamtök og Barnaheill skuli vekja athygli á þeim ófögnuði sem kynferðisbrot gegn börnum eru. Það er rétt hjá Guðrúnu Helgu að fyllsta ástæða er til árvekni í þessum málaflokki og ekki er hægt að treysta í blindni þeim sem standa að rekstri sumarbúða eða annars tómstundastarfs fyrir börn. Því fengum við hjónin að kynnast síðastliðið sumar þegar starfsmaður sumarbúðanna í Reykjadal braut kynferðislega á níu ára dóttur okkar í búðunum. Enn fremur fengum við að kynnast því að starfsmenn sumarbúðanna höfðu enga viðbragðsáætlun í málum sem þessum, kölluðu ekki einu sinni til lögreglu, spilltu vettvangi glæpsins og komu geranda undan. Framkvæmdastjóri Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra sem rekur búðirnar ráðlagði starfsmönnum meira að segja að kalla ekki til lögreglu þegar þeir spurðu hann ráða. Á endanum var það móðir barnsins sem upplýsti lögreglu og barnavernd um glæpinn að ráði starfsmanns neyðarmóttöku vegna kynferðisglæpa. Sem foreldri barns sem hefur orðið fyrir kynferðisofbeldi í sumarbúðum finnst mér það einstaklega ósmekklegt að Guðrún Helga og Barnaheill skuli vilja velta ábyrgðinni á velferð barna í sumarbúðum eða tómstundastarfi yfir á herðar forráðamanna. Ábyrgðin er ekki foreldra heldur þeirra sem standa að rekstrinum sem og þeirra sem setja þeim leikreglur, það er Alþingis og ráðherra. Það er brýnt að kveðið sé á um forvarnir gegn ofbeldi í þeim lögum og reglugerðum sem gilda um slíka starfsemi. Einnig þarf að kveða skýrt á um það í reglugerðum hvernig skuli bregðast við ef ofbeldistilvik koma upp og fræða starfsmenn um það. Síðast en ekki síst þarf að vera virkt og öflugt eftirlit með að farið sé að þessum lögum og hörð viðurlög ef misbrestur er þar á. Til þess þurfa eftirlitsstofnanir að vera öflugar og skorta hvorki fjárráð né mannafla. Barnaheill eru öflug alþjóðleg samtök sem njóta virðingar og hafa vægi í umræðu um réttindi barna. Það er því ákaflega ánægjulegt að þau skuli sýna þessum málaflokki áhuga enda eru þau í þeirri stöðu að geta beitt ráðamenn þrýstingi og haft áhrif til góðs. Það væri nær að þau myndu leggja orku sína í það frekar en að reyna að koma ábyrgðinni yfir á herðar foreldra sem eru að velja sumarnámskeið fyrir börn sín. Guðrún Helga, hér koma tillögur að spurningum sem þú sem verkefnastjóri hjá öflugum almannaheillasamtökum getur velt fyrir þér að spyrja ráðamenn þjóðarinnar og eftirlitsstofnanir áður en þú leyfir þér að senda að senda grein á Vísi. Hvaða lög og reglur eru í gildi sem miða að því að draga úr hættu á að börn verði fyrir kynferðisbrotum eða öðru ofbeldi í íþrótta- og tómstundastarfi? Að hvaða leyti má bæta þá löggjöf? Er löggjöfin sambærileg þeirri sem gildir um þennan málaflokk í þeim löndum sem við berum okkur saman við? Er þeim sem standa að tómstundastarfi fyrir börn skylt að vera með viðbragðsáætlun við kynferðisbrotum og öðru ofbeldi? Ef svo er ekki, er þá ekki full ástæða til að gera þar bragarbót á? Er kveðið á um þjálfun og fræðslu starfsmanna um viðbrögð við ofbeldisbrotum í tómstundastarfi hvort sem þau eru framin af fullorðum eða börnum? Hvaða stofnanir hafa eftirlit með öryggismálum þeirra sem standa að tómstundastarfi fyrir börn? Hafa þær mannafla og fjármagn til að sinna hlutverki sínu sem skyldi? Höfundur er foreldri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Réttindi barna Börn og uppeldi Mest lesið Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Lesum í sporin! Steingrímur J. Sigfússon Skoðun Þarf að hemja hina ofurríku? Fastir pennar Skoðun Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Sjá meira
Guðrún Helga Bjarnadóttir, verkefnastjóri hjá Barnaheillum, skrifaði grein á Vísi á dögunum um kynferðisbrot og annars konar ofbeldi gegn börnum í sumarbúðum, sumarnámskeiðum og öðru tómstundastarfi. Í greininni hvetur hún foreldra og forsjáraðila til að spyrja gagnrýninna spurninga áður en þeir skrái börn sín á slík námskeið. Ástæðan er sú að ekki sé hægt að treysta skilyrðislaust þeim sem standi að slíkum námskeiðum fyrir öryggi barnanna. Kemur Guðrún Helga jafnframt fram með tillögur að vel ígrunduðum spurningum sem foreldrar geti spurt námskeiðahaldara. Lúta þær meðal annars að því hvernig staðið sé að forvörnum gegn kynferðisofbeldi gegn börnum, ráðningum starfsmanna, hvernig tekið sé á óviðeigandi hegðun og hvaða þjálfun og fræðsla standi starfsfólki til boða. Það er ástæða til að fagna því að jafn stór og öflug almannaheillasamtök og Barnaheill skuli vekja athygli á þeim ófögnuði sem kynferðisbrot gegn börnum eru. Það er rétt hjá Guðrúnu Helgu að fyllsta ástæða er til árvekni í þessum málaflokki og ekki er hægt að treysta í blindni þeim sem standa að rekstri sumarbúða eða annars tómstundastarfs fyrir börn. Því fengum við hjónin að kynnast síðastliðið sumar þegar starfsmaður sumarbúðanna í Reykjadal braut kynferðislega á níu ára dóttur okkar í búðunum. Enn fremur fengum við að kynnast því að starfsmenn sumarbúðanna höfðu enga viðbragðsáætlun í málum sem þessum, kölluðu ekki einu sinni til lögreglu, spilltu vettvangi glæpsins og komu geranda undan. Framkvæmdastjóri Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra sem rekur búðirnar ráðlagði starfsmönnum meira að segja að kalla ekki til lögreglu þegar þeir spurðu hann ráða. Á endanum var það móðir barnsins sem upplýsti lögreglu og barnavernd um glæpinn að ráði starfsmanns neyðarmóttöku vegna kynferðisglæpa. Sem foreldri barns sem hefur orðið fyrir kynferðisofbeldi í sumarbúðum finnst mér það einstaklega ósmekklegt að Guðrún Helga og Barnaheill skuli vilja velta ábyrgðinni á velferð barna í sumarbúðum eða tómstundastarfi yfir á herðar forráðamanna. Ábyrgðin er ekki foreldra heldur þeirra sem standa að rekstrinum sem og þeirra sem setja þeim leikreglur, það er Alþingis og ráðherra. Það er brýnt að kveðið sé á um forvarnir gegn ofbeldi í þeim lögum og reglugerðum sem gilda um slíka starfsemi. Einnig þarf að kveða skýrt á um það í reglugerðum hvernig skuli bregðast við ef ofbeldistilvik koma upp og fræða starfsmenn um það. Síðast en ekki síst þarf að vera virkt og öflugt eftirlit með að farið sé að þessum lögum og hörð viðurlög ef misbrestur er þar á. Til þess þurfa eftirlitsstofnanir að vera öflugar og skorta hvorki fjárráð né mannafla. Barnaheill eru öflug alþjóðleg samtök sem njóta virðingar og hafa vægi í umræðu um réttindi barna. Það er því ákaflega ánægjulegt að þau skuli sýna þessum málaflokki áhuga enda eru þau í þeirri stöðu að geta beitt ráðamenn þrýstingi og haft áhrif til góðs. Það væri nær að þau myndu leggja orku sína í það frekar en að reyna að koma ábyrgðinni yfir á herðar foreldra sem eru að velja sumarnámskeið fyrir börn sín. Guðrún Helga, hér koma tillögur að spurningum sem þú sem verkefnastjóri hjá öflugum almannaheillasamtökum getur velt fyrir þér að spyrja ráðamenn þjóðarinnar og eftirlitsstofnanir áður en þú leyfir þér að senda að senda grein á Vísi. Hvaða lög og reglur eru í gildi sem miða að því að draga úr hættu á að börn verði fyrir kynferðisbrotum eða öðru ofbeldi í íþrótta- og tómstundastarfi? Að hvaða leyti má bæta þá löggjöf? Er löggjöfin sambærileg þeirri sem gildir um þennan málaflokk í þeim löndum sem við berum okkur saman við? Er þeim sem standa að tómstundastarfi fyrir börn skylt að vera með viðbragðsáætlun við kynferðisbrotum og öðru ofbeldi? Ef svo er ekki, er þá ekki full ástæða til að gera þar bragarbót á? Er kveðið á um þjálfun og fræðslu starfsmanna um viðbrögð við ofbeldisbrotum í tómstundastarfi hvort sem þau eru framin af fullorðum eða börnum? Hvaða stofnanir hafa eftirlit með öryggismálum þeirra sem standa að tómstundastarfi fyrir börn? Hafa þær mannafla og fjármagn til að sinna hlutverki sínu sem skyldi? Höfundur er foreldri.
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun