Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir skrifar 1. desember 2025 06:31 Ríki og sveitarfélög á Íslandi hafa um langt skeið átt árangursríkt samstarf í þeim mikilvæga málaflokki að tryggja landsmönnum heilnæmt umhverfi. Þetta samstarf byggir á samspili margra stofnanna en kjarni verkefnisins hefur, í rúma öld, verið í höndum heilbrigðisnefnda sveitarfélaganna. Heilbrigðisnefndirnar vinna í samstarfi við ýmsar stofnanir, s.s. Sóttvarnalækni, Landlækni, sýslumenn, lögreglu, slökkvilið, byggingarfulltrúa, Umhverfis- og orkustofnun, Matvælastofnun og fleiri. Blikur á lofti fyrir heilbrigðisnefndir sveitarfélaga Nú eru blikur á lofti vegna áforma umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Jóhanns Páls Jóhannssonar ásamt atvinnuvegaráðherra, Hönnu Katrínu Friðriksson, um að leggja niður heilbrigðisnefndir sveitarfélaganna samkvæmt áformum nr. S-160/2025. Þessi breyting myndi rjúfa farsælt samstarf ríkis og sveitarfélaga í málaflokknum og valda víðtækum og alvarlegum áhrifum. Mikilvægt er að draga fram hvað slíkar breytingar hefðu í för með sér fyrir sveitarfélög verði þau að veruleika. Grundvallarmarkmið vantar í áformin Athygli vekur að grundvallarmarkmið starfsemi Heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga (HES) um að tryggja almannaheill skuli vanta í áformunum nr. S-160/2025, birtum í Samráðsgátt stjórnvalda. Þar er áformað að leggja HES niður, færa verkefni þess til tveggja ríkisstofnana og skilja krefjandi mál eftir hjá sveitarfélögunum. Markmið laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir, sem heilbrigðiseftirlitið byggir á, eru skýr: „að búa landsmönnum heilnæm lífsskilyrði og vernda þau gildi sem felast í heilnæmu og ómenguðu umhverfi“. Að auki tryggja lög nr. 93/1995 um matvæli öryggi, gæði og hollustu matvæla til hagsbóta fyrir neytendur. Heilbrigðiseftirlitið er málsvari hins almenna neytanda og almannaheilla. Áherslur áforma virðast einhliða Áformin virðast ekki taka nægilega mið af þessum markmiðum. Í breytingunum er gert ráð fyrir að verkefni sem afla tekna flytjist til ríkisins en krefjandi og kostnaðarsöm mál sitji eftir hjá sveitarfélögunum. Jafnvel þótt tekjutapið sé hunsað þá missa sveitarfélög mikilvægt verkfæri til að tryggja heilnæmt og öruggt nærumhverfi íbúanna. Sérfræðileg þekking innan sveitarfélaga Heilbrigðiseftirlit sveitarfélaga byggir á yfirgripsmikilli og sértækri þekkingu innan hvers sveitarfélags, sem gerir þeim kleift að bregðast hratt og markvisst við heilsuspillandi aðstæðum og fylgjast með staðbundnum þörfum. Sterk tengsl heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga við aðra innviði sveitarfélagsins eru lykilþáttur í fræðslu, forvörnum og lausn ýmissa mála. Með því að færa eftirlitið frá sveitarstjórnarstiginu er hætta á rofi í þessu mikilvæga samstarfi og samþættingu við aðra þjónustu sveitarfélagsins, svo sem skipulags-, umhverfis- og félagsþjónustu. Með áformunum skapast hætta á eftirfarandi: Erfið mál sem upp koma verða lengur að berast á borð viðeigandi eftirlitsaðila vegna minni nærveru og veikari tengsla við staðbundnar aðstæður. Aukin kostnaður fyrir íbúa og atvinnulíf. Gjaldskrár ríkisstofnana eru almennt hærri en gjaldskrár heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga. Eftirlitsþegar munu greiða fyrir eftirlit hjá fleiri eftirlitsaðilum. Skortur á sérhæfðri staðbundinni þekkingu sem nauðsynleg er til að meta og bregðast við sértækum aðstæðum í hverju sveitarfélagi. Þverfagleg nálgun veikist þegar eftirlitsverkefnum er skipt á milli tveggja ríkisstofnana með þrengri hlutverkaskipan, sem leiðir til að eftirlit verður ekki heildstætt heldur einhæft. Erfiðara verður að beita þvingunarúrræðum þegar þörf krefur, þar sem heilbrigðisfulltrúar búa yfir sértækum lagalegum heimildum og sérþjálfun, til dæmis við að takamarka starfsemi, í aðkomu að málum vegna sorps, hávaða og ónæði og þegar heilsuspillandi aðstæður hafa skapast. Viðbragðstími við heilsuspillandi aðstæðum lengist þegar ákvörðunar- og framkvæmdarvald færist fjær og miðstýring verður ríkjandi. Takmarkaðra aðgengi fyrir íbúa og atvinnulíf að staðbundnum leiðbeiningum og þjónustu, þar sem starfsfólk verður fjær daglegu lífi íbúa. Minna traust meðal íbúa á eftirlitinu þegar staðbundnir aðilar hverfa úr forgrunni og ákvarðanir eru teknar af aðilum sem eru ótengdir samfélaginu. Aukinni hættu á neikvæðum áhrifum á lýðheilsu og öryggi almennings, m.a. vegna hættu á spekileka við kerfisbreytingarnar. Óljóst hvar sumar kvartanir/ábendingar munu eiga heima þar sem oft er um að ræða málefni sem falla bæði undir matvælalög, lög um hollustuhætti og mengunarvarnir. Töf gæti orðið á afgreiðslu erinda ef óljóst er hvar þau eiga heima. Lykilverkfæri í stjórnun heilnæms umhverfis Heilbrigðiseftirlit sveitarfélaga er ekki aðeins eftirlitskerfi heldur lykilverkfæri fyrir virka stjórnun heilnæms umhverfis sem styður við öryggi og lífsgæði íbúa í nærumhverfi sínu. Með því að leggja niður Heilbrigðiseftirlit sveitarfélaga eru sveitarfélög svipt mikilvægu verkfæri og möguleikar þeirra til að tryggja heilsu og öryggi íbúanna minnkar. Sveitarfélög um land allt þurfa að átta sig á því að ef áformin munu ganga eftir og breytingar á heilbrigðiseftirliti verða að veruleika, þá mun það bitna mest á sveitarfélögum landsins. Með von um að stjórnvöld endurskoði áform sín og efli heilbrigðiseftirlitið í landinu. Áhugasamir geta lesið meira um heilbrigðiseftirlit á www.fhu.is. Höfundur er heilbrigðisfulltrúi í Reykjavík og formaður Félags heilbrigðisfulltrúa á Íslandi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Sjá meira
Ríki og sveitarfélög á Íslandi hafa um langt skeið átt árangursríkt samstarf í þeim mikilvæga málaflokki að tryggja landsmönnum heilnæmt umhverfi. Þetta samstarf byggir á samspili margra stofnanna en kjarni verkefnisins hefur, í rúma öld, verið í höndum heilbrigðisnefnda sveitarfélaganna. Heilbrigðisnefndirnar vinna í samstarfi við ýmsar stofnanir, s.s. Sóttvarnalækni, Landlækni, sýslumenn, lögreglu, slökkvilið, byggingarfulltrúa, Umhverfis- og orkustofnun, Matvælastofnun og fleiri. Blikur á lofti fyrir heilbrigðisnefndir sveitarfélaga Nú eru blikur á lofti vegna áforma umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Jóhanns Páls Jóhannssonar ásamt atvinnuvegaráðherra, Hönnu Katrínu Friðriksson, um að leggja niður heilbrigðisnefndir sveitarfélaganna samkvæmt áformum nr. S-160/2025. Þessi breyting myndi rjúfa farsælt samstarf ríkis og sveitarfélaga í málaflokknum og valda víðtækum og alvarlegum áhrifum. Mikilvægt er að draga fram hvað slíkar breytingar hefðu í för með sér fyrir sveitarfélög verði þau að veruleika. Grundvallarmarkmið vantar í áformin Athygli vekur að grundvallarmarkmið starfsemi Heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga (HES) um að tryggja almannaheill skuli vanta í áformunum nr. S-160/2025, birtum í Samráðsgátt stjórnvalda. Þar er áformað að leggja HES niður, færa verkefni þess til tveggja ríkisstofnana og skilja krefjandi mál eftir hjá sveitarfélögunum. Markmið laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir, sem heilbrigðiseftirlitið byggir á, eru skýr: „að búa landsmönnum heilnæm lífsskilyrði og vernda þau gildi sem felast í heilnæmu og ómenguðu umhverfi“. Að auki tryggja lög nr. 93/1995 um matvæli öryggi, gæði og hollustu matvæla til hagsbóta fyrir neytendur. Heilbrigðiseftirlitið er málsvari hins almenna neytanda og almannaheilla. Áherslur áforma virðast einhliða Áformin virðast ekki taka nægilega mið af þessum markmiðum. Í breytingunum er gert ráð fyrir að verkefni sem afla tekna flytjist til ríkisins en krefjandi og kostnaðarsöm mál sitji eftir hjá sveitarfélögunum. Jafnvel þótt tekjutapið sé hunsað þá missa sveitarfélög mikilvægt verkfæri til að tryggja heilnæmt og öruggt nærumhverfi íbúanna. Sérfræðileg þekking innan sveitarfélaga Heilbrigðiseftirlit sveitarfélaga byggir á yfirgripsmikilli og sértækri þekkingu innan hvers sveitarfélags, sem gerir þeim kleift að bregðast hratt og markvisst við heilsuspillandi aðstæðum og fylgjast með staðbundnum þörfum. Sterk tengsl heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga við aðra innviði sveitarfélagsins eru lykilþáttur í fræðslu, forvörnum og lausn ýmissa mála. Með því að færa eftirlitið frá sveitarstjórnarstiginu er hætta á rofi í þessu mikilvæga samstarfi og samþættingu við aðra þjónustu sveitarfélagsins, svo sem skipulags-, umhverfis- og félagsþjónustu. Með áformunum skapast hætta á eftirfarandi: Erfið mál sem upp koma verða lengur að berast á borð viðeigandi eftirlitsaðila vegna minni nærveru og veikari tengsla við staðbundnar aðstæður. Aukin kostnaður fyrir íbúa og atvinnulíf. Gjaldskrár ríkisstofnana eru almennt hærri en gjaldskrár heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga. Eftirlitsþegar munu greiða fyrir eftirlit hjá fleiri eftirlitsaðilum. Skortur á sérhæfðri staðbundinni þekkingu sem nauðsynleg er til að meta og bregðast við sértækum aðstæðum í hverju sveitarfélagi. Þverfagleg nálgun veikist þegar eftirlitsverkefnum er skipt á milli tveggja ríkisstofnana með þrengri hlutverkaskipan, sem leiðir til að eftirlit verður ekki heildstætt heldur einhæft. Erfiðara verður að beita þvingunarúrræðum þegar þörf krefur, þar sem heilbrigðisfulltrúar búa yfir sértækum lagalegum heimildum og sérþjálfun, til dæmis við að takamarka starfsemi, í aðkomu að málum vegna sorps, hávaða og ónæði og þegar heilsuspillandi aðstæður hafa skapast. Viðbragðstími við heilsuspillandi aðstæðum lengist þegar ákvörðunar- og framkvæmdarvald færist fjær og miðstýring verður ríkjandi. Takmarkaðra aðgengi fyrir íbúa og atvinnulíf að staðbundnum leiðbeiningum og þjónustu, þar sem starfsfólk verður fjær daglegu lífi íbúa. Minna traust meðal íbúa á eftirlitinu þegar staðbundnir aðilar hverfa úr forgrunni og ákvarðanir eru teknar af aðilum sem eru ótengdir samfélaginu. Aukinni hættu á neikvæðum áhrifum á lýðheilsu og öryggi almennings, m.a. vegna hættu á spekileka við kerfisbreytingarnar. Óljóst hvar sumar kvartanir/ábendingar munu eiga heima þar sem oft er um að ræða málefni sem falla bæði undir matvælalög, lög um hollustuhætti og mengunarvarnir. Töf gæti orðið á afgreiðslu erinda ef óljóst er hvar þau eiga heima. Lykilverkfæri í stjórnun heilnæms umhverfis Heilbrigðiseftirlit sveitarfélaga er ekki aðeins eftirlitskerfi heldur lykilverkfæri fyrir virka stjórnun heilnæms umhverfis sem styður við öryggi og lífsgæði íbúa í nærumhverfi sínu. Með því að leggja niður Heilbrigðiseftirlit sveitarfélaga eru sveitarfélög svipt mikilvægu verkfæri og möguleikar þeirra til að tryggja heilsu og öryggi íbúanna minnkar. Sveitarfélög um land allt þurfa að átta sig á því að ef áformin munu ganga eftir og breytingar á heilbrigðiseftirliti verða að veruleika, þá mun það bitna mest á sveitarfélögum landsins. Með von um að stjórnvöld endurskoði áform sín og efli heilbrigðiseftirlitið í landinu. Áhugasamir geta lesið meira um heilbrigðiseftirlit á www.fhu.is. Höfundur er heilbrigðisfulltrúi í Reykjavík og formaður Félags heilbrigðisfulltrúa á Íslandi
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun