„Afdrifarík og stór mistök sem eru að gerast í annars ágætlega dæmdum leikjum“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 14. maí 2023 12:04 Sigfús Sigurðsson vann silfur á ÓL í Peking 2008 með íslenska landsliðinu í handbolta. Hann er ósáttur við dómgæsluna í úrslitakeppni Olís-deildar karla. vísir/getty Mikið hefur verið rætt og ritað um dómgæslu í úrslitakeppni Olís-deildar karla í handbolta undanfarna daga og vikur. Stórir dómar hafa fallið í lok leikja í undanúrslitaeinvígum keppninnar og í einhverjum tilvikum hafa þeir ráðið úrslitum leikja. Sigfús Sigurðsson, fyrrum landsliðsmaður Íslands í handbolta, var á línunni í síðasta hlaðvarpsþætti Handkastsins og ræddi þessi mál. Arnar Daði Arnarsson, stjórnandi þáttarins, ræddi við Sigfús og spurði hann fyrst út í undanúrslitaeinvígi ÍBV og FH þar sem Eyjamenn unnu 3-0 og tryggðu sér sæti í úrslitum. Sigfús segir að honum hafi ekki þótt það sanngjörn niðurstaða. „Nei í rauninni ekki. Í lok leiksins voru þarna nokkrir dómar sem falla sem eru náttúrulega alveg út úr kú. Við byrjum bara á tveggja mínútna borttvísun sem Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, fær fyrir að hoppa og sýna smá tilfinningar. Svo náttúrulega þetta aukakast í lokin. Mér fannst til að byrja með ekkert vera að því þegar hann leggur boltann frá sér, en svo náttúrulega kemur í ljós að það stendur FH-ingur við hliðina á dómaranum fyrir innan punktalínu þegar það er tekið þannig það á aldrei að vera gilt aukakast,“ sagði Sigfús. „Þetta eru svona afdrifarík og stór mistök sem eru að gerast í annars ágætlega dæmdum leikjum. Það er nefnilega málið.“ „Það sem menn hafa alltaf verið að kalla eftir er að standardinn sé réttur og góður, og hann hefur verið svona allt í lagi. Þetta eru ekkert rosalega vel og ekkert rosalega illa dæmdir leikir, en á lykilmómentum virðast þeir vera að klikka og það segir manni það að bæði geta þeir ekki lesið leikinn rétt og að þeir eru bara ekki alveg nógu góðir.“ „Að dæma víti og rautt á þetta er í besta falli kjánalegt“ „Ef við förum bara í einvígið sem er enn í gangi, Haukar-Afturelding. Dramatíkin er ekki minni þar og dómaraumfjöllunin er ekkert minni,“ sagði Arnar Daði svo þegar Sigfús hafði lokið sér af við að ræða um dómgæsluna í leikjum ÍBV og FH. Í þriðja leik Hauka og Aftureldingar var annað stórt atvik sem að einhverju leyti réði úrslitum. Ihor Kopyshynskyi fékk þá að líta beint rautt spjald undir lok leiks fyri að brjóta á Ólafi Ægi Ólafssyni og Haukar fengu vítakast. Stefán Rafn Sigurmannsson jafnaði metin úr vítakastinu og tryggði Haukum framlengingu sem Hafnarfjarðarliðið vann svo. „Þeir mega eiga það að það var sama lína yfir bæði lið í sambandi við fríköst og allt þetta sem á náttúrulega að vera og er allt gott,“ sagði Sigfús. „Svo er þetta atriði undir lok leiksins, þar þurfa menn aðeins að lesa í aðstæðurnar. Allt í lagi, hann brýtur á honum, en Ólafur Ægir grípur í treyjuna hjá honum og lætur sig detta, eða er að detta. Ef að leikmaðurinn hefði látið hann bara flakka í gólfið þá er það líka víti og rautt, en þarna heldur hann í leikmanninn, væntanlega til að passa að fljúga ekki bara í skiltin og í gólfið.“ „En að dæma víti og rautt á þetta er náttúrulega bara í besta falli kjánalegt,“ bætti Sigfús við. Hlaðvarpsþátt Handkastsins má hlusta á í spilaranum hér fyrir neðan, en Arnar tekur upp tólið og hringir í Sigfús eftir tæplega klukkustund og tíu mínútur. Olís-deild karla Handkastið Mest lesið Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Juventus-parið hætt saman Fótbolti Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Sjá meira
Arnar Daði Arnarsson, stjórnandi þáttarins, ræddi við Sigfús og spurði hann fyrst út í undanúrslitaeinvígi ÍBV og FH þar sem Eyjamenn unnu 3-0 og tryggðu sér sæti í úrslitum. Sigfús segir að honum hafi ekki þótt það sanngjörn niðurstaða. „Nei í rauninni ekki. Í lok leiksins voru þarna nokkrir dómar sem falla sem eru náttúrulega alveg út úr kú. Við byrjum bara á tveggja mínútna borttvísun sem Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, fær fyrir að hoppa og sýna smá tilfinningar. Svo náttúrulega þetta aukakast í lokin. Mér fannst til að byrja með ekkert vera að því þegar hann leggur boltann frá sér, en svo náttúrulega kemur í ljós að það stendur FH-ingur við hliðina á dómaranum fyrir innan punktalínu þegar það er tekið þannig það á aldrei að vera gilt aukakast,“ sagði Sigfús. „Þetta eru svona afdrifarík og stór mistök sem eru að gerast í annars ágætlega dæmdum leikjum. Það er nefnilega málið.“ „Það sem menn hafa alltaf verið að kalla eftir er að standardinn sé réttur og góður, og hann hefur verið svona allt í lagi. Þetta eru ekkert rosalega vel og ekkert rosalega illa dæmdir leikir, en á lykilmómentum virðast þeir vera að klikka og það segir manni það að bæði geta þeir ekki lesið leikinn rétt og að þeir eru bara ekki alveg nógu góðir.“ „Að dæma víti og rautt á þetta er í besta falli kjánalegt“ „Ef við förum bara í einvígið sem er enn í gangi, Haukar-Afturelding. Dramatíkin er ekki minni þar og dómaraumfjöllunin er ekkert minni,“ sagði Arnar Daði svo þegar Sigfús hafði lokið sér af við að ræða um dómgæsluna í leikjum ÍBV og FH. Í þriðja leik Hauka og Aftureldingar var annað stórt atvik sem að einhverju leyti réði úrslitum. Ihor Kopyshynskyi fékk þá að líta beint rautt spjald undir lok leiks fyri að brjóta á Ólafi Ægi Ólafssyni og Haukar fengu vítakast. Stefán Rafn Sigurmannsson jafnaði metin úr vítakastinu og tryggði Haukum framlengingu sem Hafnarfjarðarliðið vann svo. „Þeir mega eiga það að það var sama lína yfir bæði lið í sambandi við fríköst og allt þetta sem á náttúrulega að vera og er allt gott,“ sagði Sigfús. „Svo er þetta atriði undir lok leiksins, þar þurfa menn aðeins að lesa í aðstæðurnar. Allt í lagi, hann brýtur á honum, en Ólafur Ægir grípur í treyjuna hjá honum og lætur sig detta, eða er að detta. Ef að leikmaðurinn hefði látið hann bara flakka í gólfið þá er það líka víti og rautt, en þarna heldur hann í leikmanninn, væntanlega til að passa að fljúga ekki bara í skiltin og í gólfið.“ „En að dæma víti og rautt á þetta er náttúrulega bara í besta falli kjánalegt,“ bætti Sigfús við. Hlaðvarpsþátt Handkastsins má hlusta á í spilaranum hér fyrir neðan, en Arnar tekur upp tólið og hringir í Sigfús eftir tæplega klukkustund og tíu mínútur.
Olís-deild karla Handkastið Mest lesið Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Juventus-parið hætt saman Fótbolti Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Sjá meira