Hunda- og kattahald í fjölbýlishúsum Tinna Andrésdóttir skrifar 10. maí 2023 10:30 Í lögum um fjöleignahús er kveðið á um að hunda- og kattahald í fjöleignarhúsi sé háð samþykki 2/3 hluta eigenda sem hafa sameiginlegan inngang eða stigagang. Þá segir að þegar hvorki er um sameiginlegan inngang né stigagang að ræða er samþykkis annarra eigenda ekki þörf fyrir hunda- og kattahaldi í húsinu. Á það til dæmis við þegar sérinngangur er í íbúð á jarðhæð eða frá sameiginlegum útitröppum en þegar sameiginlegur stigagangur er utanáliggjandi og gengið er inn í íbúðir af svölum þarf samþykki þeirra eiganda sem hann tilheyrir. Lögin fjalla því nokkuð vel um hvað telst sérinngangur og hvað ekki. Þrátt fyrir það hefur sú túlkun verið algeng að svalahurð á jarðhæð húsa, t.d. við sólpall eða sérafnotaflöt, teljist sem sérinngangur inn í íbúð og þar af leiðandi þurfi ekki samþykki meðeiganda fyrir hunda- og kattahaldi í þeirri íbúð. Fjölmörg mál koma inn á borð Húseigendafélagsins þegar kemur að dýrahaldi og samþykki annarra eigenda vegna þess. Í áliti kærunefndar húsmála nr. 102/2020 var um það deilt hvort að samþykki annarra eigenda þurfi fyrir hundi í íbúð á jarðhæð fjöleignarhúss. Voru uppi loforð eigenda íbúðarinnar um að nota ekki sameiginlegan inngang hússins fyrir dýrið heldur nota svalahurð íbúðarinnar til að fara með dýrið inn og út úr íbúðinni. Var krafan sú að svalahurð geti ekki talist sérinngangur í skilningi laga um fjöleignarhús. Kærunefnd húsamála féllst á þá kröfu og taldi að svalahurð geti ekki talist sérinngangur. Var í niðurstöðu nefndarinnar fjallað um að samkvæmt samþykktum teikningum hússins er aðalinngangur að íbúðinni sameiginlegur með öðrum íbúðum hússins. Taldi nefndin að þegar túlka eigi lögin við mat á því hvort íbúð sé með sameiginlegan inngang eða ekki, verði að horfa til samþykktra teikninga en ekki hvort það sé unnt að komast inn og út úr íbúðinni með öðrum hætti, svo sem í gegnum svalahurð eða hurð sem opnast út á sérafnotaflöt. Niðurstaða kærunefndar húsamála er ekki bindandi og verður ágreiningsefninu ekki skotið til annars stjórnvalds en aðilar geta lagt ágreining sinn fyrir dómstóla. Mál þetta fór ekki fyrir dómstóla og því er litið til niðurstöðu þessarar þegar túlka á hvað telst til sérinngangs íbúðar. Nú á dögunum birtist frétt um ágreining í fjöleignarhúsi vegna hunds sem þar dvelur. Hundurinn kom í húsið eftir að systir íbúðareiganda lést úr krabbameini. Málavextir eru þeir að í húsinu eru þrír stigagangar og sameiginlegur kjallari. Samþykki hefur fengist hjá þeim sem deila stigagangi með hundinum en ekki þeim sem deila sameiginlegum inngangi í kjallara hússins. Er málið nú hjá kærunefnd húsamála. Í þessu máli er óhjákvæmilegt er að horfa til niðurstöðu nefndarinnar í máli nr. 102/2020 sem fjallað var um hér að ofan. Ljóst er að samkvæmt teikningum er kjallari hússins ekki aðalinngangur að íbúðinni þótt unnt sé að komast þar inn og út úr húsinu. Væri því samþykki 2/3 eigenda í þeim stigagangi sem hundurinn dvelur nóg í þessu tilviki. Höfundur er lögfræðingur hjá Húseigendafélaginu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Málefni fjölbýlishúsa Hundar Kettir Dýr Tinna Andrésdóttir Mest lesið Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Sjá meira
Í lögum um fjöleignahús er kveðið á um að hunda- og kattahald í fjöleignarhúsi sé háð samþykki 2/3 hluta eigenda sem hafa sameiginlegan inngang eða stigagang. Þá segir að þegar hvorki er um sameiginlegan inngang né stigagang að ræða er samþykkis annarra eigenda ekki þörf fyrir hunda- og kattahaldi í húsinu. Á það til dæmis við þegar sérinngangur er í íbúð á jarðhæð eða frá sameiginlegum útitröppum en þegar sameiginlegur stigagangur er utanáliggjandi og gengið er inn í íbúðir af svölum þarf samþykki þeirra eiganda sem hann tilheyrir. Lögin fjalla því nokkuð vel um hvað telst sérinngangur og hvað ekki. Þrátt fyrir það hefur sú túlkun verið algeng að svalahurð á jarðhæð húsa, t.d. við sólpall eða sérafnotaflöt, teljist sem sérinngangur inn í íbúð og þar af leiðandi þurfi ekki samþykki meðeiganda fyrir hunda- og kattahaldi í þeirri íbúð. Fjölmörg mál koma inn á borð Húseigendafélagsins þegar kemur að dýrahaldi og samþykki annarra eigenda vegna þess. Í áliti kærunefndar húsmála nr. 102/2020 var um það deilt hvort að samþykki annarra eigenda þurfi fyrir hundi í íbúð á jarðhæð fjöleignarhúss. Voru uppi loforð eigenda íbúðarinnar um að nota ekki sameiginlegan inngang hússins fyrir dýrið heldur nota svalahurð íbúðarinnar til að fara með dýrið inn og út úr íbúðinni. Var krafan sú að svalahurð geti ekki talist sérinngangur í skilningi laga um fjöleignarhús. Kærunefnd húsamála féllst á þá kröfu og taldi að svalahurð geti ekki talist sérinngangur. Var í niðurstöðu nefndarinnar fjallað um að samkvæmt samþykktum teikningum hússins er aðalinngangur að íbúðinni sameiginlegur með öðrum íbúðum hússins. Taldi nefndin að þegar túlka eigi lögin við mat á því hvort íbúð sé með sameiginlegan inngang eða ekki, verði að horfa til samþykktra teikninga en ekki hvort það sé unnt að komast inn og út úr íbúðinni með öðrum hætti, svo sem í gegnum svalahurð eða hurð sem opnast út á sérafnotaflöt. Niðurstaða kærunefndar húsamála er ekki bindandi og verður ágreiningsefninu ekki skotið til annars stjórnvalds en aðilar geta lagt ágreining sinn fyrir dómstóla. Mál þetta fór ekki fyrir dómstóla og því er litið til niðurstöðu þessarar þegar túlka á hvað telst til sérinngangs íbúðar. Nú á dögunum birtist frétt um ágreining í fjöleignarhúsi vegna hunds sem þar dvelur. Hundurinn kom í húsið eftir að systir íbúðareiganda lést úr krabbameini. Málavextir eru þeir að í húsinu eru þrír stigagangar og sameiginlegur kjallari. Samþykki hefur fengist hjá þeim sem deila stigagangi með hundinum en ekki þeim sem deila sameiginlegum inngangi í kjallara hússins. Er málið nú hjá kærunefnd húsamála. Í þessu máli er óhjákvæmilegt er að horfa til niðurstöðu nefndarinnar í máli nr. 102/2020 sem fjallað var um hér að ofan. Ljóst er að samkvæmt teikningum er kjallari hússins ekki aðalinngangur að íbúðinni þótt unnt sé að komast þar inn og út úr húsinu. Væri því samþykki 2/3 eigenda í þeim stigagangi sem hundurinn dvelur nóg í þessu tilviki. Höfundur er lögfræðingur hjá Húseigendafélaginu.
Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir Skoðun
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir Skoðun