Íþróttahreyfingin missir hundruð milljóna í viðgerðir á húsnæði ÍSÍ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. maí 2023 08:01 Andri Stefánsson, framkvæmdastjóri ÍSÍ og húsnæðið sem um ræðir. Vísir/Sigurjón Húsnæði ÍSÍ í Laugardalnum er eign íþróttahreyfingarinnar. Húsnæðisþörf sambandsins hefur aukist og nú liggur fyrir að fara verður í dýrar viðhaldsframkvæmdir ef ekki á illa að fara fyrir fasteignum sambandsins. Þær munu kosta hundruð milljóna. „Ef við horfum á húsin hjá okkur þá er það fyrsta byggt í kringum 1960 en svo eru þessi elstu hús líka byggð 1970 og 1980. Það kemur í ljós að steypan frá þeim tíma hafi ekki verið nógu góð. Það er mikil þörf að annað hvort klæða húsið eða sprauta einhverjum efnum inn í veggina,“ sagði Andri Stefánsson, framkvæmdastjóri ÍSÍ í samtali við Guðjón Guðmundsson. Vísir/Sigurjón Vilja ekki lenda í myglu „Við sjáum það eins og umræðan er í þjóðfélaginu, að við viljum ekki lenda í því að vera með myglu í húsinu. Við viljum gera allt sem við getum til að koma í veg fyrir að það verði frekari skemmdir. Það er bara mikil viðhaldsþörf,“ sagði Andri. „Peningarnir sem koma til íþróttahreyfingarinnar þeir fara í starfið. Þeir eru ekki vanalega að fara í þetta. Við þurfum þar af leiðandi að leggja allt saman í púkk til að geta gert eitthvað af viti,“ sagði Andri. Hvar kreppir skóinn helst. „Það eru nokkrar aðgerðir sem við þurfum að fara í. Það þarf að styrkja steypuna með einhverjum hætti, klæða húsið að koma í veg fyrir að hún verði lek. Jarðskjálfastyrkja þessar helstu byggingar og svo er þessi tengibygging sem tengir öll húsin saman. Hún er lek og það þarf að laga hana. Annað hvort að halda henni eins og hún er eða nýta tækifærið og byggja meira ofan á þar og búa til meira pláss fyrir samböndin. Þetta eru stærstu aðgerðirnar,“ sagði Andri. Vísir/Sigurjón Fá hluta af hagnaði Íslenskrar Getspá Hvar fær ÍSÍ fjármagn til að gera þetta. „Á íþróttaþinginu um síðustu helgi þá fengum við samþykkt að leggja hluta af þeim hagnaði sem við fáum frá Íslenskri Getspá í byggingarsjóð. Við gerðum það líka fyrir nokkrum árum síðan og erum núna að horfa á það að geta búið til eitthvað smá fjármagn til þess að standa undir þessum kostnaði,“ sagði Andri „Þess á milli þá er það rekstrarfé ÍSÍ sem þarf að dekka þetta. Við erum ekki með leigjendur sem eru að standa undir þessum viðhaldskostnaði. Við erum með íþróttahreyfinguna inn í okkar húsi, sérsamböndin og aðra. Það er reynt að horfa í hverja einustu krónu. Við verðum núna að reyna að finna hagstæðustu leiðirnar til þess að taka fyrstu skrefin. Þau eru mörg en einhvers staðar verðum við að byrja,“ sagði Andri. Þurfa að jarðskjálftastyrkja húsið Andri sér þó fyrir sér að þetta gangi upp enda ætli ÍSÍ ætli að taka þetta í skref. Mest liggur á því að verja steypuna, fara í skoða klæðninguna og jarðskjálfstyrkja húsið. ÍSÍ vantar líka stærra húsnæði. „Það er allt sprungið og það er ekki pláss fyrir tvö yngstu samböndin, bæði bogfimi- og klifursambandið. Þau komast ekki inn í húsnæðið með aðstöðu. Flest öll samböndin eru í mjög þröngu húsnæði og það er það sem við þurfum að horfa á líka. Getum við byggt við þetta samhliða þessum framkvæmdum, “ sagði Andri. „Það er til heimild hjá ÍBR, sem á eitt af þessum húsum, að byggja ofan á það eftir þeirra þing í vor. Við viljum jafnvel skoða það sama til þess að geta búið betri aðstöðu fyrir okkar starfsfólk í hreyfingunni. Það er eitthvað sem verður skoðað samhliða þessu og hvað er hagstæðast fyrir okkur,“ sagði Andri. Klippa: Slæm staða á húsnæði ÍSÍ í Laugardalnum Meira rými með nýrri Þjóðarhöll „Síðan vonumst við til að með bæði Þjóðarhöll og Þjóðarleikvöngum verði til meira rými fyrir sérsamböndin og muni þá opna einhverja fleiri möguleika. Við þurfum að passa upp á húseignina sem við eigum og þurfum að gæta þess að hún haldi sínu verðmæti. Hún sé í lagi gagnvart því starfi sem þar fer fram,“ sagði Andri. ÍSÍ er ekki búið að taka ákvörðun um hvar eða hvenær þeir ætla að byrja. Á Íþróttaþinginu um helgina var ákveðið að setja meiri pening í þennan byggingar- og viðhaldssjóð. „Þá höfum við möguleika á að taka næstu skref. Ég tel að það þurfi að byrja á einhverju í haust eða á þessu ári. Við erum núna að gera við glugga og þessar venjulegu viðhaldsframkvæmdir. Vonandi getum við farið í stærri framkvæmdir innan skamms,“ sagði Andri. Það má horfa á allt viðtalið hér fyrir ofan. ÍSÍ Mest lesið Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Íslenski boltinn Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Fótbolti Thelma Karen til sænsku meistaranna Fótbolti Fleiri fréttir Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir ÍTF flytur inn á KSÍ í Laugardalnum Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma „Einstaklega efnilegur leikmaður“ Thelma Karen til sænsku meistaranna Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Dagskráin í dag: Flottir leikir í Bónus deild karla og Big Ben Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Vålerenga fór illa að ráði sínu Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Daníel lokaði markinu í Skógarseli Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Sjá meira
„Ef við horfum á húsin hjá okkur þá er það fyrsta byggt í kringum 1960 en svo eru þessi elstu hús líka byggð 1970 og 1980. Það kemur í ljós að steypan frá þeim tíma hafi ekki verið nógu góð. Það er mikil þörf að annað hvort klæða húsið eða sprauta einhverjum efnum inn í veggina,“ sagði Andri Stefánsson, framkvæmdastjóri ÍSÍ í samtali við Guðjón Guðmundsson. Vísir/Sigurjón Vilja ekki lenda í myglu „Við sjáum það eins og umræðan er í þjóðfélaginu, að við viljum ekki lenda í því að vera með myglu í húsinu. Við viljum gera allt sem við getum til að koma í veg fyrir að það verði frekari skemmdir. Það er bara mikil viðhaldsþörf,“ sagði Andri. „Peningarnir sem koma til íþróttahreyfingarinnar þeir fara í starfið. Þeir eru ekki vanalega að fara í þetta. Við þurfum þar af leiðandi að leggja allt saman í púkk til að geta gert eitthvað af viti,“ sagði Andri. Hvar kreppir skóinn helst. „Það eru nokkrar aðgerðir sem við þurfum að fara í. Það þarf að styrkja steypuna með einhverjum hætti, klæða húsið að koma í veg fyrir að hún verði lek. Jarðskjálfastyrkja þessar helstu byggingar og svo er þessi tengibygging sem tengir öll húsin saman. Hún er lek og það þarf að laga hana. Annað hvort að halda henni eins og hún er eða nýta tækifærið og byggja meira ofan á þar og búa til meira pláss fyrir samböndin. Þetta eru stærstu aðgerðirnar,“ sagði Andri. Vísir/Sigurjón Fá hluta af hagnaði Íslenskrar Getspá Hvar fær ÍSÍ fjármagn til að gera þetta. „Á íþróttaþinginu um síðustu helgi þá fengum við samþykkt að leggja hluta af þeim hagnaði sem við fáum frá Íslenskri Getspá í byggingarsjóð. Við gerðum það líka fyrir nokkrum árum síðan og erum núna að horfa á það að geta búið til eitthvað smá fjármagn til þess að standa undir þessum kostnaði,“ sagði Andri „Þess á milli þá er það rekstrarfé ÍSÍ sem þarf að dekka þetta. Við erum ekki með leigjendur sem eru að standa undir þessum viðhaldskostnaði. Við erum með íþróttahreyfinguna inn í okkar húsi, sérsamböndin og aðra. Það er reynt að horfa í hverja einustu krónu. Við verðum núna að reyna að finna hagstæðustu leiðirnar til þess að taka fyrstu skrefin. Þau eru mörg en einhvers staðar verðum við að byrja,“ sagði Andri. Þurfa að jarðskjálftastyrkja húsið Andri sér þó fyrir sér að þetta gangi upp enda ætli ÍSÍ ætli að taka þetta í skref. Mest liggur á því að verja steypuna, fara í skoða klæðninguna og jarðskjálfstyrkja húsið. ÍSÍ vantar líka stærra húsnæði. „Það er allt sprungið og það er ekki pláss fyrir tvö yngstu samböndin, bæði bogfimi- og klifursambandið. Þau komast ekki inn í húsnæðið með aðstöðu. Flest öll samböndin eru í mjög þröngu húsnæði og það er það sem við þurfum að horfa á líka. Getum við byggt við þetta samhliða þessum framkvæmdum, “ sagði Andri. „Það er til heimild hjá ÍBR, sem á eitt af þessum húsum, að byggja ofan á það eftir þeirra þing í vor. Við viljum jafnvel skoða það sama til þess að geta búið betri aðstöðu fyrir okkar starfsfólk í hreyfingunni. Það er eitthvað sem verður skoðað samhliða þessu og hvað er hagstæðast fyrir okkur,“ sagði Andri. Klippa: Slæm staða á húsnæði ÍSÍ í Laugardalnum Meira rými með nýrri Þjóðarhöll „Síðan vonumst við til að með bæði Þjóðarhöll og Þjóðarleikvöngum verði til meira rými fyrir sérsamböndin og muni þá opna einhverja fleiri möguleika. Við þurfum að passa upp á húseignina sem við eigum og þurfum að gæta þess að hún haldi sínu verðmæti. Hún sé í lagi gagnvart því starfi sem þar fer fram,“ sagði Andri. ÍSÍ er ekki búið að taka ákvörðun um hvar eða hvenær þeir ætla að byrja. Á Íþróttaþinginu um helgina var ákveðið að setja meiri pening í þennan byggingar- og viðhaldssjóð. „Þá höfum við möguleika á að taka næstu skref. Ég tel að það þurfi að byrja á einhverju í haust eða á þessu ári. Við erum núna að gera við glugga og þessar venjulegu viðhaldsframkvæmdir. Vonandi getum við farið í stærri framkvæmdir innan skamms,“ sagði Andri. Það má horfa á allt viðtalið hér fyrir ofan.
ÍSÍ Mest lesið Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Íslenski boltinn Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Fótbolti Thelma Karen til sænsku meistaranna Fótbolti Fleiri fréttir Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir ÍTF flytur inn á KSÍ í Laugardalnum Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma „Einstaklega efnilegur leikmaður“ Thelma Karen til sænsku meistaranna Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Dagskráin í dag: Flottir leikir í Bónus deild karla og Big Ben Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Vålerenga fór illa að ráði sínu Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Daníel lokaði markinu í Skógarseli Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Sjá meira